Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 14
Í endurminningabók sinni Svarthvítum dögum segir Jóhanna Kristjónsdóttir frá æsku sinni til sextán ára aldurs. Þetta er mannmörg bók því Jóhanna segir ekki bara eigin sögu heldur einnig sögu foreldra sinna og foreldra þeirra, vina, kunningja og samferðafólks. Þegar bókin er lesin vekja kon- urnar í kringum Jóhönnu ekki síst athygli lesandans og virðast vera mun meiri hörkutól en karl- arnir. Jóhanna er fyrst spurð um þessar sterku konur. „Ég vil meina að konur séu yfirleitt mjög sterkar og held að það hafi valist að mér sterkar konur,“ segir hún. „Þegar ég fór að velta móðurömmu minni fyrir mér fannst mér forvitnilegt hvað hún var miklu geðsterkari en þessi létti, ljúfi og glaði hagyrð- ingur sem hún skildi við. Það sama átti við um föðurömmu mína sem var ljósmóðir og fór til starfa í öllum veðrum og vindum og tók hvítvoðunga með sér heim. Maðurinn hennar, afi minn, var sæmilegur bóndi, en aldrei mjög sterkur karl held ég. Síðan var mamma, sterk manneskja og dálítið frek. Reglusöm og skipu- lögð.“ Það kemur vel fram í bókinni að í fjölskyldu þinni var fólk sem talaðist ekki við. Afi þinn og amma töluðust ekki við og mamma þín talaði ekki við tengdamóður sína. Tókstu þennan ágreining inn á þig? „Nei, hann hafði ekki mikil áhrif á mig, mér fannst þetta bara óskaplega spennandi og varð forvitin yfir þeirri dramatík sem lá þarna að baki, til dæmis varðandi móðurafa minn og -ömmu sem töluðust ekki við, hún hataði hann öllum stundum. En ég skal segja þér, að núna er hún búin að sættast við hann. Eftir að þau höfðu bæði verið dá- in í nokkurn tíma fór mamma á miðilsfund og þá komu þau þar saman, orðin sátt. Þau hafa sennilega sæst í himnaríki. Mamma trúði þessu og mér finnst þetta krúttleg saga. Mamma gat verið mjög stíf og það fór ekkert á milli mála að henni líkaði mun verr við tengda- móður sína en tengdamóðurinni við hana. Tengdamóðurinni var nokkuð sama og var ekki drama- drottning. Mér fannst þessi ágreiningur mömmu við tengda- móður sína spennandi en líka dá- lítið asnalegur og sumpart bera vott um hræsni. Ég segi frá því í bókinni að eftir að amma dó felldi mamma tár í kirkjugarð- inum og þá spurði ég hana af hverju hún hefði verið að gráta þegar henni var svona illa við ömmu. Henni hnykkti við. Fyrir mér barninu var þetta einfalt mál, hún hefði ekki átt að gráta ef henni var illa við ömmu.“ Þetta var fólk sem var ekki mikið fyrir að kvarta. Heldurðu að það hafi haft áhrif á þig? „Þetta fólk kvartaði alls ekki og ég held að það hafi haft áhrif á mig. Nú eru allir svo opnir og ef eitthvað ber út af þá eru menn byrjaðir að kvarta. Þessi endalausa tilfinningalega opnun í nútímanum er góð svo langt sem hún nær, en hún nær ekki alltaf mjög langt.“ Þú ert ekki að draga upp neina glansmynd í þessari bók og þar kemur fram að þér líkar ekki við alla. Varstu ekkert smeyk við að vera svona hreinskilin? „Mér finnst að þegar maður skrifar bók eins og þessa þá verði maður að segja hvað manni finnst en ekki sleppa því af ótta við að móðga einhvern eða að það komi illa við einhvern. Ég veit ekki hvort ýmislegt sem ég segi þarna mælist vel fyrir eða ekki en það verður þá að hafa það. Auðvitað er það þannig í líf- inu að manni líkar ekki vel við alla, en ég hef alltaf haft óskap- lega mikinn áhuga á fólki og fundist fólk óhemju spennandi.“ Barnsleg hugsjón Nú er ævi okkar kaflaskipt, hvað finnst þér hafa verið besta tíma- bilið í þínu lífi? „Ég get tínt út fín tímabil eins og vistina í Dölunum, sem ég skrifa um í bókinni, sem var af- skaplega eftirminnilegur og góður tími, og það voru margar góðar stundir þegar ég var gift Jökli. Svona á heildina litið finnst mér lífið mitt hafa verið skemmtilegt. En að sumu leyti held ég að besta tímabilið sé frá því að ég hætti á Mogganum og flestar götur síðan.