Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
Heilsa og hreyfing
L
íkamsbygging Kókómjólkur-Klóa, kis-
ans röndótta og geðþekka sem löngum
hefur prýtt fernur drykkjarins vin-
sæla, minnir í dag á ofurtónaðan og
stæltan kropp Cristiano Ronaldo, fótbolta-
stjörnu, fremur en eitthvað í líkingu við
venjulegan heimiliskött.
Hið sama er uppi á teningnum með upp-
færða útgáfu af hinum fjörugu Teenage Mut-
ant Ninja Turtles-skjaldbökum, sem nutu gíf-
urlegra vinsælda snemma á 10. áratugnum.
Þá komu þær fyrir sjónir eins og hraustlegir
og lífsglaðir skjaldbökustrákar, en í nýrri
mynd um þá líta þær hins vegar út eins og
forsíðufyrirsætur vaxtarræktartímarita, með
ofurþrútna og æðabera vöðva kreppta og í
svip þeirra kristallast alvöruþrunginn töffara-
skapur.
Massaður fjármálaráðherra
og módel hreysti
Það er gömul saga og ný að markaðsöfl og af-
þreyingariðnaður leitist við að sýna fólki það
sem það þráir og ljóst er að hraustlegt útlit
og líferni eru tískan í dag. Sama skótíska
þrífst nú innan líkamsræktarstöðva sem utan
þeirra. Fegurðarsamkeppnir heyra nú sög-
unni til en í staðinn birtast fréttir af sigur-
vegurum í keppnum í módel hreysti. Áður
fyrr kepptu grunnskólanemar helst í upplestri
og sviðslistum en í dag er sýnt frá Skóla-
hreysti í sjónvarpi þar sem börn keppa í því
að gera armbeygjur og upphífingar. Fjár-
málaráðherra birti mynd af sér í ræktinni á
dögunum þar sem hann sagðist hafa lyft 100
kílóum í bekkpressu. Líkamsræktin er
ríkjandi lífsstíll.
Skuggahliðin er útlitsdýrkun
Á þessari þróun kunna að vera skuggahliðar.
Í frétt Rúv á dögunum kom fram að íslenski
tollurinn stöðvaði sífellt meira magn af ster-
um. Þá kom fram að 14 ára drengir væru
farnir að fikta við að taka inn stera til þess
eins að öðlast tiltekið útlit. Sálfræðingurinn
Sigrún Daníelsdóttir, formaður samtaka um
líkamsvirðingu, segir að „útlitsdýrkun“ sé orð
sem sífellt beri meira á í umræðu á Íslandi.
„Útlitsfyrirmyndir kvenna og karla hafa
orðið ýktari með árunum þar sem lögð er
megináhersla á grannan vöxt hjá konum og
vöðvastæltan líkama hjá körlum. Með tilkomu
myndvinnslutækni hafa þessi útlitsviðmið síð-
an endanlega færst út fyrir mörk raunveru-
leikans þannig að í dag lítur enginn út eins
og þær ímyndir sem við höfum fyrir aug-
unum, ekki einu sinni fólkið sjálft á mynd-
unum. Þetta skapar fáránlegar og óraunhæf-
ar hugmyndir um hvað telst gott útlit sem
enginn nær að uppfylla,“ segir Sigrún. Hún
segir jafnframt að ríkjandi útlitsáherslur skili
sér einnig inn í heim barna í gegnum leik-
föng og barnaefni.
Öfgar í fjölmiðlum
Að mati Sigrúnar hefur iðnaðurinn í kringum
megrunar- og líkamsþráhyggju stolið hugtak-
inu heilbrigði og afbakað merkingu þess og
fyrir vikið telji margir að útlitið skipti miklu
máli varðandi það hvers virði þeir eru og
hvaða virðingar þeir njóti frá öðrum. „Okkur
er talin trú um að heilbrigði sé bundið við
einhvern ákveðinn líkamsvöxt eða útlit og
það skipti næstum ekki máli hvernig fólk
komist þangað. Þetta höfum við séð end-
urtekið í fjölmiðlum þar sem rætt er um
öfgafullar aðferðir til að stjórna mataræði og
þyngd, yfirþyrmandi hreyfingaplön, ofur-
áherslu á líkamsvöxt, neyslu fæðubótarefna
og jafnvel stera. Þessi umfjöllun er sett fram
á mjög gagnrýnislausan, og jafnvel jákvæðan
hátt, eins og þetta sé það sem heilbrigt líf
snýst um. Þetta getur auðvitað truflað hug-
myndir fólks um hvað heilbrigði snýst um.
Þetta fallega hugtak snýst fyrst og fremst
um jafnvægi í lífinu og andlega, líkamlega og
félagslega vellíðan. Heilbrigði felst ekki í því
að vera ofurseldur hugsunum um hitaein-
ingar, fitu, kíló og vöðva.“
ÚTLITSFYRIRMYNDIR VERÐA SÍFELLT ÝKTARI
Mittið mjókkar
og vöðvarnir vaxa
Í dag líta þeir félagar
út eins og sannfærandi
vaxtarræktartröll.
SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR OG FORMAÐUR SAMTAKA
UM LÍKAMSVIRÐINGU SEGIR ÚTLITSFYRIRMYNDIR VERÐA SÍFELLT
ÝKTARI MEÐ ÁRUNUM OG AÐ HUGTAKINU „HEILBRIGÐI“
HAFI Í RAUN VERIÐ STOLIÐ OG ÞAÐ AFBAKAÐ.
Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Árið 1990 litu
þeir Leonardó
og Rafael
svona út.
Kókómjólkurkisinn Klói hefur tekið djúpstæðum útlitsbreytingum frá því kókómjólk kom á markað árið 1973 og endurspeglar í dag líkamsvöxt Cristiano Ronaldo, fótboltastjörnu og undirfatafyrirsætu.
Kostnaður vegna offitu á heimsvísu er nú orðinn jafnmikill og kostnaður vegna reyk-
inga. Þetta segja niðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi. Þá er offita nú farin að
valda samfélögum meiri kostnaði en bæði áfengissýki og gróðurhúsaáhrif. Um 2,1
milljarður manna, eða 30% jarðarbúa, er í yfirþyngd eða glímir við offitu.
Offitan sífellt dýrari