Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 28

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jólabjór í verslunum ÁTVR hefur verið rifinn út síðan hann kom í hillurnar þann 14. nóvember. Sala á jólabjór hefur aukist um 5.850% á þeim 25 árum sem bjór hefur verið leyfður hér á landi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og annálaður bjóráhugamaður, seg- ir að jólabjórinn sé ein af fáum hefðum sem Norðurlöndin hafi lagt til á hlaðborð bjórmenningar heimsins. „Jólabjór er ekki stíll heldur hefð. Það er löng hefð víða um Skandinavíu að búa til jólabjór sem er í flottari flöskum og með ögn betri hráefnum eins og gengur og gerist í matvælum almennt um jólin.“ Fyrsti jólabjórinn er þó ekki frá Norðurlöndum heldur er það Stella Artois bjórinn sem kom á markað 1926. Hann var markaðsettur í Kanada sem jólabjór með því að setja jólastjörnu í miðann. Ekkert annað. Hann var áfram ljós og létt- ur lagerbjór. „Það er hægt að fá allskonar bjór sem jólabjór ef farið er sunnar í Evrópu. Hjá Norður- landabúum er hægt að rekja jóla- bjórsneyslu langt aftur í tímann. Jólablótin hjá heiðnum mönnum voru drykkjusamkomur, gamla ásatrúin gerði ráð fyrir áfengi á samkomum. Það var hreinlega talið afbrot að drekka ekki. Þetta heldur sér þrátt fyrir kristni.“ Erfitt að finna vín með hangikjötinu Stefán bendir einnig á mat- inn sem Norðurlandabúar borði á hátíð ljós og friðar. Það séu fá vín sem ná utan um þann mat, þar henti bjórinn mun betur. „Það er auðvitað kaldara á norðurslóðum og jólin eru tími reykta kjötsins, ekki bara á Íslandi heldur í Skandinavíu. Í gamla daga var af þessu tilefni brugg- aður aðeins dekkri bjór, ögn sterkari og hann hafð- ur sérlega máttugur í kringum jólin. Í seinni tíð kom þetta með mjög góðri markaðs- setningu sem Tuborg byrj- ar með. Nú er búið að negla það rækilega inn í kollinn á fólki að þegar talað er um jólabjór þá þarf hann að vera svolítið reykt- ari, með karamellu, rauði liturinn er kominn inn, finnst mér, og hann á að vera sterkari til að fá smá yl í kroppinn. Jólabjórinn passar líka svo of- boðslega vel við þennan mat sem við borðum hér á norðurslóð. Það er í raun heila málið. Hátíðarrétt- irnir okkar og í Skandinavíu eru þannig að vín virka ekkert með þeim. Það er erfitt að velja vín með hangikjöti. Flestir bjórar ráða reyndar ekkert við hangikjöt held- ur og í staðinn fyrir að drekka vatn þá fórum við Íslendingar að blanda malt og appelsín.“ Stefán segir að hann sé feginn því að bjórmenning sé orðin vin- sælli en gamla góða jólaglöggið. „Ég verð nú að segja að það er framför. Ég sem bjóráhugamaður fagna slíkum tíðindum. Bjórsmekk Íslendinga hefur líka fleygt fram á síðustu árum. Brugg- húsin komast upp með að setja á markað hluti, sem eru framsækn- ari, kryddaðari og annað, sem aldr- ei hefðu selst fyrir nokkrum árum. Fyrir vikið eru brugghúsin að nota negul, krydd, furunálar, viðarkubba eða jafnvel piparkökur í bjórana sína. Því hafa opnast möguleikar í breidd og núna er til dæmis hægt að vera með 20 tegundir án þess að þær séu eins.“ Ekki stíll heldur hefð  Frá því fyrsti jólabjórinn kom á markað hér á landi árið 1989 hefur salan aukist um rúm 5.850% Morgunblaðið/Ómar Alltaf að aukast Í ár eru 29 tegundir af jólabjór á boðstólum og 36 mismunandi vörunúmer. Gamalt og gott Þrjár fréttir úr fréttasafni Morgun- blaðsins, frá 1991, 92 og 93. Framleiðendur voru fljótir að átta sig á þorsta Íslendinga í jólabjór. Sala á jólabjór frá 1989 1989 2013 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Heimild: ÁTVR Sælgæti Þrír af íslensku jólabjórunum. Saga jólabjórsins » Fyrsti jólabjórinn sem kom á markað var Stella Artois sem kom á markað í Kanada 1926. » Tuborg jólabjór kom á mark- að í Danmörku 1981. » Víking setti jólabjórinn sinn á markað 1990 en enginn ís- lenskur jólabjór var á boð- stólum 1989. » Jólabjór er alla jafna dekkri en sá bjór sem er boðið upp á venjulega. STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.