Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 ✝ Unnur Marinósfæddist í Hafn- arfirði 1. ágúst 1923. Hún lést 15. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Marinó Sig- urðsson bakara- meistari og Guðrún Jónsdóttir. Systur Unnar eru Hanna, f. 1925, d. 1984, Mary, f. 1931, Erna, f. 1933, og Halldóra, f. 1938. Árið 1947 giftist hún Jóhann- esi Jónssyni, f. 20. júlí 1916, d. 14. desember 2004. Unnur og Jóhannes eignuðust fimm dæt- ur. 1) Erla Nanna, f. 28. apríl 1944. Börn Erlu eru a) Sveinn Viðar, f. 17. ágúst 1962, kvænt- ur Marie-Hélene Communay, f. 31. mars 1963. Dóttir þeirra er Agathe Agnes, f. 22. október 2003. Fyrir átti Sveinn soninn Snorra Arnar, f. 12. apríl 1988. b) Unnur Björk, f. 16. september 1964, eiginmaður hennar er Trond Erik Bones, f. 24. júlí 1971. Fyrir átti Unnur Ívar Örn, f. 9. desember 1983, Daníel, f. 13. apríl 1987, og Sunnu Björk, f. 3. október 2000. c) Kristín Elfa, f. 23. september 1981, börn hennar eru Tinna Nótt, f. 27. október 2005, og Ragnar marsdóttir. 4) Hrafnhildur Hulda, f. 28. ágúst 1958, eigin- maður hennar er Abdellah Za- hid. Dóttir þeirra er Mariam Björk, f. 5. janúar 2003. Fyrir átti hún dótturina Alexöndru, f. 12. ágúst 1989, unnusti hennar er Kjartan Björn Björnsson, f. 18. október 1987. 5) Hanna Birna, f. 1. desember 1960, gift Inga Þór Jakobssyni, f. 1. júlí 1955. Synir þeirra eru Davíð Örn, f. 23. september 1986, og Ísak Örn, f. 7. janúar 1998. Unnur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri til sjö ára ald- urs þar til þau fluttust til Húsa- víkur. Þaðan fór hún til Siglu- fjarðar til að læra hárgreiðslu. Þar kynntist hún verðandi eig- inmanni sínum sem vann hjá Síldarverksmiðju ríkisins. Að námi loknu vann hún við hár- greiðslu til ársins 1958. Eftir það vann hún á Hótel Höfn og í Sigló-síld. Unnur og Jóhannes bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 er þau fluttu til Reykjavík- ur eftir að síldin brást. Þar gerðist Jóhannes húsvörður en hún vann ýmis störf og að síð- ustu hjá Samvinnubankanum til starfsloka árið 1993. Ferðalög, fjallamennska og útivera voru henni afar hugleikin og var hún einn af stofnendum ferðafélags- ins Útivistar árið 1976. Dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ síðustu tvö æviárin. Útför Unnar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 27. nóvember 2014, kl. 14. Rökkvi, f. 19. maí 2008. 2) Guðrún Björk, f. 4. nóv- ember 1946, gift Vilberg K. Þor- geirssyni, f. 17. júní 1944, d. 8. janúar 2011. Börn þeirra eru a) Erla Dröfn, f. 8. febrúar 1965, eiginmaður hennar er Magnús Kristins- son, f. 15. febrúar 1965. Þeirra börn eru Kristófer Arnar, f. 1. september 1989, Vil- berg Andri, f. 28. nóvember 1993, Sara Birgitta, f. 4. sept- ember 1995, og Viktoría Erla, f. 25. desember 2006. b) Helga Jó- hanna, f. 14. maí 1969. Sonur hennar er Sævar Ingi, f. 29. október 1997. c) Birgitta María, f. 9. desember 1975, unnusti hennar er Þorsteinn Hannesson, f. 15. september 1978. Sonur þeirra er Frosti Hrafn, f. 16. júlí 2013. Fyrir átti Birgitta soninn Nóa Sebastían, f. 27. maí 2006. 3) Anna María, f. 31. júlí 1956, sambýlismaður hennar er Björn Ingólfsson, f. 8. september 1958. Dóttir þeirra er Tanja Dögg, f. 30. september 1988. Fyrir átti Anna soninn Jóhannes Örn, f. 22. febrúar 1976, sambýliskona hans er Ragnheiður Sara Valdi- Elsku mamma mín kvaddi svo skyndilega. Ég faðmaði hana tveimur dögum áður við sjón- varpið án þess að hún kviði fyrir að ég færi heim, sem oft var. Söknuðurinn er mikill því við vorum ekki bara mæðgur heldur miklar vinkonur og ferðafélag- ar. Allt þar til á síðasta ári fórum við á kaffihús og rifjuðum upp fjölskyldu- og ferðabrandarana alltaf efni í hlátursköst en sögð- um: „Það myndi sko enginn hlæja að þessu nema við.