Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 53
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Faðir hennar lá undir það síðasta
á Kristnesspítala í Eyjafirði og bjó
Vagna Sólveig á þeim tíma á Akur-
eyri. „Pabbi hafði fengið heilablóð-
fall og var hættur að geta tjáð sig.
Eigi að síður heimsótti ég hann á
hverjum degi. Daginn sem hann dó
gerði ég það hins vegar ekki, leið
eitthvað undarlega og lét nægja að
hringja frameftir. Þá var allt í lagi
með pabba. Um kvöldið fór ég allt í
einu að finna lyktina af pabba inni í
stofu og varð strax órótt. Hringdi
fram í Kristnes og þá var hann
nýdáinn.“
Daginn eftir átti Vagna Sólveig
afmæli og var að baka pönnukökur
handa börnunum sínum af því tilefni
um morguninn. Þá heyrði hún ein-
hvern fara á klósettið, leit upp og sá
föður sinn, eins og hvern annan
ljóslifandi mann. „Ég fraus og
horfði opinmynnt á eftir honum.
Trúði ekki mínum eigin augum.
Þegar ég hafði náð áttum fór ég
fram á klósett – en þar var enginn.
Ég get ekki skilið þetta á annan veg
en þann að pabbi hafi þarna verið
að láta mig vita að það sé líf eftir
þetta líf. Hann stóð sumsé við orð
sín,“ segir hún.
Geri það bara í næsta lífi!
Síðar missti Vagna Sólveig eig-
inmann sinn, Snorra Bergsson.
Hann lá á sjúkrahúsi í Reykjavík en
hún var heima á Þingeyri. Eina
nóttina vaknaði hún við það að
Snorri kallaði á hana. Kvaðst vera
að reyna að opna svefnherberg-
isgluggann fyrir kettinum en gat
það ekki vegna þess að glugginn var
frosinn fastur. Þegar Vagna Sólveig
fór fram úr var Snorri ekki við
gluggann, aðeins kötturinn. „Um
morguninn hringdu þeir í mig að
sunnan og sögðu mér að Snorri
væri dáinn. Það er varla tilviljun að
þeir skuli hafa vitjað mín báðir rétt
eftir að þeir dóu, pabbi og Snorri.“
Vagna Sólveig segir þessa vitn-
eskju, um líf eftir dauðann, hafa létt
af sér ákveðinni pressu. „Ef ég
nenni ekki að gera eitthvað í þessu
lífi, geri ég það bara í því næsta,“
segir hún hlæjandi.
Að öllu gríni slepptu kveðst
Vagna Sólveig ekki vita hvað bíður
okkar fyrir handan enda kærir hún
sig ekkert endilega um það. „En
það er eitthvað, svo mikið er víst.
Fólk er bara að flytja þegar það
deyr. Við þurfum að fara að horfa
öðrum augum á dauðann, það er al-
gjör óþarfi að óttast hann. Alltént
geri ég það ekki. Sumir segja að
það sé vegna þess að ég er orðin
gömul. Þetta tvennt fer þó alls ekki
alltaf saman, fjölmargt gamalt fólk
er logandi hrætt við dauðann.“
Þrátt fyrir þennan núning við
aðra heima hefur Vagna Sólveig
aldrei kært sig um að fara á miðils-
fund. Sér ekki ástæðu til að raska
ró hinna látnu. Einhverju sinni fór
mágur hennar, bróðir Snorra heit-
ins, á miðilsfund og kom Snorri þar
fram. Velti því meðal annars fyrir
sér hvers vegna Vagna Sólveig væri
að íhuga að flytja burt frá Þingeyri.
„Þetta þótti mér skrýtið, hvernig
gat Snorri vitað það? Ég fór ekki
að velta þessu fyrir mér fyrr en eft-
ir að hann var dáinn.“
Eiginmaðurinn á sveimi
Næstu daga áttu sér stað und-
arlegir atburðir. Það var eins og
Snorri reyndi stöðugt að smeygja
sér upp í rúmið til Vögnu Sólveigar
á nóttunni. Hún sá hann ekki en
fann fyrir návist hans. „Ég botnaði
hvorki upp né niður í þessu.
Hringdi í Sólveigu dóttur mína, sem
býr hérna fyrir vestan, og sagði
henni að ég hefði ekki flóafrið fyrir
föður hennar. Hann væri alltaf að
reyna að komast upp í rúm til mín.
