Hrund - 01.12.1967, Page 16

Hrund - 01.12.1967, Page 16
Hugkvæmni við Frú Helga Egilson er víðkunn hagleikskona, sem fellur aldrei verk úr hendi. Hún hefur óþrjótandi ímyndunarafl, og það mundi aldrei hvarfla að henni að kaupa hlut tilbúinn úr búð, áður en hún reyndi að búa hann til sjálf. Fyrir jólin í fyrra hafði Helga nokkra föndurþætti í útvarpsþættinum, „Við, sem heima sitjum“, og kom þar með ýmsar hugmyndir til að setja jólasvip á heimilið. En þessir þættir fóru fram hjá mörgum, og því fórum við fram á það við Helgu að mega birta hugmyndir hennar ásamt myndum til skýringa. Hún varð góðfúslega við beiðni okkar, og hér á eftir skýrir hún fyrir okkur, hvernig má búa til rammíslenzka jóla- sveina, klædda fötum úr íslenzku bandi, ásamt mömmu gömlu, henni Grýlu. Hún kennir okkur að búa til skemmtilegan poka undir jólakortin, þægilega mottu til að hirða nálarnar af jólatrénu, og hring sem drekkur í sig dropana úr rauðvínsflöskunni. Þjóðsagan okkar um jóla- sveinana 13, sem byrja að tínast til mannabyggða 13 dögum fyrir jól, er mjög skemmtileg. Þeir eru svo ramm-íslenzkir, jólasvein- arnir, og hver þeirra hefir sína skapgerð — flestir nokkuð stríðnir og jafnvel hrekkjóttir, þó ekki sé í illu. Stekkjastaur gerir mönnum bilt við í útihúsum, Gilja- gaur í bæjargilinu, Falda- feykir stríðir stúlkunum, ef þær bregða sér út fyrir bæj- ardyrnar, og svo eru margir þeirra miklir matmenn, og reyna að ná sér í bita úr búri húsfreyju, hvenær sem færi gefst. 16 Úr þessari þjóðsögu má búa til nokkurs konar jóladagatal; þ.e. búa til 13 jólasveina, og láta þá koma á heimilið einn á dag, þann fyrsta 13 dögum fyrir jól, og svo einn af öðrum, þar til þeir sitja allir saman á jólanóttunni — kannske í gluggakistunni, eða uppi á skáp. Síðan fara þeir að hypja sig til fjalla — sá sem kom fyrstur, fer fyrstur og á þrettánd- anum fer sá síðasti, og jólin eru liðin. Jólasveinarnir, sem myndin er af, eru gerðir úr PÍPUHREINS- URUM, VALHNETUM, BÓM- ULL og LOPA. Valhneta er klof- in í tvennt, og kjarnarnir teknir úr. Lím er borið á kantana og endunum á tveimur pípuhreins- urum, hlið við hlið, er stungið á milli valhnetuhelminganna. Þegar límið er orðið vel þurrt og pípu- hreinsararnir alveg fastir í hnet- unni, er þeim snúið saman, svo langt sem bolurinn nær. Það sem eftir er af pípuhreinsurunum, eru fótleggirnir. Þriðji pípuhreinsar- inn er brotinn saman í miðjunni og hann festur á hina tvo, rétt fyrir neðan hnetuna, með því að snúa honum einn hring utan um þá, og rétta síðan úr honum, og þar höfum við handleggina. Það er aðeins brotið upp á aila enda á pípuhreinsurunum, því það eiga að vera hendur og fætur. Næst er bómull vafin um handleggi, fót- leggi og bol — mikið eða lítið, eftir því hvort sveinninn skal vera mjór eða mikill. Buxurnar eru gerðar með því að vefja lopa yfir bómullina á fótleggjum og bol, vel upp fyrir mitti. Að sjálfsögðu klæðast þessir menn lopapevsum. Fitjaðar eru upp 11, 13, eða 15 lykkjur af lopa — allt eftir vaxtar- lagi eigandans, og prjónaðar nokkrar umferðir, 10 eða 12. Þá er gerður handvegur fyrir annan handlegginn, á þann hátt, að séu t.d. 11 lykkjur á prjóninum, eru prjónaðar 5 1., slegið upp á prjón- inn, og næstu tvær lykkjur prjón- aðar saman, og þær 5-sem eftir eru prjónaðar út. Næsti prjónn er prjónaður röngum lykkjum, næsta umferð rétt og síðan felit af. Handleggir eru nú vafðir í sama lit og peysan er, og öðrum handleggnum er stungið í gegn um gatið á peysunni. Hún er svo saumuð saman á hliðinni, og hinn handleggurinn kemur þar út, svo er peysan vörpuð saman á öxlun- um. Fallegast er að hafa peys- urnar mismunandi litar, og sum- ar með bekk úr öðrum lit af lopa. Höfuðfötin eru j'mist prjónuð eða hekluð eða gerð úr ullarefni. Hár og skegg er lopi, og bezt er

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.