“ Hlát- urmildin hennar var einstök, hún var líka mikil tilfinninga- vera, hló hæst allra að gaman- málum, en grét yfir sorglegum bíómyndum og viknaði á gaml- árskvöld. En eins og ameríski heimspekingurinn sagði: „Þeir sem ekki geta grátið eru villi- menn og þeir sem ekki geta hlegið eru flón.“ Hún var mikið náttúrubarn og kenndi okkur systrum að meta landið og njóta þess strax í bernsku á Sigló. Ógleymanlegar voru gönguferðir í firðinum og síðar í tjaldferðum út fyrir fjörð- inn fagra, þá var hún í essinu sínu og teygaði að sér útiloftið. Mamma og sólin voru systur því hún var ekki fyrr komin út í náttúruna en hún lagðist í ilm- andi grasið, naut sólargeislanna og hrópaði: Ó, hvað þetta er yndislegt.“ Og væri hún við inni- verk þá skaust hún út við og við, augnablik í senn: „Þótt ekki sé nema fimm mínútur í einu þá fær maður þennan fína lit, upp- vaskið hleypur ekki á meðan.“ Þegar fjölskyldan flutti suður 1972, kom tækifærið og það var eins og fiðrildi losnaði úr álög- um. Sem ein af stofnendum ferðafélagsins Útivistar 1976 var hún á ferð og flugi í göngu- ferðum og fjallaferðum og eign- aðist þar marga vini. Félagið átti hug hennar allan, hún var kosin í fyrsta kjarnann og lagði sitt að mörkum, kynnti félagið óspart skrifaði grein í Morgun- blaðið „Drífðu þig í fjallaferðir“ og lýsti dásemdum Þórsmerkur í blaðaviðtali sem bar yfirskrift- ina „Hvaða stað þykir þér vænst um?“ Fór að elska steina og tíndi óspart bæði litla og nokkuð stóra, sem stundum varð að bera fyrir hana! Vegna gamalla meiðsla í fæti gat pabbi ekki far- ið á fjöll en skildi ást hennar á hálendinu, fjöllum og jöklum. En svo nutu þau utanlandsferða saman og gerðust víðförul. Á Siglufirði rak hún hár- greiðslustofu í mörg ár, en síð- ustu starfsárin í Reykjavík var hún símadama hjá Samvinnu- bankanum (síðar Landsbank- inn), þótti mjög vænt um það starf, sinnti af mikilli alúð og þóttist alltof hress til að hætta sjötug og var það! Mikil lífsgleði var henni í blóð borin, en mikilvægasta orðið hennar var „kærleikur“. Hún heilsaði okkur alltaf með „hjartablómið mitt“ eða „ástar- blómið mitt“ og kvaddi með „guð veri með þér“. Faðmlög hétu „klemm“ og voru ekki spör- uð við dætur og ömmubörn, sem sannarlega kunnu það að meta og höfðu oft á orði. Þau kölluðu hana ömmu Lillý því á Húsavík þar sem hún sleit barnsskónum var hún kölluð Lillý og vænt þótti henni um það nafn. Það var mikil gjöf að fá að njóta sam- vista hennar svo lengi. Hún hélt mikið upp á þessa vísu, sem ég enda með: Gott er að vera frjáls og frí og full af björtum vonum En best er að eiga allt sitt í endurminningonum. Erla Nanna Jóhannesdóttir. Elsku mamma mín. Þú brosir og horfir upp í fjallatoppana og fallegan ljósbláan himin. Sólin skín á andlit þitt og þú lokar augunum og nýtur sólbaðsins. Þú elskar sólina. Það skeður alltaf eitt- hvað einstakt þegar þú ert úti í sólinni. Þú blómstrar og þín lífs- gleði geislar frá þér. Peninga- lyktin frá Síldarverksmiðjunum kitlar okkur í nefið og þú ert nýbúin í vinnunni. Við höfum labbað upp í „Skál“ með nesti og kakó á hitabrúsa og núna sitjum við á peysunum okkar nálægt litlum læk. Við spjöllum og hlæj- um. Á leiðinni niður fjallið horf- um við yfir fjallegan Siglufjörð- inn þar sem litlu fiskibátarnir sigla rólega inn. Þú elskar úti- veru, fjallaklifur og náttúruna. Þetta er ein af okkar stjörnu- stundum og þínu brosi, hlátri, gleði og kærleik mun ég aldrei gleyma. Allar hátíðir voru sérstakar. Þú elskaðir að skreyta, kveikja á kertum og skapa veislustemn- ingu. Þá var mikið hlegið, borð- Unnur Marinósdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Lillý, við bræður munum alltaf muna eftir vísunni sem þú fórst með fyrir okkur, öll okkar uppvaxtarár: Ég heyri, þegar grasið grær og gleðst með hverjum litlum dreng, sem finnur vorsins fyrsta blóm og fagnandi við hlið hans geng. (Jón úr Vör) Takk, elsku amma, fyrir krossana sem þú gafst okk- ur við berum þá alla daga um hálsinn og hugsum til þín. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, elsku amma. Davíð Örn og Ísak Örn. Til ömmu Lillýjar. Þú verður ávallt í hjarta mínu og ég mun sakna þín. Ég vona og veit að þú hefur það gott í himnaríki og ein- hvern tíma hittumst við þar uppi. Kær kveðja til bestu ömmu í heimi, Mariam Björk. ✝ Steinunn Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1934. Hún lést 19. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Möller Tryggva- dóttir, f. 1913, d. 1987, og Þorsteinn Gíslason, f. 1913, d. 2003. Seinni maður Þuríðar var Magnús Möller, og síðari kona Þorsteins var Elín Sigurðardóttir. Systkini sam- mæðra eru Birgir, Kristjana, Björn og Ásgeir. Systkini sam- feðra eru Kristín, Sigríður og Erla. Steinunn giftist Óla Jóni Óla- syni f. 1933. Börn þeirra eru: Arnlín Þuríður, f. 1953, giftist Ólafi Einarssyni. Dóttir þeirra er Lísa. Synir Lísu og Jóhann- esar Guðjónssonar eru Kári og Sindri. Seinni maður Lísu er Birgir Jónsson. Synir hans eru Daníel og Alex. Seinni maður Arnlínar er Magnús Rafnsson. Börn þeirra eru Hrönn og Bjarki. Sambýliskona Bjarka er Arna Þorleifsdóttir, sonur þeirra er Ari. Óli Jón, f. 1956, giftist Kolbrúnu Baldursdóttur, dætur þeirra eru Bergey, dætur Bergeyjar og Eirik Oppedal eru ir hans og Ragnhildar Þor- steinsdóttur er Ingibjörg Sólrún. Dóttir hennar fæddist 17. nóvember. Ágúst giftist Jó- hönnu Bjarnason og eru börn þeirra Viktoría Hlín og Birkir. Þau skildu. Seinni maður Stein- unnar er Geir Ragnar Gíslason leigubílstjóri, f. 1925. Börn hans eru Gísli, giftur Gurli Geirsson, sonur þeirra Albert Þór. Svala, gift Vilhjálmi Hafberg, börn þeirra Geir, Ragnar og Elín. Hanna Margrét, gift Arnbergi Þorvaldssyni, börn þeirra Pét- ur, Harpa og Oddur. Brynja, gift Sigurði Viðarssyni, börn þeirra Elva og Viðar. Steinunn ólst upp í Þingholt- unum og gekk í Miðbæjarskól- ann og Verzlunarskólann, þar sem hún kynntist fyrri manni sínum. Þau settust að í Skíða- skálanum í Hveradölum árið 1959 og ráku hann í tíu ár. Það- an lá leiðin á Akranes og ráku au þar hótelið þar til leiðir þeirra skildu. Steinunn flutti þá til Reykjavíkur og stundaði þar verslunar- og skrifstofustörf. Hún bjó lengst af í Tunguseli en síðast á Háaleitisbraut. Stein- unn var mikil fjölskyldukona, höfðingi heim að sækja og mikil hannyrðakona. Síðustu árin átti hún við veikindi að stríða en bjó heima með Geir manni sínum. Þau nutu þar kærleiksríkrar umönnunar Elínar dóttur henn- ar. Útför Steinunnar fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, í dag, 27. nóvember 2014, og hefst at- höfnin kl. 15. Anna og Mari; og Berglind, sonur hennar er Benja- mín. Sambýlis- maður Berglindar er Jan Erik Strand og á hann tvær dætur. Dóttir Óla og Merete Hansen er Solrun. Seinni kona Óla er Guri Hilstad Ólason, synir þeirra eru Óli Jón og Alexander. Elín Sigríður, f. 1959. Dóttir hennar og Ást- þórs Jónssonar er Ásta Stein- unn. Elín er gift Heimi Heimis- syni. Börn þeirra eru Mardís, sambýlismaður hennar er Viðar Jónsson, Heimir Óli, sambýlis- kona hans er Kristín Óskars- dóttir. Sonur Heimis er Gunnar Cortes, sambýliskona Thereza Petkova. Guðrún Margrét, f. 1961, gift Guðna Kristinssyni. Þeirra