Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Page 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.11. 2014 H efurðu veitt því at- hygli hvað fólk breytist þegar það tekur sæti á Al- þingi? Við það eitt að koma inn í Alþingishúsið. Það er eins og allir setji upp grímu og byrji að tala öðruvísi en þeir gerðu áður en þeir komu þangað inn. Fólk er stífara, þvingaðra og ekki það sjálft. Það þarf enginn að segja mér að þingmenn hegði sér svona utan þingsalarins.“ Þetta segir Vagna Sólveig Vagns- dóttir, alþýðulistakona á Þingeyri, en hún hefur þungar áhyggjur af ástandinu á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Vagna Sólveig er ekki í vafa um hvað veldur þessu, það sé einfaldlega ekki góður andi í Alþing- ishúsinu við Austurvöll. Margir útvarpshlustendur kann- ast við Vögnu Sólveigu en hún hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja helgi í meira en tvo áratugi og það var fyrst og fremst baráttu hennar að þakka að þátturinn var reistur upp frá dauðum síðastliðið sumar. „Ég veit ekki hvað veldur því en Alþingishúsið er sýkt. Þar er eitt- hvað á reiki. Það sést best á því að menn geta ekki breytt sínum hugs- unarhætti inni í þessu húsi,“ heldur hún áfram. „Það er rólegt hjá mér á daginn hérna fyrir vestan, ég hef lítið ann- að fyrir stafni en að prjóna og þá er ágætt að horfa á útsendingar frá Al- þingi. Ég næ reyndar ekki Alþing- isrásinni en get horft á þingfundi þangað til auglýst dagskrá hefst í Ríkissjónvarpinu. Og ég sé að eitt- hvað amar að. Ég þarf eiginlega að fara að drífa mig suður á þingpalla, ég hef aldrei komið í Alþingishúsið. Ég myndi skynja þetta undir eins. Ég finn um leið og ég kem í hús hvort andinn þar er góður eða ill- ur.“ Vögnu Sólveigu þykir réttast að rýma húsið og flytja þingið annað. „Auðvitað er þetta fallegt hús með mikla sögu en alþingismenn verða að fá vinnufrið og það fá þeir ekki þarna. Það hlýtur að mega finna annað hús, eða reisa nýtt. Það myndi margborga sig, stærstu ákvarðanir sem varða þjóðina eru nú einu sinni teknar á Alþingi og þingheimur verður að geta hugsað skýrt. Það er ekki lítið í húfi.“ Hunda-Munda strauk henni um vanga Vagna Sólveig gerði sér ung grein fyrir því að hún skynjar hluti sem eru handan þessa heims. Hvað sú ágæta gáfa kallast er í hennar huga aukaatriði en „ætli megi ekki segja að ég sé skyggn“. Um tvítugt lá hún á spítala á Þingeyri, vegna nýrnaveiki. Seint um kvöld vaknaði hún upp við að kaldri hendi var strokið yfir vanga hennar. Þegar hún sneri sér við sá hún ókunnuga konu yfirgefa sjúkrastof- una. Vagna Sólveig undraðist þetta og staulaðist fram til að kanna hver væri þarna á ferðinni. Hélt jafnvel að einhver sjúklingur væri að ganga í svefni. Frammi fann hún bara hjúkr- unarkonuna sofandi í vaktherbergi sínu og fullyrti hún að engin önnur manneskja væri í húsinu. Vögnu Sól- veigu var brugðið og gat ekki hugsað sér að sofa á sömu stofu um nóttina, lét flytja sig yfir á aðra. Daginn eftir greindi hún lækninum frá atburðum næturinnar og lýsti konunni sem strokið hafði henni um vanga. Kom lýsingin heim og saman við svo- nefnda Hunda-Mundu, konu sem hafði sálast í sama rúmi á spítal- anum allmörgum árum áður. Vagna Sólveig sá Hunda-Mundu aldrei í lifanda lífi. Hafði ekki einu sinni heyrt hennar getið. Eigi að síður gat hún lýst henni af ná- kvæmni. Hún hefur einnig fundið fyrir óþægilegri návist í kvenfélagshúsinu á Þingeyri og kemur helst ekki þangað inn – og alls ekki upp á efri hæðina. „Ég reyndi einu sinni að fara upp stigann en hreinlega gat það ekki. Það var eins og kippt væri í mig. Ég veit ekki hvað er þarna uppi en það er eitthvað.“ Móri hélt í kúna Einu sinni var Vagna Sólveig í fjósi með systur sinni, Dóru, sem búsett var í Hvammi í Dýrafirði. Dóra var að reyna að mjólka en kýrin lét ólundarlega og sletti klaufunum í allar áttir. Kunn er sagan af Hvamms-Móra, draugi fimmtán ára gamals drengs sem sagður er vera á sveimi á bænum, og þegar glíman gerðist Dóru hvimleið mælti hún geðvonskulega: „Það vildi ég að hel- vítið hann Móri héldi fyrir mig í kúna!