Hrund - 01.12.1967, Síða 15

Hrund - 01.12.1967, Síða 15
hráefni hér á íslandi, segir hún. Á sama hátt og Islendingar borða Yakutar mikið hrossa- kjöt og einnig hreindýrakjöt. Fisk sjá þeir sjaldan, enda liggur landið fjarri hafi. Græn- meti er borðað með öllum réttum, og mjólkur- mat framleiða þeir I fjölbreyttu úrvali. Eftir- lætisdrykkur þeirra er merarmjólkurbrugg, kumiss, eilítið áfengt en svalandi í sumar- hitunum. Matur er geymdur með því að grafa hann í jörð niður, og þá sér frostið um allt hitt. Daginn, sem ég heimsótti Kurugej og fjölskyldu hennar, snæddum við það, sem hún kallar Kiev-kótelettur, sem reyndar eru ekki kótelettur heldur hænubrjóst, framreidd á hinn furðulegasta máta. Fylgir hér á eftir nákvæm uppskrift af þessum rétti, ef einhver vildi reyna. En það er greinilegt, að hænur eru ekki dýr matur í Yakutíu, því að það er enn mikið eftir af hænunni, þegar búið er að skera brjóstið af. Kiev-kótelettur. 1 hæna smjör 125 gr. tólg rasp pipar, salt 2egg 2 tómatar kartöflur, baunir, laukur, rauður pipar (heill), gulrætur. Byrjað er að skera bringuhelminginn frá ásamt vængbeininu. Látið einnig fylgja með flipann, sem liggur upp að beininu, þ.e.a.s. sem sérstakur biti. Gerið það sama við hinn helminginn. Nú hafið þið fjögur stykki. Síðan kljúfið þig bringuna eftir endilöngu og opnið hana eins og bók án þess að himnan rifni. Nú er þetta barið gætilega, því að hvergi má vera gat. Berjið enn fremur litlu bitana. Stráið salti og pipar yfir. Nú takið þið smjörið, og skerið það í tvo bita, sem eru eins og tíglar í laginu. Leggið bitana ofan á sinn hvorn bringubitann, breiðið síðan litla brjóstið þar ofan á, og pakkið síðan smjörbitanum inn í bringuna, mjög vandlega. Veltið síðan upp úr egginu og raspinu og svo aftur úr egginu og aftur úr raspinu, þannig að hvergi sé glufa. Stingið síðan inn í ísskáp smástund. Skerið niður laukinn, piparinn, tómatana og gulræturnar. Setjið í pott ásamt smjöri og stráið salti yfir. Setjið á plötu með vægum hita og sjóðið í fimmtán mínútur. Það skal vera lok á pottinum. Afhýðið kartöflurnar hráar og skerið þær síðan í smábita og steikið upp úr olíu með loki yfir. Munið að salta þær. Hellið vatninu af baununum og setjið í pott ásamt smjöri. Stillið á vægan hita. Nú er sett tólg á pönnu, og þegar hún er orðin mjög heit, brúnið þá hænubrjóstin í 5 mínútur. Hafið lok yfir allan tímann. Svo eru þau sett inn í ofn, sem búið er að hita upp í 250 gr. og höfð inni í 5 - 6 mínútur. Skerið hveitibrauð í sneiðar, veltið því upp úr mjólk og eggi, setjið á pönnu í smjörlíki og steikið smástund. Stráið síðan sykri yfir. Nú er allt reiðubúið, það er sett á fat og borið inn heitt. Enn fremur gaf Kurugej okkur uppskrift af gómsætu salati. Henni finnst við Islendingar ekki borða nóg af grænmeti, sem er alveg rétt. Grænmeti er holl og góð fæða, og nú orðið fæst það í matvöruverzlunum allan ársins hring. Salat Hvítkál l haus epli 1 til 2 tómatar 3 rauður pipar niðursoðinn litlar agúrkur sýrðar í dós 1 tsk. sykur | tsk. salt \ peli rjómi Grænmetið skorið niður og rjómanum hellt yfir. 15

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.