börn eru Jóhanna, gift Jens Jensen og eiga þau Maríu Rún og Guðna Wilhelm. Freyr, í sambandi með Anítu Ómars- dóttur. Þorsteinn Gísli, f. 1964, giftur Höllu Björk Magnús- dóttur. Börn þeirra eru Stein- unn, dóttir hennar er Stína. Ari Sæberg, sambýliskona hans er Tale Ellefsen. Ágúst, f. 1969. Dóttir hans og Jóhönnu Jóns- dóttur er Alexandra Mjöll. Dótt- Elsku mamma. Mikið eru nú síðustu dagar búnir að vera skrítnir. Að koma á Háaleitisbrautina og þú ert ekki á staðnum. Upp í hugann koma ynd- islegar minningar frá undanförn- um árum og ekki síst hversu glæsileg þú varst á áttræðisaf- mælinu þínu í haust og naust þín í botn í faðmi fjölskyldu og vina. Við áttum saman dýrlegan tíma í sept- ember þar sem við sátum og spjölluðum heilu dagana og er ég svo þakklát fyrir þennan tíma sem við áttum þar saman. Á síðustu dögum koma líka upp minningar um síðustu heimsókn þína til mín á Eskifjörð og þá sér- staklega síðasta kvöldið þegar við vorum að keyra niður Fagradal- inn, stoppuðum neðst á Dalnum til að horfa á hið dásamlega útsýni út Reyðarfjörðinn og svo aftur á Hólmahálsinum þar sem þú hafðir á orði að svona útsýni væri nú ekki alls staðar að finna. Þetta minnir mig líka á hversu gaman þér þótti að sitja við eldhúsgluggann í Tunguselinu, horfa á útsýnið og ekki síst krakkana á skólavöllun- um tveim fyrir utan gluggann. Í Tunguselinu áttir þú yndislegan tíma og ekki síst eftir að þið Geir fóruð að búa saman. Þar var at- hvarf stórfjölskyldunnar og þann- ig vildir þú hafa það. Öll barnabörnin eiga alveg sér- stakar minningar frá þessum ár- um og alltaf ert þú í aðalhlutverki minninganna. Það var yndislegt að sjá þá ást og umhyggju sem þið Geir báruð hvort fyrir öðru og er okkur sem yngri erum mikil og góð fyrirmynd. Undanfarin árin hefur þér, elsku mamma mín, ekki alltaf liðið vel en ekki varstu að kvarta mikið. Alltaf þegar við töl- uðum saman vildir þú fá fréttir af okkur og ekki síst smáfólkinu í fjöl- skyldunni sem þú hafðir svo gaman af að umgangast. Reykjavíkur- ferðir framtíðarinnar verða skrítn- ar þar sem engin mamma verður til að heimsækja. Elsku mamma, að lokum langar mig að þakka fyrir mig og mína og við Guðni skulum gera allt sem við getum til að létta Geir missinn því án þín verður líf hans tómlegt. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (G. Ingi) Guðrún Margrét. Elsku hjartans mamma mín. Það er bjart yfir og sést vel í Esjuna þar sem ég sit og skrifa til þín þessar línur. Þannig dagar voru þitt uppáhald og oft þurfti ekki meira til gleðja þig, bjart veð- ur og fallegt útsýni gerði daginn þinn betri. Ég hef verið svo lánsöm að hafa haft þig hjá mér í þetta langan tíma og það eru margar yndislegar minningar sem sitja eft- ir og eiga eftir að ylja um ókomin ár. Ein slíkra minninga er áttræð- isafmælið þitt núna í september þar sem þú lékst á als oddi svo sæl og glöð með að hafa fólkið þitt í kringum þig og svo þakklát fyrir hversu margir sáu sér fært að gleðjast með þér þennan dag, það var dásamleg stund. Margar minningar mínar um þig tengjast einnig því sem þú varst að sinna þá stundina, veit- ingarekstri í Skíðaskálanum og á Skaganum, afgreiðslu- og skrif- stofustörfum, undirbúningi matar- og veisluborða af ýmsum stærðum og gerðum, meistaraverkum sem þú prjónaðir og saumaðir, nostrinu við blómin, natninni og dúlli við barnabörnin og danssporum á stofugólfinu undir tónum Ragga Bjarna. Þú gerðir miklar kröfur á sjálfa þig, elsku mamma, og eftir því sem árin líða skil ég ekki alveg hvernig þér tókst að sinna öllum þeim verk- efnum sem þú fékkst í fangið. Þú kvartaðir ekki, beist á jaxlinn, tókst hlutunum með