Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samantekt Ríkisskattstjóra sem gerð
var fyrir Morgunblaðið leiðir í ljós að
íslenskir og erlendir ríkisborgarar,
með skattskyldu hér á landi, höfðu
tæplega 16 millj-
arða króna í
tekjur erlendis í
fyrra. Launa-
tekjur frá al-
þjóðastofnunum
að fjárhæð 1,35
milljarðar koma
þar til viðbótar.
Tekjurnar hafa
verið endur-
metnar. Launa-
tekjur Íslendinga erlendis á hverjum
ársfjórðungi í ár eru nú þannig taldar
rúmlega 5 milljörðum króna meiri en
launatekjur erlendra aðila á Íslandi.
Áður var þessi munur talinn 0,2 millj-
arðar króna á hverjum ársfjórðungi
en það hefur verið leiðrétt með bættri
gagnasöfnun.
Vikið er að þessu endurmati í
neðanmálsgrein í síðustu Peninga-
málum Seðlabanka Íslands (SÍ).
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er skýring þessa endur-
mats sú að starfsmenn Seðlabankans
fengu betri upplýsingar um launa-
tekjur Íslendinga erlendis en þeir
höfðu áður. Ríkisskattstjóri lét kanna
tekjur aðila sem eru handreiknaðir
en slíkir aðilar sem hafa tekjur er-
lendis voru ekki inni í fyrri upplýs-
ingum Seðlabankans.
Áreiðanlegri upplýsingar
Meginskýringin á þessum mun er
því fyrst og fremst sú að upplýsing-
arnar sem Seðlabankinn hefur frá
Ríkisskattstjóra eru nú áreiðanlegri.
Handreiknuð framtöl vísa til nær
allra þeirra sem eru hér á skatt-
grunnskrá og hafa aflað tekna erlend-
is. Skattlagning þessa fólks fer yfir-
leitt eftir tvísköttunarsamningum.
Páll Kolbeins, sérfræðingur hjá
Ríkisskattstjóra, segir að í saman-
tektinni, sem gerð var fyrir Morgun-
blaðið og sýnd er hér fyrir ofan, séu
teknar saman tekjur íslenskra og er-
lendra ríkisborgara, sem skattskyldir
eru hér, erlendis.
Skipting tekna milli íslenskra og
erlendra ríkisborgara liggur ekki fyr-
ir. „Þarna er um að ræða alla þá sem
hafa haft tekjur erlendis og eru skatt-
skyldir hér á Íslandi.“
Með í þessum tölum eru því Íslend-
ingar sem hafa flutt til útlanda en eru
enn skattskyldir á Íslandi.
Starfsmenn ESB, NATO og SÞ
Eins og taflan hér fyrir ofan sýnir
voru tekjur einstaklinga hjá alþjóða-
stofnunum rúmlega 1,3 milljarðar í
fyrra. Páll segir að þarna sé m.a. um
að ræða einstaklinga sem starfa fyrir
Evrópusambandið, Sameinuðu þjóð-
irnar og Atlantshafsbandalagið,
NATO. Þessar tekjur eru skatt-
frjálsar og er um að ræða bæði ís-
lenska og erlenda ríkisborgara.
Höfðu 16 milljarða
í tekjur erlendis
SÍ endurmetur tekjur íslenskra og erlendra ríkisborgara
Alþjóðastofnanir greiða 1,35 milljarða í laun skattfrjálst
Tekjur erlendis og greiðslur frá alþjóðastofnunum*
Í krónum á verðlagi hvers árs
Tekjuár
Fjöldi með erlendar
tekjur
Greiðslur frá
alþjóðastofnunumTekjur erlendis
2009
2010
2011
2012
2013
2.469
3.053
3.246
3.442
4.037
7.302.238.783
10.450.337.858
10.943.221.250
13.300.671.158
15.862.777.805
1.015.556.393
961.276.815
992.015.631
1.111.444.234
1.348.986.359
*Upplýsingar byggjast á skattframtali einstaklinga og miðast þær við stöðu framtala strax
að loknum framtalsfresti í mars ár hvert, fyrir breytingar sem gerðar hafa verið vegna
síðbúinna framtala og kærumeðferðar. Heimild: Ríkisskattstjóri
Morgunblaðið/Golli
Háar upphæðir Íslendingar skattskyldir hér afla mikilla tekna ytra.
Páll Kolbeins
„Við þurfum að gera þetta að þjóðar-
átaki og dreifa kostnaði yfir margra
ára tímabil. Aðalatriðið er að vel sé
staðið að fram-
kvæmdum, innan
kostnaðaráætlun-
ar og öflugt sam-
starfsverkefni
tryggir best að
svo verði,“ segir
Þorkell Sigur-
laugsson, stjórn-
armaður í sam-
tökunum
„Spítalinn okk-
ar“, sem standa
fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavík-
ur í dag um nýja Landspítalann.
Jafnframt verður opið hús í Ráð-
húsinu í dag og fram á laugardag,
þar sem almenningi gefst færi á að
kynna sér stöðu verkefnisins, þ.e.
byggingaráform og endurbætur á
Landspítalanum.
Markmið samtakanna, sem stofn-
uð voru sl. vor, er að framkvæmdir
við spítalann hefjist hið fyrsta svo
tryggja megi örugga heilbrigðis-
þjónustu í landinu. Hafa samtökin
m.a. bent á hvernig best sé að
tryggja fjármögnun á stækkun spít-
alans.
„Við höfum rætt það að besta leið-
in til fjármögnunar er að horfa til
þess að þetta sé samstarfsverkefni
ríkisins og aðila eins og lífeyrissjóða.
