Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 51
King Eider í Stykkishólmi. Bókin
nefnist „Eiders, from the other side
of Iceland“ og kemur út næsta
sumar. Verður bókin m.a. seld í
Æðarsetri Íslands í Stykkishólmi.
Bruce komst í kynni við Gunnellu
þegar hann keypti af henni málverk
og þannig hefur hann kynnst fjölda
íslenskra listamanna. Sjálfur segist
hann eiga yfir 50 íslensk málverk,
bæði eftir þekkta og óþekkta lista-
menn, en þegar gengið er um húsið
sést að þau eru enn fleiri. Hann
segist þá ekki telja allra minnstu
myndirnar eða ljósmyndirnar held-
ur miðar við málverk sem myndu
sóma sér á hvaða safni sem er.
Draumur hans er að geta komið
myndunum á safn í Bandaríkjunum
að honum gengnum. Uppáhaldsverk
hans er nefnilega Draumalandið,
eftir Gunnellu, og það stærsta í
safninu.
Sjálfur hefur Bruce snúið sér að
myndlist samfara ljósmyndun og
ljóðagerð. Á hverjum degi málar
hann með vatnslitum og sendir
póstkort í tölvupósti til vina og
vandamanna víða um heim. Á þeim
lista er m.a. nánasta fjölskylda
hans; sonur, tengdadóttir og tveir
afadrengir, sem búa í Sviss. Vatns-
litunum kynntist Bruce einmitt í
gegnum eldra barnabarnið, þegar
þeir settust niður og fóru að lita
með vatnslitum. Síðan þá hefur
hann verið að þróa sig áfram í
myndlistinni og m.a. sótt námskeið
og vinnustofur í Bandaríkjunum.
„Ljósmyndun, skriftir og mynd-
list. Fyrir mig er þetta allt sama
ferðalagið. Þú ert að reyna að tjá
tilfinningar og túlka umhverfið með
þínum hætti. Þetta er það sem ég
elska að gera. Ef ég get veitt ein-
hverjum innblástur þá er það frá-
bært,“ segir Bruce sem einnig setur
vatnslitamyndir sínar inn á blogg-
síðuna theartofbruce.blogspot.com.
Þá er hann með ýmsan fróðleik inni
á vefsíðunni brucemcmillan.com.
Bruce hefur farið víða í skóla og
söfn í Bandaríkjunum og flutt þar
fyrirlestra um eigin verk og ann-
arra. Þar ber Ísland oft á góma og
hann er því duglegur að kynna land
og þjóð. „Ég á Einari Gústafssyni í
New York og Icelandair mikið að
þakka fyrir að hafa haft tækifæri til
að koma til Íslands og vinna þar.
Að öðrum kosti hefðu þessar bækur
ekki orðið til á Íslandi.“
Eldaði íslenskan fisk
Bruce er gestrisinn og að viðtalinu
loknu býður hann blaðamanni í mat.
Gestgjafinn kann vel við sig í eld-
húsinu og í ljós kemur að hann er
listakokkur. Á boðstólum er íslensk-
ur fiskur. En ekki hvað? Fersk
þorskflök sem höfðu komið í flugi
beint frá Íslandi til Boston um
morguninn og voru komin í fiskbúð
í Maine síðar um daginn. Ást Bruce
McMillan á Íslandi er ósvikin og við
kveðjum þennan lífsglaða listamann
með þeim fáu orðum sem hann skil-
ur á íslensku:
„Takk fyrir, frábært, bless og
sjáumst.“
Þúfa Ólafar Nordal og Esja í bakgrunni.
Ein fjölmargra ljósmynda sem Bruce
McMillan hefur tekið á ferðum sínum um
Ísland, þessi var tekin snemma í sumar.
Ljósmynd/Bruce McMillan
Sannur Íslandsvinur, með
einkabílnúmerið Iceland
og gestir fá ákveðin skila-
boð í innkeyrslunni.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Bruce McMillan hefur sent frá
sér 45 barnabækur með eigin
ljósmyndum en einnig mynd-
skreytingum eftir aðra, eins og
Gunnellu Ólafsdóttur. Frá þeim
hafa komið bækurnar The Pro-
blem with Chickens, sem náði
töluverðri útbreiðslu í Banda-
ríkjunum, How the Ladies
Stopped the Wind og Winter
Games. Aðrar bækur frá Íslandi
eru m.a. Going Fishing og My
Horse of the North.
Nights of the Pufflings er lík-
lega ein vinsælasta bókin sem
Bruce hefur gert og þar á eftir
kemur Puffins Climb, Penguins
Rhyme, sem er myndabók með
stuttum ljóðum um lunda á Ís-
landi og mörgæsir á suðurskaut-
inu. Bókin Eating Fractions fór
víða í skóla í Bandaríkjunum til
kennslu í stærðfræði.
Bruce hefur fengið fjölda við-
urkenninga í Bandaríkjunum fyrir
bækur sínar. Árið 2007 fékk
hann t.d. heiðursverðlaun Ka-
tahdin-verðlaunanna fyrir ævi-
starf sitt og framlag til barna-
bókmennta í Maine-ríki.
Á bókasafninu í Shapleigh er
Bruce gert hátt undir höfði og
starfsmenn hafa heiðrað hann
með sérstöku horni í safninu.
Eru heimamenn greinilega stoltir
af sínum manni.
45 BARNABÆKUR HAFA KOMIÐ ÚT
Bruce McMillan er með eigið horn á bókasafninu í Shapleigh í Maine.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Heiðraður á safninu
Nights of the Pufflings, Pysjunætur,
er ein vinsælasta bókin frá Bruce.