Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 til að mynda lunda. Í kjölfarið kom út bókin „Nights of the Pufflings“ eða „Pysjunætur“ í íslenskri þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar. „Ég kynntist góðum vinum í Vestmanna- eyjum og heillaðist algjörlega af landi og þjóð. Bókin um lundapysj- urnar breytti lífi mínu. Hún kom mér í kynni við Ísland og Íslendinga og eftir hana hef ég komið yfir 40 sinnum til Íslands og unnið sjö bækur á Íslandi. Ég hef verið á landinu alla mánuði ársins nema í febrúar. Ég er búinn að kynnast ís- lenska vetrinum, vorinu, sumrinu og haustinu, svo ekki sé nú minnst á alla flugeldana um áramót,“ segir hann og bætir við léttur í bragði: „Ég hef meira að segja kvænst á Íslandi en skilið í Bandaríkjunum. Ég verð að hafa þetta einhvern veg- inn öðruvísi næst!“ Hlær allan tímann á Íslandi Talið berst að því hvað það sé við Ísland sem heillar hann svona mik- ið. Tekst blaðamanni að koma þessu að án þess að spyrja hinnar sígildu spurningar „How do you like Ice- land?“ Bruce er fljótur til svars: „Landið er sérlega áhugavert. Víðernið er mikið og umhverfið fal- legt. Myndefni fyrir ljósmyndara eru óendanleg. Menningin er heillandi og ég er svo lánsamur að hafa eignast marga góða vini í flest- um landshlutum. Félagslífið er miklu skemmtilegra og líflegra þeg- ar ég er á Íslandi en hérna heima í Bandaríkjunum. Á Íslandi hlæ ég mikið allan tímann.“ Hann hefur ferðast um allt Ísland og á skemmtilegar minningar úr þessum ferðalögum. Eina sögu nefnir hann af heimsókn til Dalvík- ur þegar Fiskidagurinn mikli stóð yfir. Var hann kominn í röð eftir fiskisúpu þegar ferðafélagar hans hvísluðu að fyrir aftan hann stæði frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands. Bruce sneri sér við og kynnti sig: „Sæl, ég er Bruce af Maine.“ Og Vigdís svaraði um hæl: „Sæll, ég er Vigdís af Íslandi.“ Íslendingar seigir Íslandsvinurinn Bruce fylgist að sjálfsögðu vel með fréttum frá eyj- unni í norðri þegar hann er heima hjá sér. Hann sá hvernig þjóðin hagaði sér fyrir hrun og hefur fylgst með því hvernig Íslendingum hefur reitt af eftir hrun. „Ég hef engar áhyggjur af Ís- lendingum, þeir eru seigir og vinnu- samir. Ef einhverjir geta lifað af hremmingar eins og efnahagshrun eða náttúruhamfarir þá eruð það þið. Þetta hef ég sagt við vini mína í Bandaríkjunum og þegar mér liggur mikið á hjarta þá er ég stundum farinn að segja „við Íslendingar“. Það liggur í eðli ykkar að takast á við mótbyr og þið farið langt á Á ferð sinni til Boston á dögunum heimsótti blaðamaður Morgun- blaðsins Bruce McMillan, eða Brúsa eins og vinir hans á Íslandi kalla hann gjarnan. Bruce býr í útjaðri bæjarins Shapleigh í Maine, í nærri tveggja tíma akstursfjarlægð frá ys og þys stórborgarinnar. Hann tekur fagnandi á móti blaðamanni en strax fyrir framan bílskúrinn sést að þarna býr sannur Íslandsvinur – og með húmorinn í lagi. Á skilti á skúrnum stendur stórum stöfum: Parking for Icelanders only, all oth- ers will be towed! Eða: Bílastæði eingöngu fyrir Íslendinga, allir aðrir verða dregnir burt! Með góðri samvisku gat blaða- maður því lagt bílnum þó að hann væri ekki á íslenskum númerum. Og þegar hurðin opnast á bílskúrnum tekur hinn íslenski gestur strax eft- ir númerinu á bílnum hans Brúsa. Á því stendur auðvitað: ICELAND. Við göngum inn í húsið sem hann byggði sjálfur á sínum tíma og fljót- lega sjást fleiri ummerki sem minna á Ísland. Lopapeysan gamla góða er ekki langt undan og ljósmyndir og dagatöl frá Íslandi á veggjunum. En lítið er um laust pláss því Bruce hefur eiginlega nýtt hvern einasta stað til að hengja upp málverk og ljósmyndir af öllum stærðum og gerðum. Í ljós kemur að málverkin eru meira og minna öll eftir íslenska listmálara. „Ég kem heim með íslenska myndlist eftir hverja ferð,“ segir hann en á rúmum 20 árum eru ferð- irnar orðnar æði margar. Hann hef- ur einnig farið heim með íslenska tónlist en geisladiskarnir standa í röðum í stofunni. Í tækinu hljómar Retro Stefson. „Annars hefur mér ekki enn gefist