Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 35
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Skoska þjóðin er í sárum eftir að japanskur ein- möltungur var á dögunum valinn besta viskí í heimi. Viskígúrúinn Jim Murray gefur Yamazaki einmöltungnum Sherry Cask 2013 97,5 af 100 mögulegum í Viskíbiblíunni fyrir árið 2015 og fylgir einkunnagjöfinni eftir með orðunum: „Nær ótrúleg snilld.“ Til að bíta höfuðið af skömminni kemst ekkert skoskt viskí á topp fimm að þessu sinni en annað eins hefur ekki gerst í tólf ára sögu Viskíbiblíunn- ar. Japanskt viskí hefur heldur ekki í annan tíma orðið hlutskarpast. Valið var úr hvorki fleiri né færri en 4.500 teg- undum að þessu sinni og Murray, sem fer fyrir dómnefndinni, segir niðurstöðuna þarfa áminn- ingu fyrir Skota og eimingarhús þeirra en enginn einmöltungur þaðan komist nálægt sigurveg- aranum þetta árið. Viskíunnendur gætu þurft að hafa hröð hand- tök en einungis átján þúsund flöskur af sig- urviskíinu voru framleiddar. Þurfa að finna í sér auðmýktina Sjálfur bragðaði Murray hér um bil eitt þúsund tegundir og segir meðalmennsku hafa einkennt skoska framlagið. Skorar hann á viskíframleið- endur þar um slóðir að finna í sér auðmýktina og átta sig á því að einhverju er ábótavant hjá þeim. Hafi skömm Skota ekki verið næg fyrir áttu erkiféndur þeirra, Englendingar, viskí ársins í Evr- ópu, Chapter 14 Not Peated frá English Whisky Company. Viskí beint „af kúnni“, ef svo má að orði komast. Hvað ætli hafi farið úrskeiðis hjá Skotunum? AFP Japanskt viskí hlutskarpast Því hefur verið spáð að innan fárra ára standi súkkulaðiframleiðsla í heiminum ekki undir eftirspurn sælkeranna. Súkkulaðigerðarkonan Chantal Coady hjá súkkulaðiframleiðand- anum Rococo kann ráð við þessu. „Minna er meira,“ segir hún. „Fáið ykkur einn gómsætan mola í stað þess að fylla kviðinn af einhverju rusli. Framleiðslan á eftir að minnka. Njótið þess að borða súkkulaðið og gefið ykkur lengri tíma.“ Bara að þetta væri svona einfalt! Þú ert það sem þú borðar. Það á greinilega við um King Kong líka. AFP Minna er meira Steikin er komin á borðið fyrir framan þig. En á hverju byrjar þú? Ræðstu beint á kjötið? Eða með- lætið? Eða blandarðu öllu á disk- inum saman? „Ég byrja alltaf á kartöflunum,“ segir breski stjörnukokkurinn Mar- cus Wareing við dagblaðið The Guardian, sem leitaði til hans með þetta alræmda vandamál. „Síðan sný ég mér að öðru meðlæti og loks kjötinu,“ bætir Wareing við en viðurkennir að þessi siður gæti haft með það að gera að hann er sonur kartöflu- og grænmetiskaupmanns. En herra Wareing, hvað ef engar kartöflur eru á diskinum? Morgunblaðið/Golli Byrjar á kartöflunum Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan Jólahangikjöt Henta fyrir minni sem stærri hópa. Norðlenskt hangikjöt ásamt eftirrétt. Jólahangikjöt: Norðlenskt jólahangikjöt hentar vel í hádegi. Heitt og kalt Hangikjöt uppsett á föt með grænum baunum gulrótum, soðnum kartöflum, jafningi, heimalöguðu rauðkáli, laufabrauði, smjöri, flatkökum og baunasalati. Eftiréttir: Desert diskur tveir réttir. Frönsk Súkkulaðitertu- sneið með jarðaberjum, Ris - Allemande á kirsuberjahlaupi. Jólahlaðborð 1 Er tilvalið fyrir smærri sem stærri hópa. Fiskréttir: Graflax á salati með dillsósu og brauði. Tvær tegundir af síldarréttum (Jólasíld og karrýsíld) með eplum, rúgbrauði og smjöri. Kjötréttir: Kalt norðlenskt hangikjöt með grænmeti, kartöflum, jafningi, heimalöguðu rauðkáli og laufabrauði. Heitt: Hunangsgljáðar kalkúnabringur með ávöxtum og smjöri. Purusteik (grísarifjasteik) og steiktum lambavöðvum, með steiktum kartöflum, heimalöguðu rauðkáli, brauð- fyllingu, eplarauðrófusalati, rótargrænmeti hússins og rjómasósu. Eftirréttir: Desert diskur tveir réttir. Frönsk Súkkulaðitertu- sneið með jarðaberjum, Ris - Allemande á kirsuberjahlaupi. Jólahlaðborð 2 Er tilvalið fyrir smærri sem stærri hópa. Fiskréttir: Graflax á salati með dillsósu og brauði. Humarsalat með sjávarfangi. tvær tegundir af síldarréttum (Jólasíld, karrýsíld) með eplum, rúgbrauði og smjöri. Kjötréttir: Kalt norðlenskt hangikjöt með grænmeti, kartöflum, jafningi, heimalöguðu rauðkáli og laufabrauði. Jólapaté með púrtvínshlaupi og rifsberjasósu. Heitt: Hunangs- og appelsínugljáðar kalkúnabringur. Purusteik (grísarifjasteik). Meðlæti: Steiktar kartöflur, brauðfylling með heimalöguðu rauðkáli, rótargrænmeti hússins, Jólasalat og rjómasósa. Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. www.veislulist.is Þú getur lesið allt um jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. ..tímanlega! Panta ðu Verð frá kr. 5.544,- 5.800.- Verð frá fyrir stærri hópa*Jólahlaðborð 1 5.100.- Verð frá fyrir stærri hópa*Jólahlaðborð 2 3.650.- Verð fr á Jólahan gikjöt & Ris a la mande

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.