Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Side 57
23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Verðlaunasýningin Hamlet litli er aftur komin á fjalir Borgarleikhússins. Á sunnu- dag kl. 17 er boðið upp á eina sýningu á leiknum fyrir blinda og heyrnarlausa. Sýningin verður tákn- málstúlkuð og sjónlýst. 2 Fjölskrúðugt vetrarfuglalífið í Laugardal verður skoðað á göngu um Grasagarðinn og nágrenni á sunnudag og hefst gangan klukkan 10. Hún er skipulögð í samstarfi Grasagarðs Reykjavíkur og Fuglaverndar. Um leiðsögn sér Hannes Þór Haf- steinsson náttúrufræðingur. 4 Blaðamaðurinn og insta- gramnotandinn Jón Agnar Ólason hefur opnað litla en forvitnilega sýningu í Íslensku kaffistofunni, á jarðhæð skýjakljúfsins við Borgartún. Hann sýnir röð mynda tekinna frá sama sjónarhorni við Hádegismóa. 5 Sýningin Jólin hans Hallgríms verður opnuð á laugardag kl. 14 á Torgi Þjóðminjasafnsins. Sýningin er byggð á nýútkom- inni og samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur sem myndskreytt er af Önnu Cynthiu Leplar. Á sýning- unni eru stækkaðar myndir úr bókinni ásamt gripum sem vísa til sögunnar. Gestir geta leikið sér að samskonar leikföngum og börnin í sögunni. 3 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram á tónlist- arhátíðinni Mölinni sem verð- ur haldin í tólfta sinn á Mal- arkaffi á Drangsnesi í kvöld, laugardagskvöld. Hefjast leikar kl. 21 og leikur Borko fyrst sína tónlist. MÆLT MEÐ 1 ég viðurkenni þetta þá reyni ég eins og ég get að komast inn að kjarnanum. Það er mik- ilvægt að fara í þá leit.“ – Sögumaðurinn gengur inn í vinahópa og lýst er persónum sem fólk skynjar á sinn hátt, til dæmis kennarar í MR. Þær myndir eru eflaust sameiginlegar hjá mörgum, enda er það líka sammannleg reynsla að vera í skóla. „Við höfum öll verið í skóla og þar end- urtaka hlutirnir sig aftur og aftur. Það sló mig þegar ég skrifaði á sínum tíma leikrit um MR, Húsið á hæðinni. Þar var alltaf endur- tekning á hinu sama. Hvort sem ártalið er 1850, 1880… eða 1935 eða 1965, alltaf það sama með nýjum birtingarmyndum. Karakt- erar eins og Jón Guðmundsson íslenskukenn- ari, sem ég rifja upp með sína súrrealísku stíla, eru sjálfsagt í öllum skólum.“ Nýtt leikrit og þýðir Modiano Sigurður segist vera búinn að skrifa minn- ingar sínar; hann hyggst ekki halda lengra með upprifjanir frá fullorðinsárum. „Nei, minningabækurnar verða ekki fleiri. Hvað gerist eftir þrítugt? Ekki neitt … Nei, ég segi það nú ekki, en það er ekki lengur þessi mótun, þessi hreyfing sem er til þrítugs. Bernskumótun, mótun táningatímans og loks mótun hins unga manns. Það er ein- hver mótun þar sem allt er á hreyfingu en síðan fær persónan á sig nær endanlegt form. Interessan sem knýr áfram þessi þrjú verk er búin um þrítugt.“ – Þú hefur ýtt þessum þremur bókum aftur fyrir þig og hvað tekur þá við? Áframhaldandi átök við ljóð, leikrit og þýðingar? „Jú jú. Ljóð, leikrit og þýðingar hafa frá upphafi verið minn akur. Minn vettvangur,“ svarar hann. „Síðan bættust prósaskrifin við.“ Í mars næstkomandi verður nýtt leikrit Sigurðar, Segulsvið, frumsýnt í Þjóðleikhús- inu. „Síðan er það þessi Patrick Modiano,“ segir hann og lyftir upp af borðinu við hlið sér nýj- ustu skáldsögu franska rithöfundarins sem til- kynnt var á dögunum að hlyti Nóbels- verðlaunin í bókmenntum. Í ljós kemur að Sigurður er að þýða nýjustu skáldsögu hans en hún nefnist upp á íslensku Þannig að þú villist ekki hérna í hverfinu. „Ég féll strax fyrir annarri bókinni hans, árið 1970, og var mjög hrifinn. Mér fannst það þá ákveðinn bónus hvað hann skrifaði tæran og einfaldan texta, ég skildi allt.“ Sigurður stendur upp og bendir upp í hillu: „Hér getur þú séð Modiano allan,“ segir hann. Þarna eru skáldsögur hans í snyrtilegri röð og hillan hefur verið merkt með rauðu spjaldi með nafni höfundarins. „Ég var búinn að panta síðustu bókina hans og hún var í pósti og þá fær hann Nóbelinn. Ég var mjög hissa en það var að sjálfsögðu fyllilega verðskuldað. Modiano hefur alltaf verið mjög langt frá öllum tískustraumum. Þýðingin kemur út á nýju ári.“ „Ég reyni að þakka fyrir mig og minnast á marga af þessum kennurum sem vissu ekki að þeir væru að kenna,“ segir Sigurður Pálsson um Táningabók. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.