Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Hér á landi er staddur mað-ur nokkur sem er ein-staklega lífsglaður ogstóísk ró virðist umlykja hann. Ashirvad Zaiantchick er fædd- ur og uppalinn í São Paulo í Brasilíu. Hann lærði tölvunarfræði og vann við fagið í fjölmörg ár. „Einn daginn, eft- ir að ég hafði lært hugleiðslu komst ég að því að það veitti mér mun meiri gleði og lífsfyllingu að kenna fólki að hugleiða heldur en að sitja tímunum saman framan við tölvuskjá. Með hugleiðslunni gat ég þjónað fólki mun betur en í skrifstofuvinnunni,“ segir Zaiantchick. Glöggt er gests augað Zaiantchick hefur komið hingað til lands fjórum sinnum áður og hefur því öðlast ágæta innsýn í þankagang þjóðarinnar. Hann er hér á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar á Ís- landi en leiðir hans og Íslendinga inn- an Sri Chinmoy samtakanna lágu fyrst saman fyrir um fimmtán árum í Brasilíu. Torfi Leósson var einn þeirra og með þeim Zaiantchick tókst vinskapur. „Fjöldi fólks víðsvegar að úr heiminum kemur gjarnan saman í þeim tilgangi að verja saman tíma og hugleiða. Þannig kynnist maður alls konar fólki með ólíkan uppruna,“ seg- ir Torfi. Á fyrri ferðum sínum til landsins hefur Zaiantchick, rétt eins og í þess- ari ferð, haldið nokkur hugleiðslu- námskeið í Sri Chinmoy-miðstöðinni sem er til húsa á 2. hæð í Ármúla 22 í Reykjavík. Öll kennsla á vegum mið- stöðvarinnar er þátttakendum að kostnaðarlausu. „Ég er mjög hrifinn af landi og þjóð. Það er eitthvað alveg einstakt við Ísland sem fyrirfinnst hvergi ann- ars staðar í heiminum. Fólk er opið fyrir nýjum hugmyndum og almennt séð virðist fólk hafa djúpa ást á lífinu sjálfu og því einfalda í tilverunni,“ segir Zaiantchick. Hann er viss um að sérstaða Íslands stafi meðal annars af því að hér á landi er enginn her. Auk þess telur hann að Íslendingar hafi þá skynsemi til að bera að þeir geti lært sitthvað af efnahags- hruninu. Það er sannarlega jákvætt og víst er að lengi má læra af því sem miður fer og byggja upp það já- kvæða. Að sjá með augum barnsins Næsta hugleiðslunámskeið hefst núna á laugardaginn og stendur frá klukkan 14 til 17.30. Námskeiðin verða fleiri næstu tíu dagana, áður en Zaiantchick fer af landi brott. Zaiant- chick segir að allir geti fundið innri frið því hver einn og einasti geti til- einkað sér það tæki sem hugleiðsla er. Maðurinn talar af reynslu því hann hefur kennt þúsundum í fimm- tíu ólíkum löndum. „Það er mikilvægt að geta kennt öðrum eitthvað sem ristir svo djúpt og er svo mikilvægt í hinu daglega lífi. Það er að finna hinn innri frið og samhljóminn innra með manni, í stað þess að leita í sífellu að þessu út á við,“ segir hann. Í sumum tilvikum geri ytri aðstæður það að verkum að athyglin er ekki á hinn innri mann en þrátt fyrir það vill Zai- antchick meina að möguleikar allra til hugleiðslu séu jafnir. „Flest getum við munað eftir því hversu auðvelt það var fyrir okkur sem börn að leita inn á við en við gleymum því stundum þegar við eldumst. Einn æðsti leynd- ardómur hugleiðslu er að verða barn á ný og hverfa aftur til einfaldleikans. Um leið og fólk gerir það verður lífið mun auðveldara,“ segir Ashirvad Zai- antchick. Þeir sem vilja skrá sig á námskeið laugardagsins geta hringt í síma 5518080 eða 6973974. Úr tölvunum í Bras- ilíu yfir í hugleiðslu Brasilíumaðurinn Ashir- vad Zaiantchick lærði að hugleiða hjá andlega meistaranum Sri Chinmoy fyrir um 20 