Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Ég er fædd 21. nóvember 1971 og hefði ekkiviljað fæðast svo mikið sem degi fyrr.Þegar ég sé hvað börn í dag hafa það al-
mennt gott og hvað margt hefur breyst til hins
betra frá því ég man fyrst eftir mér þá ósjálfrátt
fer ég að kenna í brjósti um kynslóðirnar á und-
an mér, og jafnvel mína kynslóð líka. Aumingja
fólkið sem er ekki nema 5 árum eldra en ég og
rétt missti af því að kynnast tölvum á skóla-
göngu sinni. Ef það hefur ekki síðar farið að
vinna með tölvur hefur ekki verið hlaupið að því
fyrir það að tileinka sér tölvutæknina og alla þá
möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Sjálf
hef ég alveg gefið upp á bátinn að skilja alla þá
möguleika sem í boði eru fyrir flutning á sjón-
varpsefni inn í viðtækið mitt. Yngra fólk en ég
hljómar eins og það átti sig á muninum á ADSL,
rafmagnslínum og einhverju þráðlausu fyrirbæri
í þessu sambandi. Mikið er það heppið að alast
upp á þessum tímum tækni og vísinda.
Það hafa ekki bara orðið framfarir í vísindum.
Ruglið er einnig á undanhaldi þótt vissulega sé
enn nóg af því. Af hverju máttu símasnúrur ekki
vera lengri en hálfur metri þegar ég var að alast
upp? Hví var yfirleitt einhver á móti lagningu
síma um landið? Og múgsefjunin, hefur ekki
eitthvað dregið úr henni? Eftir Millet-úlpuæðið
á 9. áratugnum hef ég að minnsta kosti ekki orð-
ið vör við sambærilegt hópefli meðal unglinga.
Auðvitað eru alls kyns tískufyrirbrigði í gangi
en unga fólkið virðist vera miklu sjálfstæðara í
hugsun og fasi en Millet-úlpukynslóðin mín.
Reykingar og áfengisneysla unglinga er dæmi
um ósið sem nánast hefur lagst af. Unglingar í
dag eru upp til hópa betur upplýstir og skyn-
samari en áður. Og úlpuúrvalið mun meira. Allt
afleiðing framfara í vísindum og tækni.
Samt eru margir sem ekki bara sjá fortíðina í
rósrauðum bjarma heldur leggja sig einnig í
líma við að finna nýja tímanum allt til foráttu.
Þeir eru svo háværir að manni hættir til að
gleyma því að þeir hafa aldrei haft rétt fyrir sér.
Rafmagnið hefur til að mynda verið undirstaða
hagsældar mannkyns. Samt hafa þeir horn í síðu
háspennustöðva og rafmagnsmastra, telja þau
tákn um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Hvað vill þetta fólk? Draga úr notkun rafmagns?
Sér það ekki hvílíka farsæld rafallinn hefur fært
okkur?
Til að kunna að meta það sem við höfum í dag
er gagnlegt að líta til baka. Það gerir einmitt
Matt Ridley í bók sem nýlega kom út á íslensku,
Heimur batnandi fer. Í bókinni er framförum
eins og rafmagninu og skordýraeitri lýst á
skemmtilegan hátt og það sett í samhengi við
hagsæld og málflutning bölsýnismannanna.
Nei, ég hefði ekki viljað fæðast degi fyrr.
Lífið er á uppleið
* Það er erfitt að finnasvæði í heiminum þar sem fólk hefur það verr
í dag en árið 1955, segir
Matt Ridley. Hvað lífsskil-
yrði varðar er fátt sem ekki
hefur batnað með tímanum.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur Andersen
sigga@sigriduranersen.is
Í vikunni var lagt fram frumvarp um
nöfn þar sem meðal annars er lagt
til að allir megi
taka upp ættar-
nöfn. Sjónvarps-
maðurinn Egill
Helgason var ef-
ins um hvort hann
ætti að taka upp nýtt nafn. „Næsta
ættarnafn við mig er nafn ömmu
minnar sem var frá Noregi. Hún var
Eldvik. Egill Eldvík – jamm. Ég er ekki
viss,“ sagði Egill í færslu á Facebook.
Börkur Gunnarsson, leikstjóri
og varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, skrifaði
um fyrsta borgar-
stjórnarfundinn
sinn á Facebook.
Hann var ekki par sáttur við kaffið
og kexið. „Í dag sit ég fyrsta borg-
arstjórnarfundinn minn.