Sólveig sagði mér að vera ekki með
þessa vitleysu en hringdi samt í sál-
arrannsóknarfélagið fyrir mig. Til
öryggis. Þar var henni tjáð að gengi
miðill ekki nægilega vel frá eftir sig
á fundi ættu sálir hinna látnu til að
sleppa út, ef svo má að orði komast.
Haft var samband við miðilinn sem
gekk í málið. Eftir það hef ég ekki
orðið vör við hann Snorra minn.“
Það er ekki bara líf eftir dauðann,
Vagna Sólveig hefur skýra vísbend-
ingu um að endurholdgun sé einnig
til.
Þannig er mál með vexti að eitt
fimm barna hennar, Knútur Krist-
inn Snorrason, lést aðeins eins og
hálfs árs gamall, árið 1975, úr heila-
himnubólgu. Hann hafði legið fár-
sjúkur í tvo sólarhringa á spítala á
Þingeyri áður en tekin var ákvörðun
um að senda hann með flugvél til
Reykjavíkur. Hvorugt foreldranna
komst með enda einungis rými fyrir
flugmanninn, lækninn og barnið í
vélinni. Knútur litli lifði flugið af en
lést á Reykjavíkurflugvelli áður en
hann komst á spítala.
Rúmum tveimur áratugum síðar,
1996, ól Sólveig, dóttir Vögnu Sól-
veigar, son á afmælisdegi Knúts
heitins, 7. mars. Hlaut hann nafnið
Birgir Knútur Birgisson, alltaf kall-
aður Knútur.
Amma, ég á þessa úlpu!
„Það er svo merkilegt að þegar ég
horfi í augun á þessum dóttursyni
mínum finnst mér ég vera að horfa í
augun á honum Knúti mínum,“ seg-
ir Vagna Sólveig sem velti því ekki
frekar fyrir sér fyrr en dag einn
þegar Knútur yngri var líklega
fimm ára. Hann var þá í heimsókn
hjá henni með móður sinni og hvarf
stundarkorn. Kom svo aftur með
úlpu sem hann hafði fundið í svefn-
herbergi ömmu sinnar.
„Hvað ertu að gera með þessa
úlpu, Knútur minn?“ spurði Vagna
Sólveig.
„Ég á hana,“ svaraði barnið.
„Nei, nei, ég á hana,“ sagði amm-
an.
„Nei, amma. Ég átti þessa úlpu
þegar ég var pínulítill og núna lang-
ar mig að gefa mömmu hana handa
barninu sem hún er með í mag-
anum.“
Vögnu Sólveigu féll allur ketill í
eld enda hafði hún aldrei sýnt dótt-
ursyni sínum téða úlpu sem sonur
hennar hafði verið í þegar hann dó.
„Hvað rak litla Knút fram í svefn-
herbergi?“ spyr hún undrandi.
Seinna lánaði Vagna Sólveig
Knúti yngri hatt og staf Snorra afa
síns fyrir skólaskemmtun. Teknar
voru af honum tvær ljósmyndir á
skemmtuninni. Á annarri er hann
dökkhærður, eins og hann er í raun
og veru, en á hinni rauðhærður,
eins og Knútur eldri hafði verið.
Ég er bara ég sjálf
Vagna Sólveig er ekki í nokkrum
vafa. „Knútur yngri er Knútur minn
endurfæddur. Annað getur ekki ver-
ið. Enda fer hann á tyllidögum og
leggur blóm eða kveikir á kerti á
„leiðinu sínu“. Hann áttar sig alveg
á þessu líka.“
Vagna Sólveig gerir sér fulla
grein fyrir því að einhverjum muni
þykja frásögn hennar í þessu viðtali
með ólíkindum og jafnvel rengja
hana. Þá muni hún örugglega fá
einhvers staðar skömm í hattinn
fyrir að viðra þessi mál opinberlega.
Hún kærir sig kollótta um þau við-
brögð. „Mér er alveg sama hvað
öðrum finnst. Ég er bara ég sjálf og
segi frá því sem mér sýnist. Ég hef
upplifað þetta allt. Og trúi því öllu.“
Alþingishúsið er af einhverjum ástæðum „sýkt“, að sögn Vögnu Sólveigar, og flytja þarf þingið annað eigi það að hafa vinnufrið. Morgunblaðið/Ómar
* Það er erfitt aðlýsa þessu meðorðum. Maður finnur
fyrir návist af ein-
hverju tagi – að mað-
ur er ekki einn. Samt
sér maður engan og
getur ekki tekið á
neinum. Það er eins
og maður sé að troða
einhverjum um tær.