ár- um. Nú ferðast hann um heiminn og kennir öðr- um endurgjaldslaust. Morgunblaðið/Þórður Félagar Þeir Ashirvad Zaiantchick og Torfi Leósson kynntust í gegnum Sri Chinmoy fyrir um fimmtán árum. Ljósmynd/Ashirvad Zaiantchick Hugleitt Tónlistin er mikilvægur þáttur hugleiðslunnar og þögnin líka. Það er sannarlega áhugavert að hlýða á Ashirvad Zaiantchick þegar hann lýsir fæðingarborg sinni. São Paulo. Borgin er í SA-Brasilíu og telst stór- borgarsvæðið það sjöunda stærsta í veröldinni og borgin sannarlega sú fjölmennasta í Brasilíu. Þar búa um tólf milljónir manna og þar er mesta kaffibaunarækt landsins. „São Paulo er auðugasta borg Brasilíu og er borg gríðarlegra andstæðna. Þar er að finna ríkmannleg hverfi sem mað- ur gæti haldið að væru í Sviss eða öðru velmegunarríki því húsin og versl- anirnar eru ótrúlega skrautleg og íburðurinn mikill. En í fimm mínútna akstursfjarlægð eru staðir sem minna á þorp í þróunarlöndum. Andstæð- urnar eru gríoðarlegar í hverri einustu stóru borg í Brasilíu, hvort sem það er São Paulo eða Rio de Janeiro, má bæði sjá ofsalegt ríkidæmi og gríðarlega fátækt,“ segir Ashirvad Zaiantchick. São Paulo – Borg andstæðna BREITT BIL Á MILLI HINNA FÁTÆKU OG RÍKU Mannfræðineminn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir hefur haldið úti bloggsíðunni gveiga85.blogspot.com sem notið hefur mikilla vinsælda. Enda er ekki annað hægt að segja en að stúlkan sé ómyrk í máli og nokkuð hnyttin á heildina litið. Guð- rún Veiga hefur líka stjórnað mat- reiðsluþætti í sjónvarpi þar sem hún spyr þjóðkunna Íslendinga spurninga sem flestir myndu segja að væru óviðeigandi. Nú hefur bókaútgáfan Salka gefið út bók eftir Guðrúnu Veigu sem ber titilinn Nenni ekki að elda, og hefur að geyma fjölda uppskrifta sem eiga það sameiginlegt að vera einfaldar, fljótlegar en frumlegar. Er þeim ætl- að að henta þeim vel sem hafa lítinn tíma fyrir eldamennsku eða einmitt þá sem hreinlega nenna ekki að elda. Í tilkynningu frá útgefandanum er vitnað í mannfræðinemann Guðrúnu Veigu úr Breiðholtinu þar sem hann segir eftirfarandi um bókina: „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hjartnæmar sögur af því að ég hafi alla tíð haft ástríðu fyrir matargerð. Það væri bara alls ekki satt. … Það var ekki fyrr en undarlegar upp- skriftir fóru að vekja athygli á blogg- inu mínu að matargerð fór að kveikja í mér. Uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og fljótlegar – í takt við titil bókar- innar. Enda verð ég aldrei konan sem kemur til með að eyða meira en hálftíma í hvers kyns hnoð, hrær- ingar eða sax. Aldrei.“ Að nenna ekki að elda en elda þrátt fyrir það Mannfræðinemi og bloggari skrifaði matreiðslubók með einfaldleikann að leiðarljósi Poppbað Guðrún Veiga virðist eiga auðvelt með að slá á létta strengi. Jólasýning Smiðjunnar Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890 SMIÐJAN Listhús - Innrömmun Opið alla virka daga frá kl. 10-18. Leitum að verkum gömlu meistaranna fyrir næstu sýningu okkar Einnig verk eftir Tolla Valgarð Gunnars Þorvald Skúla Jóhannes Geir Stórval Eyborgu Þórarinn B. Þorláks Kjarval Ragnheiði Ream Valtý Pétursson Guðbjörgu Lind Jóhann Briem Ásgrím Jónsson Karl Kvaran Ísleif Konráðsson Þórunni Báru Búa Kristjánsson Svavar Guðnason M b l1 53 14 82 Hafsteinn Austmann Kjarval Ásgrímur Jónsson Karolína Lárusdóttir 20% afsláttur af innrömmun til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.