Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 Græjur og tækni Vinsældir snjall-armbanda munu dvína á næstunni, segja markaðsfræðingar, og neytendur munu frekar beina sjónum að fjölhæfari snjallúrum og annars konar snjallklæðnaði. Ralph Lauren frumsýndi til að mynda nýjan „snjallbol“ á síðasta opna bandaríska mótinu í tennis. Bolurinn getur mælt hjartslátt og svitamyndun og tengst við snjallsíma í gegnum Bluetooth. Snjallklæðnaður taki við keflinu E itt af því sem prýðir veggi höf- uðstöðva Google í Kaliforníu er fjöldi mynda af tölvunarfræðingnum Chade-Meng Tan, sem jafnan er kallaður Meng, með þekktum einstaklingum. Hann hóf að safna myndum af sér með stjörnum þegar Al Gore, fyrrverandi varafor- seti, og Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heimsóttu Google. Síðan þá hefur hann látið mynda sig með nokkrum Bandaríkjaforsetum og þekktum Hollywood- stjörnum. Myndirnar af Meng með fræga fólkinu hafa farið víða um netheima og sagt er að margar stórstjörnum biðji beinlínis um að fá mynd af sér með honum, „hressa gaurnum“ hjá Google. Segja má að hann sé sannkallaður boðberi hamingju innan fyr- irtækisins því síðustu ár hefur hann haft það eina starf að halda námskeið fyrir starfsfólk til að leiðbeina því um hvernig best sé að finna hamingjuna. Hvorki meira né minna. Meng er sjálfur á því að með aukinni ham- ingju sé hægt að stuðla að heimsfriði. Starfsmaður númer 107 Meng hóf störf hjá Google árið 2000 og er starfsmaður fyrirtækisins númer 107 og starfaði fyrstu átta árin við sjálfa leitarvélina og útfærslu hennar fyrir farsíma. Nú eru starfsmenn Google orðnir um 50 þúsund talsins, þann- ig að fyrirtækið hefur held- ur betur vaxið frá því Meng hóf þar störf. Jafnvel mætti tala um heimsyfirráð fyr- irtækisins – í netheimum að minnsta kosti. Meng hefur þó meiri áhuga á heimsfriði en heimsyfirráðum. Innri friður fólks sé ávísun á heimsfrið, og hann vill byrja á tæknigeiranum, nánar til- tekið starfsfólki Google. Hægt að kenna hamingju með vísindalegri nálgun Meng þróaði námskeið fyrir starfsfólk tækni- risans þar sem hann beinlínis leiðbeinir fólki skref fyrir skref í átt að aukinni hamingju. Uppúr námskeiðunum varð til bókin Search Inside Yourself sem kom út í Bandaríkjunum árið 2012 og hefur nú komið út í íslenskri þýðingu undir heitinu Núvitund – leitaðu inn á við. Í bókinni lýsir Meng því hvernig hann fetaði sig áfram með vísindalegum aðferðum og komst að þeirri niðurstöðu að hamingja einstaklingsins skipti mestu máli fyrir vinnu- framlag hans og árangur í starfi. Meng er afar upptekinn af þeirri stað- reynd að hann sjálfur er tölvunarfræðingur og vanur að hugsa hlutina eftir ákveðnum kerfum og vill hafa vísindalegan grunn undir flest það sem hann setur fram. Þess vegna fannst honum nauðsynlegt þegar hann fór að starfa við það að efla starfsfólk Google og stuðla að auknum árangri þess í störfum sín- um að allt það sem hann legði til væri stutt vísindalegum rökum. Eitt af því sem hafði mikil áhrif á þennan óvenjulega starfskraft tæknirisans var met- sölubók Daniels Goleman; Tilfinningagreind. Meng telur að tilfinningagreind sé mik- ilvæg, ekki síst fyrir fólk í tæknigeiranum. Tilfinningagreind geti hjálpað til við að verða framúrskarandi í starfi. Daniel Go- leman, höfundur bókarinnar Tilfinn- ingagreind og góður vinur Mengs, lýsir Meng þannig í formála bókarinnar að hann sé þeim eiginleikum gæddur að geta látið öllum líða vel í kringum sig. Það er einmitt eitt af því sem Meng vill leitast við að kenna öðrum gegnum námskeiðin og bóka- útgáfu. Meng er sannfærður um að mikilvægasti þáttur tilfinningagreindar sé hæfileikinn til að skapa skilyrði fyrir hamingju. Þann