Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 29
Notalegt svefnherbergi. Erna seg-
ir rúmið í miklu uppáhaldi.
É
g hef alltaf verið með mikla söfnunaráráttu,
móður minni og manni til mikillar mæðu. Ég
hef áhuga á forvitnilegum hlutum, kannski
svolítið skrýtnum og held að stíllinn minn sé í
takt við þessi áhugamál. Hvað heimilið mitt varðar þá
eru húsgögnin flest „vintage“ sem ég hef erft eftir afa
minn og ömmu sem bjuggu einnig í Hlíðunum,“ segir
Erna Hreinsdóttir en hún býr ásamt manni sínum
Rafael Pinho ljósmyndara og dóttur þeirra Flóru í fal-
legri íbúð í Hlíðunum. Erna sækir innblástur meðal
annars úr bíómyndum, tímaritum og pinterest og seg-
ist einnig fylgjast vel með því sem gerist í blogg-
heimum. „Ég er alveg sjúk í að skoða önnur heimili
eins og hver annar. Maður er alltaf undir áhrifum
þegar maður er að skapa sér stíl.“
Mikilvægast við innréttingu heimilisins segir Erna
að upp á síðkastið sé það að heimilið sé barnvænt,
enda sé lítill tætari á heimilinu. „Heimilið er þó að
komast aftur í fyrra horf og þá vil ég helst hafa það
hlýlegt og notalegt. Það eru kósýhorn á nokkrum
stöðum þar sem auðvelt er að teygja sig eftir bók eða
tímariti,“ segir Erna og bætir við að lýsingin sé einn-
ig mikilvæg og gott að geta stjórnað henni með lömp-
um og stillingum. Spurð hvar hún kaupi helst inn á
heimilið segir Erna flesta litlu muni heimilisins hafa
bæst í safnið þegar hún bjó erlendis en hún sé lunkin
við að finna eða eignast hluti svona allt í einu og hef-
ur lítið þurft að kaupa inn fyrir heimilið. „Öll fínu eld-
húsáhöldin komu þó með manninum mínum, hann hef-
ur áhuga á slíku. Ég átti varla hnífapör fyrir hans
tíð.“
Erna segist eyða mestum tíma í stóra sófanum í
stofunni. „Einhvern veginn finnst mér best að sitja
þar, oftast með tölvu í kjöltunni. Svo er ég með dans-
gólf, þar dönsum við dóttir mín mikið og snúum okk-
ur í hringi. Það er mjög mikilvægt að vera með gott
pláss fyrir dansgólf. Leiðinlegasti staðurinn er eldhús-
ið, ég er ekkert voðalega hrifin af því, eyði sem
minnstum tíma þar, ætli mér þyki ekki þægilegast að
sitja á mýkri sætum.“
Falleg kertalukt og bækur á tekkborði í stofunni.
Erna eltist ekki við tískustrauma heldur vill hún skapa sinn eigin stíl.
Hlýlegt heimili í Hlíðunum
ERNA HREINSDÓTTIR, RITSTJÓRI NÝS LÍFS, BÝR Í ÁKAFLEGA SKEMMTILEGRI ÍBÚÐ Í
HLÍÐUNUM Í REYKJAVÍK, SEM EINKENNIST AF HLÝLEIKA OG SÖFNUNARÁTTU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
MIKILVÆGT AÐ VERA MEÐ GOTT PLÁSS FYRIR DANSGÓLF
Plötuspilara og plötusafni skemmtilega stillt upp ásamt málverki eftir
bróður Ernu, Kjartan Hreinsson.
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
REYK JAV ÍK | AKUREYR I
KOMDUOG
NÝTTU
TÆKIFÆRIÐ!
OPIÐ ALLA
HELGINA
REYKJAVÍK
Draumahöllin
ENN STÆRRI OG ÆVINTÝRALEGRI
FULL BÚÐ AF NÝRRI
OG SPENNANDI SMÁVÖRU
Minnum á sófa- og jóla-
bæklinga Húsgagnahallarinnar
DraumahöllinENN STÆRRI OG ÆVINTÝRALEGRI
– fyrir lifandi heimili –
TAXFREE
REYK JAV ÍK | AKUREYR I
*TAXFREE TILBOÐIÐ GILD
IR BARA Á SÓFUM OG JAF
NGILDIR 20,32% AFSLÆTT
I.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður
virðisaukaskatt af söluverði. A
fslátturinn er alfarið á kostna
ð Húsgagnahallarinnar.
Stærð: 231 x 140 H 81 cm. H
ægri eða vinsti
tunga. Ljós- eða dökkgrátt sli
tsterkt áklæði.
Höfuðpúði ekki innifalin í verð
i
FULLTVERÐ: 139.990
CLEVELAND TUNGUSÓFI
TAXFREE
VERÐ
AÐE
INS KRÓNUR
111.545
ALLIR SÓFAR Á TAXFREE TILB
OÐI*