stóískri ró og hélst áfram með ótrúlegri þrautseigju og þrjósku. Þú gerðir aftur á móti ekki miklar kröfur fyrir sjálfa þig held- ur settir vellíðan annarra í fyrsta sæti þar sem heimili þitt var alltaf opið fyrir gestum og gangandi og faðmur þinn stór og hlýr og þar voru allir jafnir. Hjartað mitt er fullt af sorg, fullt af trega og söknuði yfir að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, geta ekki skottast inn á Háaleitisbrautina, fengið mér kaffi og einn Nóa-kon- fektmola með þér og Geir, geta ekki spjallað við þig um alla heima og geima, velt upp ýmsum hug- myndum með þér, fengið knús og kossa. Að sama skapi er ég svo óendalega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Að hafa átt þig sem móður, ömmu barnanna minna, vinkonu og síðast en ekki síst sálufélaga sem gladdist svo einlæglega þegar vel gekk hjá mér og mínum og var síð- an boðin og búin af öllu hjarta að aðstoða á allan hátt þegar verr ár- aði hjá okkur. Það er sárt og erfitt að sleppa takinu af þér, elsku mamma mín. Samverustundir okkar voru svo stór hluti af lífi mínu, partur af minni daglegu rútínu, stundir sem ég í dag hreinlega veit ekki hvernig ég á að vera án en ég veit að þú myndir segja mér að bíta á jaxlinn, vera glöð í deginum og taka því sem höndum ber með æðruleysi, von og bjartsýni. Við systkinin, börn og aðrir ætt- ingjar og ekki síst elsku Geir hafa misst góða og yndislega konu sem á eftir að vera með okkur í minningu og anda um ókomin ár. Takk, takk, elsku mamma mín, fyrir allt. Ég elska þig. Þín dóttir, Elín (Ella). Sumir sem maður kynnist á lífsleiðinni koma manni sífellt á óvart. En aldrei verður ljúfleikinn og góðmennskan jafn áberandi og þegar andlát lýkur þeim kynnum. Og þá kemst maður að því eins og við Nennu tengdamóður mína að hún var engum lík. Ástúðin og þekking hennar á mannverunni var ómælanleg og sú velvild sem hún sýndi gagnvart öðrum kom manni eilíflega á óvart. Alla tíð voru viðhorf hennar ótrúlega rík af hjartahlýju og mannúðin alltaf fyrir hendi. Það liðu ár, það liðu áratugir, og nú þegar hún er horf- in úr heimi hinna lifandi sér maður að í þessari konu varð maður aldr- ei var við neitt óþægilegt, bara ástúð og gæsku. Og aldrei verður maður jafn meðvitaður um þetta og þegar jafn hógvær og yndisleg manneskja hverfur af yfirborði jarðar. Elskulega tengdamóðir, mér finnst ég hafa auðgast á mörgum sviðum af kynnunum af þér. Og aldrei finnur maður þetta jafn mikið og þegar þessum yndislegu og afslöppuðu samskiptum okkar er lokið. En minningin lifir og þú, Nenna, verður áfram sterkur hluti af upplifun minni í lífinu. Magnús Rafnsson. Í dag kveð ég tengdamóður mína og ættmóður, Steinunni Þor- steinsdóttur. Hjá henni átti orða- tiltækið „Sælla er að gefa en þiggja“ við. Hún prjónaði peysur, húfur, vettlinga og hvað þetta heitir nú allt saman á öll sín mörgu ömmubörn og einnig á langömmu- börnin meðan hún hafði heilsu til. Steinunn hélt ófáar veislur fyrir stórfjölskylduna, drekkhlaðin borð af forréttum, aðalréttum og eftirréttum og lagði sig fram við að allir fengju sinn uppáhaldsrétt. Steinunn var trúnaðarvinur barna okkar og gaf þeim ráð, ást og hlýju sem þau nýta sér út lífið. Sama hvað gekk á var hún for- dómalaus með öllu og stóð alla tíð með sínu fólki. Takk fyrir að hafa verið móðir konunnar minnar. Takk fyrir að hafa verið amma barna minna. Takk fyrir að hafa verið tengda- móðir mín. Innilegar samúðarkveðjur til Steinunn Þorsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Við elskum þig svo mikið. Hvíldu í friði Þín langömmubörn, María Rún og Guðni Wilhelm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.