hæfi- leika sé hægt að öðlast með þjálfun. Þjálfunin í hamingjuhæfileikanum byggist svo aftur á djúpri innsýn í eigin huga og til- finningar sem hægt sé að ná fram með því að læra um núvitund og stunda hugleiðslu. Innri friður er því nokkurs konar und- anfari heimsfriðar, og allt þetta má fá með því að horfa upp frá tölvuskjánum um stund, hætta að gúggla og leita inn á við. Á NAFNSPJALDINU HANS HJÁ GO- OGLE STENDUR „JOLLY GOOD FEL- LOW“ Í STAÐ STARFSHEITIS. CHADE-MENG TAN ER ENGIN VENJULEGUR TÖLVUNARFRÆÐ- INGUR. HANN STARFAÐI Í MÖRG ÁR VIÐ HÖNNUN LEITARVÉLAR EN KENNIR NÚ FÓLKI AÐ LEITA INN Á VIÐ OG FINNA HAMINGJUNA. ÞANNIG TELUR HANN AÐ ALLIR – LÍKA TÖLVUNÖRDAR EINS OG HANN – GETI NÁÐ MEIRI ÁRANGRI. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Hressi gaurinn hjá Google * Bók Mengs er beintengdásýnd Google, en heiti hennar er í litum fyrirtækisins. Allur hagnaður af bókinni fer til góðgerðarmála og Meng gefur einnig öll laun sín þeim sem þurfa meira á þeim að halda. Sjálfur er hann ekki á flæðiskeri staddur en hann hagnaðist ógurlega á því þegar Google fór á markað, enda starfsmaður númer 107. Hann hefur þrisvar lagt inn beiðni til fyrirtækisins um að laun hans verði lækkuð niður í einn dollara á ári, en því hefur jafnan verið hafnað. Meng með Barack Obama. Eftir að Meng hafði náð myndum af sér með Al Gore og Jimmy Carter í höfuðstöðvum Google fór boltinn að rúlla og nú prýða veggina hundruð mynda af Meng með frægum einstaklinum, t.d. Natalie Portman. STARFSMAÐUR #107 LÆTUR TIL SÍN TAKA Í HEIMI SJÁLFSHJÁLPARBÓKA Til að finna draumaprinsinn á netinu er hætt við að kyssa þurfi marga froska. Nýtt stefnumóta-smáforrit leitast þó við að snúa þessari þróun við. The Grade gefur notendum sín- um einkunn í samræmi við vinsældir þeirra, þ.e. hversu oft fólk smellir á síður þeirra, gæði skilaboða (með til- liti til málfræði og smekklegheita) og hversu virkir þeir eru. Þeir sem fá F í einkunn eru gerðir brottrækir og allir notendur sem fá C eða minna fá í hendur leiðbeiningar um hvernig þeir geta bætt aðferðir sínar og nálgun. Forsvarsmenn The Grade halda því fram að forritið sé hið fyrsta sinnar tegundar sem bannar not- endur sem ekki standa undir vænt- ingum á vígvelli stefnumótamenn- ingarinnar. Þeir segja ennfremur að „nákvæmar markaðsrannsóknir“ bendi til þess að konur sem styðjast við stefnumótaforrit séu „óánægðar með lítið úrval af hágæðapipar- sveinum og hversu algengt sé að þær fái árásargjörn og óviðeigandi skilaboð“. APPIÐ Rotnum eplum fleygt Nýja appinu er ætlað að kenna karl- mönnum mannasiði. „Ný hljómplata sem heldur upprunalegum hljóð- gæðum til eilífðar og hljómgæði sem enginn fram- leiðandi venjulegra plötuspilara hefur látið sig dreyma um að ná.“ Það dró til tíðinda laugardag- inn 5. mars 1983 þegar hin stórmerkilega upp- finning „lazerplötuspilarinn“ – síðar þekkt sem geislaspilari – var kynnt í Evrópu, m.a. í Heim- ilistækjum, Sætúni 8. Tilkoma lazerplötuspilarans var auglýst sem svo mikil bylting, tæknin allt að því yfirnáttúrleg, og að það væri sem um innrás frá öðrum hnetti væri að ræða. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvenær orðinu lazerplötuspilari var skipt út fyrir hið mun svo þjálla orð geislaspilari, en leit á netinu gefur til kynna að aðeins hafi ver- ið stuðst við lazerplötuspilarann um skamma hríð. Geislaspilari var tækninýjung sem fáir veðj- uðu á. Markaðsfræðingar töldu fólk vera orðið langþreytt á tækninýjungum auk þess að gæða- munurinn væri ekki það mikill að líklegustu kaup- endurnir létu freistast. GAMLA GRÆJAN Lazerplötu- spilarinn Lazerplötuspilarinn var auglýst sem „innrás í mars“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.