“ Það er sagt að það sé erfitt fyrir konur að fá vinnu eftir fimmtugt, en þá fórst þú sann- arlega að blómstra, hættir í starfi sem blaðamaður og fórst að ferðast til ókunnra landa og skrifa bækur. „Ég veit að konur á aldrinum fimmtíu og fimm til sextugs, hvað þá eldri, eiga erfitt með að fá vinnu sem er bara ruglað því þær eru besta vinnuaflið í land- inu enda afskaplega samvisku- samar, hafa reynslu og búa yfir þekkingu og mannskilningi. Mér finnst skelfilegt að við skulum vera að henda þessum konum og ekki vilja sjá þær. Það hefur ekki reynt á þetta hvað mig varðar. Ég hætti á Mogganum fimmtíu og fimm ára gömul af því að mig langaði til að gera eitthvað ann- að. Ég hafði ferðast víða meðan ég var á Morgunblaðinu í erlend- um fréttum. En á þessum tíma- punkti hafði ég fengið mig full- sadda. Mig langaði ekki að vera þar hálfánægð eða óánægð til sjötugs og fara þá kannski á þol- anleg eftirlaun. Í gamla daga lagði ég stund á hebresku í Há- skólanum hér og hafði lengi haft áhuga á semitískum málum. Mig langaði að geta gert mig skilj- anlega á arabísku, ég var alltaf með annan fótinn í þessum lönd- um. Svo ég ákvað að læra arab- ísku. Fór til Kaíró og eftir vet- urinn var ég uppgefin. Þá sneri ég heim, bræddi með mér hvað mig langaði að gera. Á meðan ég hugsaði málið fór ég í fisk á Þórshöfn, hélt fyrirlestra, bar út póst hér í Reykjavík og svo fór ég aftur til arabalandanna, nánar tiltekið Sýrlands, og hélt áfram að læra. Eftir að heim kom tóku við fyrirlestrar á ný, meðal ann- ars námskeið um menningarheim araba, kennsla í arabísku fyrir byrjendur. Og svo tók við að fara með fólk í ferðir þangað. Auk þess skrifaði ég fáeinar bækur.“ Stundum er sagt að fólk sé í eðli sínu alls staðar eins. Þú hef- ur ferðast mikið, hefur þér sýnst að þetta sé rétt eða er þetta bara klisja? „Ég held að þetta sé hárrétt og algjörlega laust við að vera klisja. Fólk er alls staðar eins. Fólk mótast vissulega af að- stæðum, trú og siðum en þegar maður er einn með manneskju þá nær maður sambandi við hana og skilur hana þótt hún tali ekki sama tungumál og maður sjálfur og hafi ekki lifað sama lífi á all- an hátt.“ Erum við Íslendingar fordóma- fullir í garð útlendinga? „Í heildina litið erum við ansi þröngsýn þjóð. Maður sér það út um allt og ekki síst á þessum blessuðu kommentakerfum sem nú ríða húsum, þar er ansi grunnt á fordómum, sem oft eru sprottnir af vanþekkingu. Þegar ég fór að fara með fólk til araba- landa og víðar var það líklega til komið af barnslegri hugsjón, ég vildi sýna fólki að heimurinn væri ekki eins og það héldi að hann væri. Fjölmargir hrukku í kút þegar þeir heyrði araba nefnda, þeir áttu að vera svo hræðilegir og umfram allt ofboðslega vondir við konur. Umhyggja karla eink- um og sér í lagi fyrir konum í þessum heimshluta var stundum ansi vönkuð og ekki alveg í sam- ræmi við hegðun sumra þeirra heima hjá sér. Þegar fólk hafði ferðast um þessi framandi lönd þó ekki væri nema í nokkrar vik- ur þá breyttust hugmyndir þess. Það sá atburði og mannlíf í nýju ljósi og áttaði sig á ýmsu sem hafði áhrif á viðhorf þess. Þetta á ekki aðeins við um ferðir til arabalanda heldur nefni ég Íran. Þangað finnst fólki ævintýralegt að koma.“ Menntun stúlkna lykilatriði Þegar við horfum á heiminn sjáum við alls kyns illsku og þar er nærtækast að nefna grimmd- arverk samtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið. „Mér finnst voðalegt þegar trú- in er notuð til að afskræma hluti. Núna er talað um að múslíma- heimurinn logi í átökum. Þetta er svipað og gerðist á miðöldum þegar kristni heimurinn framdi illvirki, breytti landamærum og svívirti fólk. Við sjáum forn- eskjuleg vinnubrögð víða í hinum múslímska heimi sem segja okkur meðal annars að mörg þeirra standa meðal annars Vestur- löndum ekki á sporði hvað varðar menntun. Ég hef trú á því að menntun og alveg sérstaklega menntun stúlkna sé lykilatriði í því að breyta þessu. Það sem hin pakistanska Malala er að gera er stórkostlegt. Hún og aðrar stúlk- ur eru að skapa jarðveg fyrir breytingar. Það er engin sátt um Malölu í Pakistan en þar er líka hræðilegt ástand, mikil grimmd og skelfing. Ég kynntist fyrir þó nokkrum árum spænskri stúlku í Jemen sem var leiðsögumaður og hún sagði mér að eina landið sem hún væri hrædd við að fara með ferðamenn til væri Pakistan. Þessi átök og skelfingar eru flóknari en svo að við getum af- greitt þau með einhverri alhæf- ingu. Aftur á móti hættir okkur til að gera það. Það ríkir nokkur misskilningur um stöðu kvenna í múslímskum ríkum. Þar er vissulega ekki jafnrétti á sama hátt og hér en samt jafnrétti samkvæmt íslam. Íslam eru mjög kvennavæn trúarbrögð, en eins og gyðingatrú og kristni mótast þau náttúrlega af þeim tíma sem þau koma fram. Við getum nefnt Gamla Finnst fólk óhemju spennandi JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR HEFUR SKRIFAÐ BÓK UM ÆSKU SÍNA OG FÓLKIÐ SEM HÚN KYNNTIST. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN MEÐAL ANNARS UM STERKAR KONUR, FERÐALÖG, VIÐ- HORF ÍSLENDINGA TIL ÚTLENDINGA OG STÖÐU KVENNA Í MÚSLÍMSKUM RÍKJUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.