Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 48
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014
F
erill Ragnheiðar Gröndal hófst með
hvelli þegar hún var í mennta-
skóla. Fyrstu plötuna sína gaf hún
út aðeins 17 ára gömul og stuttu
síðar var hún sögð af tónlistar-
gagnrýnanda Morgunblaðsins ein efnilegasta
söngkona Íslands og var hún þá jafnframt
búin að stofna sinn eigin djasskvartett.
Það eru eflaust engar ýkjur að hvert Ís-
landsbarn hafi verið farið að þekkja Ragn-
heiði þegar hún var innan við tvítugt, bæði
var það yngri kynslóðin og sú eldri. Þegar
hún var 19 ára beindist kastljósið að henni
af miklum krafti er hún söng lag Magnúsar
Þórs Sigmundssonar, „Ást“, sem verður lík-
lega alla tíð með vinsælustu lögum Íslands-
sögunnar. Ragnheiður segir að það fyrsta
sem borið er á borð fyrir fólk, eða verði vin-
sælt í flutningi tónlistarmanns, loði eilíflega
við ímynd hans, þótt sú ímynd gefi ekki
raunsanna mynd.
Fyrsta sólóplata Ragnheiðar sem og
næsta þar á eftir rokseldust og Ragnheiður
hlær þegar hún segir að kannski hafi fjöld-
inn allur talið að „Ást“ væri á þeim plötum.
Í það minnsta komu einhverjir að henni og
skildu ekkert í því að lagið væri ekki á plöt-
unni sem þeir höfðu verið að kaupa! Þetta
sama ár söng hún inn á fleiri plötur; sum-
arsafnplötur, jólaplötu og barnaplötu.
Undirrituð man eftir að hafa tekið stutt
viðtal við Ragnheiði fyrir meira en 10 árum.
Einhvern veginn gekk blaðamaður þá út frá
því að tónlistarkonan væri eldri í ljósi þess
hve langt hún hafði náð. Blaðamanni þótti
sætt að Ragnheiður byggi enn heima hjá
foreldrum sínum þegar hann heimsótti hana
fyrir viðtalið og hugsaði með sér hvað það
væri gaman þegar fullorðnum börnum semdi
svona vel við foreldra sína að þau gætu búið
í foreldrahúsum frameftir aldri. En auðvitað
bjó Ragnheiður heima, hvar annars staðar
hefði hún átt að búa? Eftir allt var hún enn í
menntaskóla, 19 ára gömul! Hún hafði bara
verið til eitthvað svo lengi í tónlistinni að
það var næstum fjarstæðukennt að hún væri
ekki eldri.
Við Ragnheiður hlæjum að þessu þar sem
við sitjum hér meira en tíu árum síðar,
Ragnheiður þrítug eftir nokkrar vikur og
svo ótrúlega mikið vatn runnið til sjávar en
enn er Ragnheiður þessi stjarna sem hún er
líklega fædd til að vera. Ragnheiður er ekki
mikið montprik og segist brosandi vona það
en hún sé kannski að læra það með árunum
að hún megi taka pláss og bera höfuðið hátt.
Nýja platan hennar, Svefnljóð, er sú að-
gengilegasta að hennar sögn og að vissu
leyti segist hún komin hringinn – eftir
nokkrar þjóðlagaplötur sé hún komin með
plötu sem sé í hinum „gamla stíl“ Vetr-
arljóða og margir eigi eflaust eftir að taka
henni fagnandi.
Hafa þá Íslendingar ekki verið sáttir við
þær plötur sem þú hefur gert með annars
konar tónlist, eins og þjóðlagatónlistinni?
„Ja, svona. Dægurmenningin er mjög
ríkjandi. Einhver sagði að platan sem ég
gerði árið 2006, Þjóðlög, hefði verið faglegt
sjálfsmorð. Sú plata kom út í kjölfar vin-
sælda Vetrarljóða en næstu tvær plötur eftir
hana seldust dálítið af sjálfu sér, út á þær
vinsældir, þótt þær innihéldu samt allt öðru-
vísi tónlist. Á þessum tíma var ég algjörlega
að fylgja minni sannfæringu, var blaut á bak
við eyrun og áttaði mig ekki á hvernig
markaðurinn virkar og að það þyrfti að gera
fólki til hæfis en ekki bara eitthvað sem
manni sjálfum þætti skemmtilegt að gera. Í
dag reyni ég að fara milliveginn með tónlist
sem er bæði frumleg en þó að mínu mati að-
gengileg. En ég er ekki mesti poppari sem
þú finnur svo líklega er ég ekki dómbær á
það hvað fellur í kramið hjá fólki. En mér
finnst mjög skemmtilegt ef ég næ að gera
eitthvað sem fólk nennir að hlusta á.“
Að vísu má segja að Ragnheiður geti vel
ræktað þjóðlagatónlistina, þessa sem sumir
Íslendingar kalla „skrítna“, úti í Evrópu og í
ár hefur verið hún þéttbókuð á tónleika ytra
og var að koma úr tónleikaferð þar sem hún
spilaði og söng í Austurríki, Sviss og Þýska-
landi. Þetta verður líka raunin á næsta ári
en Þjóðverjar virðast ekki aðeins kunna að
meta tónlistina heldur vilja þeir allra helst
heyra hana á íslensku.