tími til að hlusta á þá alla,“ segir hann afsakandi. Lundapysjur breyttu öllu Bruce var kominn vel á fimmtugs- aldurinn þegar hann kom fyrst til Íslands sumarið 1993. Hann hafði þá gefið út fjölda barnabóka í Bandaríkjunum og ferðast víða til að taka myndir af ólíkum fuglateg- undum. Hvernig Íslandsferðin kom til á sér skemmtilegan aðdraganda. „Ég var staddur á suðurskautinu, á botni jarðarkringlunnar, við að mynda mörgæsir þegar ég hitti fuglafræðing og nefndi það við hann að það væri nú líka gaman að gera bók um lunda, en það væri svo erf- itt að nálgast þá. „Það er nú ekki vandamál,“ sagði hann við mig, „farðu til Íslands, þar borða þeir meira að segja lunda.“ Ég komst í samband við Einar Gústafsson hjá Ferðamálaráði Íslands í New York og hann hjálpaði mér að skipuleggja ferð til Vestmannaeyja,“ segir Bruce og þangað fór hann gagngert þrjóskunni og bjartsýninni. Þið eruð óhræddir við að gera mistök.“ Minnisvarði verði reistur Bruce er fæddur í Boston 1947 en ólst upp í bæjunum Bangor og Kennebunk í Maine. Hann var að- eins fimm ára þegar faðir hans gaf honum myndavél og fljótlega náði hann góðum tökum á ljósmyndun. „Ég ólst upp við mikið víðerni í Maine en núna er byggðin orðin mun þéttari. Þegar ég er á Íslandi upplifi ég einmitt þetta víðerni og fallegt landslagið. Náttúran er sem betur fer enn víða ósnortin. Ég sakna Íslands og þegar ég er á Ís- landi þá sakna ég Maine. En það sem ég sakna mest þegar ég er hérna heima eru löngu sumarnæt- urnar á Íslandi. Eitt sumarið komst ég ekki til Íslands og var alveg ómögulegur. Það var einfaldlega af því að ég sá ekki til sólar allan sólarhringinn.“ Ást Brúsa á Íslandi hefur ekki náð svo langt að hann ætli að setj- ast hér að til æviloka. „Rætur mínar eru hérna í Maine og eitt af því sem kemur í veg fyrir að ég flytji til Íslands er að ég tala ekki íslensku og á afskaplega erfitt með að læra tungumálið. Einu skiptin sem ég kemst í veruleg vandræði eru þegar ég reyni að tala íslensku,“ segir hann og hlær. Bruce á sér þó þann draum að á Íslandi verði einhvers staðar reistur minnisvarði eða listaverk að honum látnum. „Ég er ekki búinn að hugsa þetta mjög langt og veit ekki hvar svona steinn ætti að vera, helst ein- hvers staðar í alfaraleið þar sem fólk gæti séð steininn og hlegið með mér í anda þegar það sæi áletrun undir nafni mínu og ártölum: „Bruce, you must learn Icelandic!“ Þetta er einmitt lýsandi setning um það sem vinir mínir á Íslandi eru stöðugt að segja við mig.“ Bruce brosir og segist heldur ekkert hafa á móti því að fá íslensk- an ríkisborgararétt með sama hætti og Bobby Fischer. „Þetta ferli gekk fljótt í gegn hjá honum og hann þurfti ekki einu sinni að fara á ís- lenskunámskeið. Það myndi henta mér mjög vel þar sem á svo erfitt með að læra íslenskuna,“ segir hann og hlær. Málverkin fari á safn Sem fyrr segir hefur Bruce unnið sjö bækur hér á landi, eða fleiri en nokkur barnabókahöfundur í Banda- ríkjunum. Þar af eru þrjár í sam- vinnu við myndlistarkonuna Gunn- ellu Ólafsdóttur í Garðabæ. Gunnella hefur myndskreytt og Bruce skrifað texta og ljóð. Þau vinna nú saman að nýrri bók en einnig er hann að gera póstkortabók um æðarfuglinn á Breiðafjarð- areyjum í samvinnu við fyrirtækið Heyrði af Íslandi á suðurskautinu MARGIR HAFA VERIÐ KALLAÐIR ÍSLANDSVINIR, SUMIR FYRIR ÞAÐ EITT AÐ HAFA MILLILENT Á ÍSLANDI. EFTIR AÐ HAFA KOMIÐ HINGAÐ YFIR 40 SINNUM Á RÚMUM 20 ÁRUM STENDUR BANDARÍSKI RITHÖFUNDURINN OG LJÓSMYNDARINN BRUCE MCMILLAN SVO SANNARLEGA UNDIR ÞVÍ AÐ KALLAST ÍSLANDSVINUR. EÐA EINS OG HANN SEGIR GJARNAN SJÁLFUR: ÉG ELSKA ÍSLAND! Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Bruce safnar myndefni í póstkortin í Hvítufjöllum í Bandaríkjunum. Íslensk myndlist er fyrirferðarmikil á veggjum heimilis Bruce í Maine. * Þegar mér ligg-ur mikið áhjarta segi ég stund- um „við Íslendingar“. Bruce með tvær af þremur bóka þeirra Gunnellu fyrir framan „Gunnellu- vegginn“ á heimilinu. Íslenski fáninn er að sjálfsögðu ekki langt undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.