Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 41
E ftir tiltektir síðustu vikna var ég alveg komin á þann stað í lífinu að nú yrðu fata- breytingar hinn nýi svarti. Ég myndi al- gerlega láta af fatakaupum í bili (vegna plássleysis) og hin nýja ég væri nægjusemin uppmáluð. Já, nú yrði sko sparað! Á meðan á þessari tiltekt stóð sá ég mig fyr- ir mér á Hrafnistu þar sem ég gengi ennþá í gömlu kjólunum mínum og myndi dásama það við vin- konur mínar yfir sérrístaupi hvað það hefði nú alltaf ver- ið gott í henni Furstenberg. En þegar ég var búin að fara yfir allt og setja til hlið- ar það sem ekki var lengur í notkun hófst glundroð- inn á ný … En tilhugsunin var ljúf á meðan hún varði … Eins mikið og mann langar að vera í ljósinu á þess- um árstíma, vera nægjusamur og gleðjast yfir litlu þá eru freistingar á hverju strái. Það eru meira að segja komin eiguleg kerti í lágvöruverslanir sem maður þarf nauðsynlega að eignast á meðan maður raðar mandarínum í gula innkaupakörfu. Og ekki skánar nú ástandið þegar konan kemst í tæri við allan tryll- inginn sem er að finna í okkar annars dásamlegu versl- unarmiðstöðvum. Og þótt maður ætli ekki neitt þá stundum er bíllinn bara kominn á planið fyrir utan Kringluna eða Smáralind og þá neyðist maður nátt- úrlega til að fara einn hring … Ég meina, ekki getur maður snúið við? Á þessum árstíma kemur löngun í glimmer og glans- efni, alveg sama hvort zenið er á sínum rétta stað eða ekki. Og svo er alltaf fallegt að setja á sig vínrautt nagla- lakk og klæða sig í rauðan kjól og kannski háhælaða lakksó og setja í sig áberandi eyrnalokka og kannski armband líka og jafnvel rauðan varalit. Ég er örlítið að átta mig á því núna að líklega hefur þessi árátta alltaf verið til staðar. Áður en maður veit af er maður kominn í heilgalla úr pallíettum og búinn að kaupa sér hatt eða glimmerkórónu … alveg óvart. Í fatatiltektinni ógurlegu fundust að minnsta kosti tveir pallíettujakkar sem keyptir höfðu verið í nóvember-maníu og þar er líka hvítur smókingjakki, sem tvisvar hefur verið farið í, og síðast en ekki síst sam- festingurinn góði úr Madonnu-línunni úr H&M. Ég ákvað að pakka þessum æðislegu föt- um ekki niður í kassa þótt fyrrnefndar flíkur séu aldrei notaðar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þessar flíkur minna mig á að ég get stundum verið aðeins of hrifnæm þegar kemur að fatakaupum. Með því að gefa fötin væri ég að leyfa þessu ástandi að viðhaldast en með því að horfast í augu við vandamálið, á hverjum einasta morgni þegar ég klæði mig, er veik von einhvers staðar í fjarska um að þessu stjórnleysi fari að linna … 23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Jólalínan úr Lindex. Síðkjóll frá Ilse Jacobsen. Nóvember- geðveikin Þessi rauði fallegi kjóll er úr Zöru. martamaria@mbl.is Glimmerbuxur úr Lindex. BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á markaðnum fyrir sjónina. Náttúrulegir plöntukjarnar ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri sjón langt fram eftir aldri. Í BELLAVISTA er hátt hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini. BELLAVISTA er á hagstæðu verði og er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Kynntu þér BELLAVISTA á www.gengurvel.is Á H R I F A R Í K LEIÐ TIL AÐ VIÐHALDA GÓÐR I S J Ó N Fæst í f lestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhi l lum stórmarkaðanna Bragðgóðar jólagjafir. Ekta íslenskt handgert konfekt. Kemur í glæsilegum jafapakkningum. Vertu tímanlega fyrir jólin pantaðu strax í dag. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is | mosfellsbakari@mosfellsbakari.is MOSFELLSBAKARÍ Handverksb akarí fyrir sælkera

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.