“ Það var eins og við manninn mælt, kýrin róaðist og Dóra gat mjólkað hana í mestu makindum. Vagna Sólveig horfði upp á þetta en systurnar ræddu atvikið aldrei sín á milli. Alls átti Vagna Sólveig þrettán systkini og eru sex þeirra á lífi. Þrátt fyrir þetta trúir Vagna Sól- veig ekki á drauga, aðeins á fólk sem hefur yfirgefið þennan heim og hægt er að finna fyrir. „Það er erf- itt að lýsa þessu með orðum. Maður finnur fyrir návist af einhverju tagi – að maður er ekki einn. Samt sér maður engan og getur ekki tekið á neinum. Það er eins og maður sé að troða einhverjum um tær.“ Spurð hvort hún finni fyrir hræðslu við aðstæður sem þessar svarar Vagna Sólveig neitandi. „Ég er ekki hrædd við þetta en dreg mig samt í hlé. Finn að ég er ekki velkomin.“ Pabbi stóð við orð sín Ekki kemur á óvart að Vagna Sól- veig trúir á líf eftir dauðann. „Ég er jafn sannfærð um það og ég er að tala við þig,“ segir hún ákveðin. Tveir menn hafa tekið af öll tví- mæli, faðir hennar og eiginmaður. „Við pabbi ræddum þetta töluvert og sammæltumst um að það okkar sem færi á undan myndi láta hitt vita hvort það væri líf eftir dauðann eður ei,“ útskýrir hún. „Fólk er bara að flytja þegar það deyr. Við þurfum að fara að horfa öðrum augum á dauðann, það er algjör óþarfi að óttast hann. Alltént geri ég það ekki. Sumir segja að það sé vegna þess að ég er orðin gömul. Þetta tvennt fer þó alls ekki alltaf saman, fjölmargt gamalt fólk er logandi hrætt við dauðann,“ segir Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Eitthvað á reiki í Alþingishúsinu VAGNA SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR, ALÞÝÐULISTAKONA Á ÞINGEYRI, VILL LÁTA RÝMA ALÞINGISHÚSIÐ. EITTHVAÐ SÉ ÞAR Á REIKI SEM HAFI VOND ÁHRIF Á STÖRF ÞINGSINS. SJÁLF SKYNJAR HÚN HLUTI SEM ERU HANDAN ÞESSA HEIMS, TRÚIR Á LÍF EFTIR DAUÐANN OG ER SANNFÆRÐ UM AÐ DÓTTURSONUR SINN SÉ SONUR HENNAR ENDURFÆDDUR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það er ekki bara andinn í Alþingishúsinu sem er íþyngjandi fyrir þingheim, að áliti Vögnu Sólveigar. Utanaðkomandi áreiti er heldur ekki til þess fallið að örva menn til góðra verka. „Þá er ég að tala um fjölmiðla, einkum ljósvaka- miðlana, ég sé blöðin svo sjaldan. Þeir hamast á þessu aumingja fólki sem er alveg örugglega að reyna að gera sitt besta. Það fær engan vinnufrið. Ný ríkisstjórn er ekki fyrr tekin við völdum en byrj- að er að níða af henni skóinn. Finna allt að henni og kýla hana niður.“ Hún veltir fyrir sér hvers vegna fréttamenn þurfi að vera svona aðgangsharðir við viðmælendur sína. Nefnir sem dæmi Kastljósviðtalið við Sigmund Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráðherra kvöldið sem skuldaniðurfellingin var kynnt. „Hann fékk ekki einu sinn tóm til að svara spurningum fréttamannsins. Hvað þá meira. Hvað gengur mönnum eiginlega til? Vilja þeir að Sigmundur Davíð segi af sér í miðjum klíðum? Mín tillaga er sú að ríkisstjórnin og þingið allt sé látið í friði meðan það vinnur að erfiðum mál- um. Það næst engin samstaða í þinginu meðan svona er talað um fólkið sem þar vinnur. Ég sárvorkenni þessu fólki og skil vel að fjölmargt hæfileikaríkt fólk hugsi sig um tvisvar áður en það býður sig fram til þings.“ Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir sjálfir. Vagna Sólveig kennir líka í brjósti um fjölskyldur þeirra. „Hvernig heldurðu til dæmis að fjölskyldu Gísla Freys Valdórssonar hafi liðið meðan saumað var að honum í Kastljósinu? Maðurinn var búinn að játa sekt sína, þurfti virkilega að taka svona harka- lega á honum?“ Vagna Sólveig segir alþýðu manna líka mega taka þetta til sín. Umburðarlyndi okkar gagnvart stjórn- málamönnum sé ekki alltaf nægilega mikið. „Sjáðu bara fólkið sem er að væla á Austurvelli. Já, ég segi væla. Hvað gengur því til? Á sama tíma og verið er að lækka skuldir heimilanna. Það er ekki rétt að koma svona fram.“ Spurð hvort við séum ef til vill of dómhörð sem þjóð svarar Vagna Sólveig játandi. „Við erum of mik- ið fyrir að bíta náungann í bakið. Láttu mig þekkja það. Hér á Þingeyri, í þessu litla samfélagi, er hver höndin upp á móti annarri. Væri ekki nær að snúa saman bökum?“ Of mikið fyrir að bíta náungann í bakið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.