Stígandi - 01.10.1946, Page 57

Stígandi - 01.10.1946, Page 57
að 'báran var tiltölulega Jítil. Mátti því lieita, að siglingin gengi vel. Tveir skipverja voru látnir standa fram á, og lagði skipstjóri ríkt á við þá að taka vel eftir, ef ísjakar sæjust, sérstaklega kvað Jiann vera nauðsynlegt að gæta vel að smákögglum, sem erfitt væri að greina í hvítu sjólöðrinu „Við skulum láta horfa SA að A. Það má gjarnan fría ögn til í seglunum aftur, gangurinn verður liðugri, og driftin minni. Eg (kæri mig lieldur ekki um að koma austar upp undir, en að Kóp. Þangað eru á að gizka 45 ifjórðungsmílur, og við ættum alltaf að ná þangað fyrir kvöldið, ef engar hindranir verða.“ Stýrimaður, sem skipstjóri mælti þetta við, lét gefa ögn eftir í seglunum, og lá vindurinn þá svo vel í, að hraðinn mátti teljast góður. Logglínan, sem hafði verið uppi á þilfari gadd.freðin, en borin niður tiJ þess að þíða hana, var nú sótt, og ioggaði stýrimaður nreð aðstoð eins af skipverjum. Hraðinn virtist vera 5 hnútar. Var svo eftir það loggað með hálftíma millibili. Kl. var rétt um 5 árdegis, þegar byrjað var að sigia, og bar ekk- ert tii tíðinda fram yfir vaktarskipti. Hraðinn var nokkurn veginn jafn, í hvert skipti sem loggað var, enda var veðurhæðin engu minni en áður. Það var ekki fyrr en kl. 9 árdegis, að þeir, sem fram á stóðu, lirópuðu, að nú sæju þeir ísjaka og liann væri til bakborða. Það var að vísu ekki nema einn jaki, en í slíku dimmviðri gátu þeir eins vei verið margir á næstu grösum. Þegar skipstjóra hafði verið tilkynnt um nærveru íssins, skipaði hann svo fyrir, að nú skyldu jafnan 2 vera við stýrið, ef skjótlega þyrfti að snúa, og einn yrði stöðugt við afturseglið, skyldi hann vera tilbúinn að gefa eft- ir skautið, ef nauðsyn krefði að slá fljótt undan. Sjálfur tók hann sér stöðu í vantinum kulborða, og gaf þaðan fyrirskipanir sínar. Ekki þurfti lengi að bíða eftir því að fleiri jakar sæjust, urðu þeir ýmist til stjórnborða eða bakborða. Auðvitað voru þeir líka stundum beint framundan, en sáust nógu snemma til þess að hægt var að breyta stefnu og komast íram hjá þeim. Þó að ekki væri enn annað en rtokkurn veginn greiðfær ís, var skipstjóri ekki í vafa um, að þéttari ís mundi vera skammt frá, og réð hann það af því, að nú mátti kalía að bára væri engin. Þannig var siglt fram undir kl. 12 á hádegi. Loggið hafði verið STÍGANDX 295

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.