Að sjálfsögðu verða lífeyrissjóðir að
fá eðlilega ávöxtun en fyrir ríkið er
mikilvægt að fá góða samstarfsaðila
og nýta þá tímann til að lækka skuld-
ir ríkisins eða selja eignir ef vilji er
fyrir því,“ segir Þorkell, sem telur
núverandi húsnæði spítalans ekki
uppfylla staðla nútíma heilbrigðis-
þjónustu. Því sé brýnt að Alþingi
ákveði hvaða leið ríkið telji best að
fara svo ljúka megi endanlegri hönn-
un og hefja svo framkvæmdir þar
sem forhönnun verkefnsins sé lokið.
Opna húsið í Ráðhúsinu hefst með
málþinginu á sama stað í dag, sem er
frá kl. 14-16. bjb@mbl.is
Þörf á þjóðarátaki
um Landspítalann
Málþing í dag og
opið hús í Ráðhúsinu
fram á laugardag
Spítalinn Svona gæti hluti af nýja
Landspítalanum litið út.
Þorkell
Sigurlaugsson
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Fjársýslu ríkisins hefur enn ekki bor-
ist eintak frá Ríkisútvarpinu ohf. af
ársreikningi 2013 með áritun stjórn-
ar. Þetta segir
Gunnar H. Hall,
fjársýslustjóri
Fjársýslu ríkisins.
Gunnar hefur
ýmislegt að at-
huga við ummæli
Ingva Hrafns
Óskarssonar for-
manns stjórnar
RÚV, sem birtust
í frétt í Morgun-
blaðinu sl. laugardag. Þar sagði Ingvi
Hrafn m.a. að Fjársýsla ríkisins hefði
óskað eftir að fá „annan óformlegan
ársreikning sem miðaðist við alman-
aksárið“. Hann hefði verið undirrit-
aður af honum sjálfum.
Hinn 13. janúar sl. sendi Fjársýsl-
an bréf til RÚV þar sem þess er kraf-
ist að fyrirtækið uppfylli ákvæði fjár-
reiðulaga og skili af sér ársreikningi
sem taki mið af almanaksárinu. „Ekki
var óskað eftir óformlegum reikningi
heldur að skilað yrði ársreikningi í
samræmi við lög,“ segir Gunnar og
bætir við að Fjársýslan geri ekki at-
hugasemdir við það ef ríkisaðilar
kjósi að gera önnur uppgjör sem taki
mið af öðrum tímabilum en almanaks-
árinu, telji þeir það þjóna betur eigin
þörfum. En fjárreiðulög geri kröfu til
að almanaksárið sé ævinlega lagt til
grundvallar.
Ríkisfyrirtæki á borð við Ríkisút-
varpið hafi skilafrest á ársreikningi
sínum til Fjársýslunnar 31. mars ár
hvert. Hún hefur heimild til að fram-
lengja frestinn um allt að 30 daga.
Í stuttu máli þá sendi fjársýslu-
stjóri tölvupóst til Bjarna Guðmunds-
sonar, þáverandi útvarpsstjóra, ítrek-
un um skil um miðjan maí. Þar segir
hann að ef reikningurinn berist ekki
tveimur dögum síðar þurfi að skýra
frá því í ríkisreikningi að fyrirtækið
hefi ekki skilað ársreikningi.
Tveimur dögum síðar, 16. maí,
sendi Ríkisútvarpið í tölvupósti raf-
rænt eintak af óárituðum ársreikn-
ingi, merktum drög, en þar kom fram
að allir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins
hefðu samþykkt reikninginn rafrænt.
Jafnframt kom fram að á næsta
stjórnarfundi 28. maí mundu stjórn-
armenn undirrita ársreikninginn.
Óendurskoðaður ársreikningur
Síðar sama dag barst bréf frá Rík-
isútvarpinu og með því fylgdi árs-
reikningur 2013 með „Könnunarárit-
un óháðra endurskoðenda“. Þetta
eintak var ekki undirritað af stjórn og
framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins
ohf. en slíkt eintak hefur enn ekki
borist frá fyrirtækinu. Við þetta má
bæta að á árinu 2013 afhenti Ríkisút-
varpið óendurskoðaðan ársreikning
fyrir árið 2012 seint í maímánuði, þ.e.
löngu eftir útrunninn skilafrest. Þess
var getið sérstaklega í athugasemd-
um í Ríkisreikningi 2012.
„Ég tek það fram að það er ekki
Fjársýslunnar að standa Ríkisendur-
skoðun skil á ársreikningi Ríkisút-
varpsins ohf. eða annarra ríkisaðila,“
segir Gunnar H. Hall. Ástæðan fyrir
því að Ríkisendurskoðun fékk sendan
óundirritaðan ársreikning (merktan
drög) frá Fjársýslunni er að hún hafði
samband í september sl. og óskaði
eftir því. Um var að ræða rafrænt ein-
tak af reikningnum og þar fór ekki á
milli mála að um óáritað eintak var að
ræða, en í tölvupóstinum kom fram að
allir stjórnarmenn hefðu samþykkt
reikninginn rafrænt.
„Það er því misskilningur hjá
stjórnarformanninum telji hann að
hér hafi verið um mistök að ræða,“
segir Gunnar H. Hall og bendir á að
vinnubrögð Ríkisútvarpsins séu ekki
til fyrirmyndar. „En batnandi mönn-
um er best að lifa.“
Ekki áritaður
ársreikningur
Misskilningur stjórnarmanns RÚV
um „mistök“, segir fjársýslustjóri
Gunnar H. Hall
Lítil verslun með stórt hjarta!
Mikið úrval af fatnaði og gjafavöru
www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös-lau: 12-16
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911