Fyrir þau sem eru að velta fyrir
sér frama í borgarpólitík get ég sagt
frá því að kaffið hérna er lapþunnt
og kexið sem boðið er upp á er
gamalt. Ég held ég sé kominn með
baráttumál fyrir næstu kosningar:
„Betra kex í borgarstjórn, betra
kaffi, betri borg!““
Vigdís Gríms-
dóttir notaði
Facebook til að
hrósa Gerði Krist-
nýju fallega.
„Drápa Gerðar
Kristnýjar flaug
hingað til mín norður á verald-
arhjarann, eins og Strandirnar eru
stundum kallaðar. Ótrúleg tilfinning
að lesa þessa mögnuðu bók í kvöld-
myrkrinu, ekki nema von að maður
líti skelfdur um öxl og sjái stjörnur
splundrast og undarlegustu tungl
kvikna! Trúlega verð ég aldrei söm.
Svona leikur skáldskapurinn við
mann og á mann þegar best lætur.“
Verkfall tónlistarkennara hefur
líklega ekki farið framhjá neinum og
virðist vera torvelt að ná samn-
ingum. Bragi Valdimar Skúlason
stakk upp á mögulegri lausn á mál-
inu og nokkuð skemmtileg hugmynd
þar á ferð. „Hvers vegna siga tónlist-
arkennarar ekki óæfðum fiðlunem-
endum á samninganefndina? Hugsa
að undirritaður samningur lægi fyrir
á sirka korteri.“
AF NETINU
Hringur ísbjörn vakti athygli gesta á Barnaspít-
alanum í vikunni en hann hefur gengið til liðs
við lækna í baráttu þeirra fyrir betri kjörum og
betri spítala, hrópaði slagorð og bar mótmæla-
spjöld. Þegar blaðamaður hafði samband við
Hring varð hann mjög glaður því hann hafði
vonast eftir því að þetta framtak hans myndi
vekja athygli. Á öðru spjaldinu er skrifað „Upp
með laun lækna“ og á hinu sem sést á meðfylgj-
andi mynd stendur „Alla lækna heim“. Á því
skilti er ennfremur tilvitnun í börnin á sjúkra-
húsinu: „Læknar komið aftur á spítalann því
það eru mörg börn sem þurfa á ykkur að halda
þar“. Þetta er undirritað, „skólabörn Landspít-
alans“.
„Læknarnir og hjúkrunarfólkið leggja líf og
sál og blóð og tár í allt sem þau gera. Mér finnst
að þau eigi að fá almennilega borgað,“ segir
Hringur um af hverju hann blandaði sér í bar-
áttuna. Hann segist líka hafa séð svo marga
„stressaða læknanema sem eru að læra yfir sig
og elta sérfræðinga“. Honum finnst að þeir eigi
að fá góð laun fyrir að vinna á spítalanum og
þeir eigi allir að „koma heim“ eftir langa námið.
Út með áhyggjur, inn með gleðina
Óhætt er að segja að Hringur sé góðvinur spít-
alans. Hann kemur í hverri viku í heimsókn á
leikstofu Barnaspítalans, alltaf á miðvikudögum
á veturna en á sumrin er hann uppi á jökli, því
þá er alltof hlýtt fyrir hann í borginni. Hann vill
meina að eldgosið í Holuhrauni sé honum að
kenna því hann hoppaði svo mikið á jöklinum í
sumar!
Hringur lítur svolítið stórt á hlutverk sitt á
spítalanum og það með réttu. Hann vill hreyfa
aðeins við orkunni sem er þar inni. „Ég vil bara
henda áhyggjunum út um gluggann og koma
inn með gleðina, allavega í smástund,“ segir
hann.
Hann segist samt stundum vera leiður en
hann er meira fyrir að reyna að gera það sem er
skemmtilegt. Sunnudagsblaðið hefur frétt að
hann sé mikill Eurovision-aðdáandi og að-
spurður segist hann semja mikið af Eurovision-
lögum.
Laufblöð um allt gólf
„Ég er oft að leika mér að því að gera það sem
má ekki,“ segir hann grallaralega.
Hann hefur gaman af því að færa heiminn ut-
an spítalans inn. „Um daginn kom ég með gul
og rauð og brún og græn laufblöð og sturtaði
þeim út um allt gólf. Krökkunum fannst það
mjög gaman og líka fullorðna fólkinu,“ segir
Hringur og nefnir að Gróa og Sibba á leikstof-
unni séu miklar vinkonur hans. Sibba, Sig-
urbjörg Guttormsdóttir, staðfestir það. „Hann
er mikill gleðigjafi hérna á Barnaspítalanum og
kemur reglulega í heimsókn til okkar,“ segir
hún ánægð með vin sinn.Hringur ísbjörn styður kjarabaráttu lækna.
Hringur ísbjörn mótmælir
á Barnaspítalanum
Vettvangur