Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Síða 27
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Minningar í jólatagatali Gerður Steinarsdóttir, iðnhönnuður, fatatæknir og teiknari, hannaði og myndskreytti fallegt, fjölnota jóla- dagatal. Jóladagatalið samanstendur af 24 stökum öskjum með hanka, númeruðum frá 1-24. Hver askja er myndskreytt og mynda þær skemmtilega frásögn af aðventunni og undirbúningi jólanna. Dagatalið er úr pappa og er það tímalaust og margnota og framleitt hér á landi. „Hugmyndin er sú að hver og einn setji það sem henti í öskjurnar, uppáhalds súkku- laðið, smáhluti eða miða með fallegum orð- um. Til dæmis er sniðugt að skrifa góðar minningar á miða og setja eina minningu í hverja öskju handa þeim sem manni þykir vænt um,“ segir Gerður sem unnið hefur að mestu sjálfstætt síðustu ár og fengist við myndskreytingar, ýmiss konar teikn- ingar og fleiri verkefni. Gerður Steinarsdóttir iðnhönnuður. Eftir 60 farsæl ár hefur Sjöan eftir Arne Jacobsen aldrei verið vin- sælli. Í tilefni af- mælis þessarar klassísku hönn- unarvöru hefur framleiðandi Sjö- unnar, Fritz Han- sen, hafið fram- leiðslu á sérstakri afmælisútgáfu stólsins sem kemur á markað 2015. Byggt á litunum sem Arne Jacobsen hannaði upprunalega á sjöuna árið 1968 hefur Fritz Han- sen hannað tvær einstakar útgáfur af sjöunni. Dimmblá skel og dökkbláir fætur ljá stólnum kröftugt yfirbragð og segir Fritz Hansen þá útgáfu stóls- ins örlítið karlmannlega. Hin útgáfan er lökkuð fölbleik og fæturnir úr 24 karata gulli. Stólarnir passa vel saman þrátt fyrir andstæður í litavali og ýta undir sérkenni hvor annars. Arne Jacobsen Sjöan. Dimmblá skel með dökk- bláum fótum. Fölbleik sjöa með 24 karata gullfótum. Sjöan er sextug Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.is DUXIANA Reykjavik, Ármúla 10 / Sími 5 68 99 50 Gæðiogþægindi síðan1926 D U X an d D U XI A N A ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.