Stígandi - 01.10.1946, Page 59

Stígandi - 01.10.1946, Page 59
inn,“mælti hann við Þorkel stýrimann, um leið og hann kom nið- ur á þilfarið. „Ég ætla að skjótast niður augnahlik, en sjáðu um það, ef þarf að krækja fyrir jaka, að beita heldur fyrir þá, ef það er hættulaust, heldur en að slá undan. Við erum sennilega orðnir nokkuð vestarlega, en þó er ég að hugsa, að við komum upp í Flóann. Láttu logga, og ef hraðinn er ekki meiri en áður, þá er óhætt að halda áfram tvo tíma, en úr því er bezt að stinga niður lóði.“ Var nú siglt áfram, og sáust jakar annað veifið, en sjaldan þurfti að breyta stefnu þeirra vegna. Hraðinn reyndist að vera mjög líkur og áður, enda var vindur- inn sá sami. hafði nú verið siglt í hálfan annan tíma. Jónas gamli var fyrir löngu kominn aftur upp á þilfar, og var að virða fyrir sér sjóinn með mestu gaumgæfni, þar til hann sagði: „Kippið þið niður framseglunum, og halið út afturseglið, við skulum sjá, hvað dýpið er.“ Það stóð ekki lengi á því að fá seglin niður og lóðið út. Dýpið var um 20 faðma, en þó ekki gott að ákveða það nákvæmlega, því að driftin var mikil. „Það er gott,“ mælti skipstjóri, ,,þá skulum við fá seglin upp aftur, og svo er bezt að sigla beitivind." Framseglin voru nú dregin upp í skyndi og síðan lralað inn í aftursegli og stórsegli. Stórskautið var erfitt viðfangs eins og fyrr vegna klakans, en varð þó yfirunnið að lokum. Sæfarinn hægði töluvert á sér, eftir það að skipt var um stefnu, en hnoðaðist þó sæmilega vel áfram, og hafði verið siglt allt að klukkutíma, þegar hrópað var, að land sæist. Landið var á hlé- borða, en ekki hættulega nærri. „Það er Blakkurinn," sagði skipstjóri. „Við náum vel fyrir hann.“ Eftir nokkra stund var Straumnesið orðið þvert, og sagði þá skipstjóri, að óþarft væri að beita mjög stíft, og eftir hálfan tíma eða þrjú kortér væri óhætt að breyta stefnu og slá undan allt að suðri, enda mundi sjá í Tálkna, þegar inn á fjörðinn kæmi. Við getúm nú sagt, að mestum erfiðleikum þeirra kunningja okkar á Sæfaranum hafi verið lokið. Þegar inn á fjörðinn kom, var hríðin tæplega eins mikil, og sáu þeir í Tálkna, eins og skip- stjóri hafði gizkað á. Eftir það var ferðalagið ekkert sögulegt, þar til akkeri var varpað við Suðureyri kl. 7 síðdegis. STfGANDI 297

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.