Stígandi - 01.10.1946, Síða 59

Stígandi - 01.10.1946, Síða 59
inn,“mælti hann við Þorkel stýrimann, um leið og hann kom nið- ur á þilfarið. „Ég ætla að skjótast niður augnahlik, en sjáðu um það, ef þarf að krækja fyrir jaka, að beita heldur fyrir þá, ef það er hættulaust, heldur en að slá undan. Við erum sennilega orðnir nokkuð vestarlega, en þó er ég að hugsa, að við komum upp í Flóann. Láttu logga, og ef hraðinn er ekki meiri en áður, þá er óhætt að halda áfram tvo tíma, en úr því er bezt að stinga niður lóði.“ Var nú siglt áfram, og sáust jakar annað veifið, en sjaldan þurfti að breyta stefnu þeirra vegna. Hraðinn reyndist að vera mjög líkur og áður, enda var vindur- inn sá sami. hafði nú verið siglt í hálfan annan tíma. Jónas gamli var fyrir löngu kominn aftur upp á þilfar, og var að virða fyrir sér sjóinn með mestu gaumgæfni, þar til hann sagði: „Kippið þið niður framseglunum, og halið út afturseglið, við skulum sjá, hvað dýpið er.“ Það stóð ekki lengi á því að fá seglin niður og lóðið út. Dýpið var um 20 faðma, en þó ekki gott að ákveða það nákvæmlega, því að driftin var mikil. „Það er gott,“ mælti skipstjóri, ,,þá skulum við fá seglin upp aftur, og svo er bezt að sigla beitivind." Framseglin voru nú dregin upp í skyndi og síðan lralað inn í aftursegli og stórsegli. Stórskautið var erfitt viðfangs eins og fyrr vegna klakans, en varð þó yfirunnið að lokum. Sæfarinn hægði töluvert á sér, eftir það að skipt var um stefnu, en hnoðaðist þó sæmilega vel áfram, og hafði verið siglt allt að klukkutíma, þegar hrópað var, að land sæist. Landið var á hlé- borða, en ekki hættulega nærri. „Það er Blakkurinn," sagði skipstjóri. „Við náum vel fyrir hann.“ Eftir nokkra stund var Straumnesið orðið þvert, og sagði þá skipstjóri, að óþarft væri að beita mjög stíft, og eftir hálfan tíma eða þrjú kortér væri óhætt að breyta stefnu og slá undan allt að suðri, enda mundi sjá í Tálkna, þegar inn á fjörðinn kæmi. Við getúm nú sagt, að mestum erfiðleikum þeirra kunningja okkar á Sæfaranum hafi verið lokið. Þegar inn á fjörðinn kom, var hríðin tæplega eins mikil, og sáu þeir í Tálkna, eins og skip- stjóri hafði gizkað á. Eftir það var ferðalagið ekkert sögulegt, þar til akkeri var varpað við Suðureyri kl. 7 síðdegis. STfGANDI 297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.