Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2014, Qupperneq 59
Ný skáldsaga Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera er komin út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar, en þar gerir höfundurinn grín að alvörunni sem einkennir samtímann. Kundera sendi síðast frá sér skáld- sögu fyrir 14 árum eða árið 2000 þegar hann sendi frá sér Fáfræðina. Milan og Vera Kundera hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og hafa mikið dálæti á landinu. Ísland og íslensk menning koma fyrir í sex þeirra fimmtán bóka sem Kundera hefur skrifað, sumt af því löngu áður en hann kom hingað til lands fyrst. Hér eru nokkur dæmi: í Kveðjuvalsinum (skáldsögu frá 1973) er minnst á laxveiðar á Íslandi, í Bókinni um hlátur og gleymsku (skáldsögu frá 1979) er minnst á ein- vígi Fischers og Spasskís í Reykjavík, í Svikunum við erfðaskrárnar (ritgerðasafni frá 1993) eru vangaveltur út frá orðunum „fjölskylda“ og „fjölskyldubönd“ í tengslum við grein um tónskáldið Janacek, og þar er líka sagt frá gönguferð með íslenskum vini höfundar, Elvari D. um gamla kirkjugarðinn í Reykjavík, í Fáfræðinni (skáldsögu frá 2000) er meðal annars fjallað um orðin „söknuður“, „heimþrá“ og beinamál Jónasar koma þar meðal annars við sögu, í Tjöldunum (ritgerðasafn frá 2005) er fjallað nokk- uð um Íslendingasögurnar og gildi þeirra í heimsbókmenntunum og í Kynnum (rit- gerðasafni frá 2009) er kafli um skáldsöguna Svaninn eftir Guðberg Bergsson. Kun- dera skrifaði formála að bók um Kristján Davíðsson listmálara sem Listasafn Íslands gaf út í tilefni af yfirlitssýningu á níræðisafmæli listamannsins (2008) og verk eftir Krist- ján hafa verið notaðar á bækur Kundera, meðal annars hérlendis og í Frakklandi. Allar skáldsögur Kundera eru nú til á íslensku og öll ritgerðarsöfnin utan eitt. Ný skáldsaga eftir hinn snjalla Kundera er komin út. MILAN KUNDERA OG ÍSLAND Milan Kundera 23.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Snjór í myrkri er ný skáldsaga eftir Sigurjón Magnússon. Tón- listarkonan Lilla hvarf kvöld nokkurt eftir stuttan en glæsi- legan feril og fannst nokkrum mánuðum síðar myrt á hrotta- fenginn hátt. Lítt þekktur rit- höfundur fær það verkefni að skrifa ævisögu hennar. Hann ætlar ekki að kanna afdrif hennar nánar, enda hefur hann skamman tíma til að ljúka verk- inu. Kvöld eitt verður á vegi hans ung kona sem býr yfir óþægilegri vitneskju. Sigurjón hefur sent frá sér nokkrar skáldsögur og síðasta skáldsaga hans Endimörk heimsins var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverð- launanna. Örlög tónlistarkonu Nú um helgina verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fjórða sinn í Ráðhúsinu. Útgefendur munu kynna nýútkomnar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina. Upplestrar, sögu- stundir, ljúffengt smakk og fjölbreyttar uppákomur. Aðgangur er ókeypis og opið verður frá kl. 12:00- 17:00 báða dagana. BÓKAMESSA Í RÁÐHÚSINU Steinunn Sigurðardóttir hlaut á dögunum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og er vel að þeim komin, enda afar flinkur stílisti. Gæðakonur er ný skáld- saga eftir Steinunni. Eldfjalla- fræðingurinn María Hólm kynnist hinni dularfullu Donnu sem hefur afar róttækar hug- myndir um hlutverk kynjanna. Steinunn kemur víða við í þess- ari nýju skáldsögu og ást, eró- tík og íslensk náttúra koma við sögu. María og hin dularfulla Donna Áhugaverðar konur og Reykjavík NÝJAR BÆKUR HELGA GUÐRÚN JOHNSON SKRIFAR UM KONUR SEM ÁTTU DRAMATÍSKA ÆVI, STEINUNN SIGURÐ- ARDÓTTIR SKRIFAR UM KONUR Í NÝRRI SKÁLD- SÖGU OG LISTAKONA KEMUR VIÐ SÖGU Í SKÁLDSÖGU SIGURJÓNS MAGNÚSSONAR. Í MERKILEGRI BÓK ER SAGT FRÁ REYKJAVÍK SEM EKKI VARÐ. BÓK UM GRAFNING ER KOMIN ÚT. Saga þeirra, sagan mín er bók eftir Helgu Guðrúnu Johnson, en þar segir frá þremur kynslóðum kvenna: Katrínu Thorsteinsson, dóttur hennar Stellu Briem og Katrínu Stellu Briem. Þetta er bók um mikil og dramatísk örlög, en bæði Katrín og Stella áttu óblíða ævi, en Katrín Stella ákvað að skapa sér sín eigin örlög. Góð og drama- tísk bók. Dramatískt líf þriggja kvenna Reykjavík sem ekki varð er bók sem fjöl- margir munu hafa ánægju af að kynna sér. Það er reyndar algengt þessa dagana að sjá viðskiptavini bókabúða upptekna við að glugga í hana. Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt rekja sögu bygginga í Reykjavík sem í upp- hafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Áhugaverðar mynd- ir prýða þessa mjög svo forvitnilegu bók. Öðruvísi Reykjavík *Maður á að hafa metnað til að veraærleg manneskja.Guðrún Eva Mínervudóttir BÓKSALA 12.-18. NÓV Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 SkálmöldEinar Kárason 4 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 5 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 6 OrðbragðBragi Valdimar Skúlason/ Brynja Þorgeirsdóttir 7 ÁstarmeistarinnOddný Eir Ævarsdóttir 8 HallgerðurGuðni Ágústsson 9 TáningabókSigurður Pálsson 10 GæðakonurSteinunn Sigurðardóttir Kiljur 1 Í innsta hringViveca Sten 2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 3 Pabbi er farinn á veiðarMary Higgins Clark 4 Lífið að leysaAlice Munro 5 LolitaVladimir Nabokow 6 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 7 ArfurinnBorgar Jónsteinsson 8 MánasteinnSjón 9 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen 10 Fjársjóðsleit á ströndumLúkas Kárason MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Æfingin skapar meistarann. Í bókinni Grafningur og Grímsnes – Byggðasaga er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf á árunum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til. Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráð- urinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er í verkinu og tengist það með- al annars staðfræði, atvinnuháttum, sögu og sögnum, þjóðfræði og þjóðháttum. Fjöldi ljós- mynda er í ritverkunu frá öllum þeim tíma sem fjallað er um. Sigurður Kristinn Hermundarson tók saman. Saga og mannlíf í Grafningi Bókamessa verður í Ráðhúsinu um helgina og mikið um dýrðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.