Hrund - 01.12.1967, Síða 21

Hrund - 01.12.1967, Síða 21
Við höfum brugði^t. Við verðum að treysta á maðurnar. . . en auðvitað vissi maður það, sem mestu máli skiptir, þegar maður kom í 4. bekk. Þekkingarleysið skapar bara vandrteði og vitleysu. Magdalena: Það er mórallinn hjá fólkinu. að öllum að heiman eða öllum sof- andi. Gunnlaugur: Eg er nú ekki sam- þykkur því, sem þið segið, að öllu leyti. Eg er auðvitað oft úti á kvöldin, en ekki í slæmum félagsskap. Þeir krakkar, sem ég umgengst eru það skynsamir, að þeir vita, hvað þeir mega leyfa sér að ganga langt. Blaðamaður: Getur það haft áhrif, að mæður vinni mikið úti og eru að heiman allan daginn? Er ekki hætta á því, að börnin séu einmana heima og leiti að félagsskap utan heimilis- ins? Jón: Það eru nú kvöldin, sem eru hættulegust. Hólmfríður: Það skiptir mestu máli að fórna börnunum kvöldunum og reyna þá að gera eitthvað fyrir þau, halda þeim heima við. Dóróthea: Það er bara svo erf- itt að halda börnum heima, því að þau vilja'félagsskap við sitt hæfi, þau vilja vera með jafnöldrum sínum. Þar sem eitt barn á þessum aldri er heima, er eiginlega ómögulegt fvrir foreldra að hafa ofan af fyrir því. Jón: Og þá eru það þessi eiiífu „partý“. Þau eru hættan. Hvað er eiginlega gert í þessum „partýum ?“ Gunnlaugur: Það er misjafnt. 1 mín- um hópi eru aldrei viðhöfð kynmök. Við hittumst bara og ræðum um allt milli himins og jarðar. Blaðamaður: En þegar það er nú orðin meginregla að fara í partý eftir böll og bíó, er þá ekki erfitt að ætla sér að banna það allt í einu. Þarf ekki mikið þrek til þess að berjast á móti straumnum? Jón: Vissulega, en við verð- um samt að gera þær kröfur til for- eldranna. Blaðamaður: En segðu okkur nú, Gunnlaugur, fannst þér þú hafa gagn af heimsókn læknisins í skólann í fyrra, eða gleymdist allt jafnóðum sem hann sagði? Gunnlaugur: Eg mundi segja að við hefðum öll haft mikið gagn af því. Blaðamaður: Og mundir þú kjósa, að læknir eða foreldri fræddi þig um þessi mál? Gunnlaugur: Það fer alveg eftir því, hvernig foreldra maður á. Persónu- lega mundi ég heldur vilja, að ein- hver óviðkomandi segði mér það. Maður er feimnari við foreldra sína. Enda fékk ég aldrei neina fræðslu heima hjá mér. Dóróthea: Ég hugsa, að drengir standi þarna jafnvel enn verr að vígi en stúlkur. Blaöamaður: En er þá ekki óhætt að fara fram á, að skólarnir taki þetta mál á dagskrá? Jón: Ég hef áður sagt, að ég telji góða handleiðslu mikilvæg- asta, og hver getur veitt handleiðslu nema foreldrar? Magdalena: Ég held að það sé nú enginn einstakur aðili, heldur komi þar til umhverflð yfirleitt. Jón: Maður býr nú lengi að því, sem úr föðurhúsum kemur. Við verðum að trúa því. Hólmfríður: Stundum eru stúlkur svo fáfróðar um þetta, að þær vita ekki fyrr en þær eru orðnar ófrískar. Og það er einmitt það, sem við ber- um fyrir brjósti. Það eru oft þær saklausustu, sem fara verst út úr slíku. Jón: Eigum viðþáaðleggja til, að þrettán ára stúlkur verði fræddar um það, hvernig þær geti hættulaust lifað með manni? Eigum við að gera ráð fyrir að löngunin til samlífs og eftirlátssemi sé vöknuð? Blaðamaður: Það er nú einu sinni svo, að um leið og konan verður kynþroska, er hún í rauninni reiðu- búin að geta af sér barn. En þjóð- félagið krefst þess, að hún haldi aftur af sér enn um nokkurra ára skeið. Jón: Þjóðfélagið já, en eig- um við ekki að gera ráð fyrir, að líka sé eitthvað til, sem heitir siðgæði? Dóróthea: Þjóðfélagiðskaparsið- gæðið. Hólmfríður: Haldið þið þá, að þekkingin örvi stúlkurnar til að fara að sofa hjá? Magdalena: Nei, það held ég ekki. Mér finnst það heldur ekki aðalatrið- ið, hvort þær eigi barn. Það er bara afleiðing af því að sofa hjá. Mér finnst skipta mestu, hvort stúlkan hefur vit á að varðveita eitthvað af sjálfri sér, þar til hún hefur náð meiri þroska. Það er það, sem þær vita ekki — allt hitt vita þær út í æsar. Blaðamaður: Er þá ekki virðingar- leysi fyrir sjálfum sér stór þáttur í þessari upplausn? Jón: Jú, við höfum lifað ó- skaplega byltingu og bylting gengur aldrei hljóðalaust yfir. Þetta er allt annað þjóðfélag núna en fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Okkar kynslóð hefur brugðizt. Hún hefur ekki kunnað að standa að breyttum háttum og efla sjálfsvirðingu einstaklingsins. Blaðamaður: Þegar við tölum um siðgæðið, eins og það var hér áður, að stúlkur fóru ekki að vera með mönnum kornungar o.s.frv. — var það þá af hreinni siðgæðisvitund eða einskærri hræðslu við að eiga barn? Það rýrði gildi stúlku að vera með manni fyrir giftingu — menn vildu fá hreina mey, og þá var alltaf sú hætta fyrir hendi að eignast barn. Það rýrði gildi hennar sem verðandi hús- móðir. Svo er tæpast lengur. Við vitum, að konur hafa alltaf miðað að því að selja sig dýrt, enda þótt ástin hafi tíðum gripið þarna inn í og rugl- að allar áætlanir. Jón: Ja — þar kemur nú eitt atriði. Höfum við ekki alveg gleymt ástinni? Blaðamaður: Er börnum og ungl- ingum innrætt nægijega að dýrka ást- ina? Jón: Sannleikurinnersá, að velferðarríkið er að gera lífið svo leið- inlegt. Það er séð fyrir einstaklingnum frá vöggu til grafar. Það vantar eitt- hvað spennandi í lífið. Ef það á að fara að fræða unga fólkið um allt þetta, er þá ekki verið að leggja á það áherzlu hvað allt sé einskis virði og hversdagslegt? Blaðamaður: Nema það sé einmitt verið að kenna því, að lífið sé ein- hvers virði, og manni beri að fara vel með það. Jón: Já, lífið — en lífið byggist ekki allt á ,,sexi“. 21

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.