„Það er ótrúlega sérstakt hvað þeir eru
opnir fyrir íslenskri þjóðlagatónlist og raun-
ar áheyrendur víðar í Evrópu. Og það
fyndna er að á hverjum einustu tónleikum
eru allavega einn eða tveir sem mæta með
plötuna Þjóðlög og biðja um að fá hana árit-
aða. Samt hefur hún ekk-
ert verið markaðssett
sérstaklega í Þýskalandi
og erbara seld í 12 tón-
um og í bókabúðum hér á
Íslandi. Þjóðverjar hrein-
lega elska að heyra ís-
lenskuna sungna sem og
þessa tónlist og það er
því ekki síður sem ég
horfi út til Evrópu, en ég
er með útgefanda í
Þýskalandi sem hefur
meðal annars gefið út
Astrocat Lullaby og
Svefnljóð fara sömu leið
núna. Þetta er stór og
spennandi markhópur.“
Velgengi getur fyllt mann óöryggi
Var það kostur að slá ungur í gegn?
„Eins og það getur verið frábært þá getur
líka verið gott að það gerist ekki þegar mað-
ur er of ungur því það er kannski ekki orðið
mótað í huga manns hvernig maður vill vera.
Ég segi við nemendur mína og tónlist-
arkonur sem eru nokkru yngri en ég að það
sé þess virði að hugsa þetta vel og vanda
markaðssetningu á sjálfum sér og efninu
sínu. Ég er fjölhæf, get sungið alls kyns tón-
list og það hefur fleytt mér áfram, og ég var
líka heppin að fá góð tækifæri. Ég held ég
hafi í raun haft ótrúlegt sjálfstraust þegar
ég byrjaði en oft getur velgengni gert mann
óöruggan þegar það ætti
að vera öfugt.“
Það minnir um margt
á lífsreynslu leikkon-
unnar Emmu Watson
hvernig Ragnheiður var
sögð erfið þegar hún
hafði sterkar skoðanir og
vissi enda vel hvað hún
var að gera.
„Ég man vel eftir að
hafa verið sögð erfið
þegar ég held að ég hafi
einfaldlega haft kjark til
að koma eigin skoðunum
á framfæri um hvernig
ég vildi útsetja tónlist og
slíkt. Það var pínu skell-
ur og ég sá að ég þyrfti að tóna aðeins niður
hreinskilnina og vinna í því að vera ekki allt-
of mikil „kontrolfrík“. Í dag finnst mér ég
hafa fundið jafnvægi - ég á auðveldara með
að vinna með öðrum og tek mark á fólki í
kringum mig.“
Ragnheiður segir að einnig að af því hve
vel gekk hafi verið auðvelt að halda að allt
yrði að gulli og hún hafi orðið hissa þegar
það féll ekki allt í kramið eftir beina braut
fyrstu árin. „Það voru pínu viðbrigði þegar
ég hætti allt í einu að vera „réttur dagsins“.
Ég þurfti að taka á honum stóra mínum og
sætta mig við þá köldu staðreynd að kannski
myndi ég aldrei ná sömu vinsældum á Ís-
landi og þegar „Ást“ sat í fyrsta sæti á ton-
list.is samfleytt í 4 ár! Það var einhvern veg-
inn svo sjálfgefið og eðlilegt en svo allt í
einu breyttist það og ég var að spila fyrir 8
manns á Café Haití. Það var bæði hollt og
gott. Ég held því fram að langflestir lista-
menn séu í grunninn athyglis- og viðurkenn-
ingarfíklar sem þurfa að læra að temja sér
að vera sama um viðbrögð umhverfisins.“
Við ræðum tónlistargeirann áfram sem
Ragnheiður hefur upplifað á alla kanta og
hvernig hann snýr að konum. „Meðal þess
sem er athyglisvert er ákveðin mantra í um-
fjöllun um tónlistarkonur. Það er ekki óal-
gengt að í gagnrýni sé sagt að „nú sé þetta
alveg að koma“, tónlistarkonan eigi nú „eftir
að mótast“ og að loksins sé tónlistarkonan
„fullþroska“. Þetta er sérkennilegt, það er í
sumum tilfellum eins og að við þurfum að
standast ákveðin próf til þess að tekið sé
fullt mark á því sem við höfum fram að
færa. Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona gerði
úttekt á þessu öllu í rannsókn árið 2013 þar
sem hún fór yfir stöðuna í íslenska brans-
anum og það var ákveðin vitundarvakning
fyrir mig.
Ég hef líka oft velt því fyrir mér hvers
vegna mér takist ekki að búa til megahittara
eins og „Ást“ og komst að þeirri niðurstöðu
að lögin á mörgum plötunum mínum væru
bara of sérviskuleg og óútvarpsvæn. En
samt er það ekki svo. Þetta er flókið mál og
erfitt að segja hvort kemur á undan - hænan
Veit að ég
má taka pláss
RAGNHEIÐI GRÖNDAL SKAUT HRATT UPP Á STJÖRNUHIMININN
EN HÚN HEFUR SÉÐ ALLAR HLIÐAR TÓNLISTARGEIRANS; BÆÐI
ÞAÐ GÓÐA OG ÞAÐ SEM REYNIR Á. HÚN VAR SÖGÐ ERFIÐ ÞEGAR
HÚN HAFÐI KJARK TIL AÐ KOMA SKOÐUNUM SÍNUM Á FRAMFÆRI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
* Ég þurfti að takaá honum stóramínum og sætta mig
við þá köldu staðreynd
að kannski myndi ég
aldrei ná sömu vin-
sældum á Íslandi og
þegar Ást sat í fyrsta
sæti á tonlist.is
samfleytt í 4 ár