Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 38

Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 38
Nú vissi hún að þessi rödd sem stöðugt jókst að styrkleika og orðaforða var engin spásögn heldur rödd hjartans. Þessi vitneskja gladdi hana því að rödd hjartans mátti treysta. Arin liðu og rödd hjartans vísaði henni veg: milli barnaherbergja, húsbóndaherbergis, eldhúss og hjónaherbergis. Þessi leið var henni kær og aldrei gustaði svo inn um útidyrnar að feykti yfír slóðina. Aðeins eitt vakti henni ugg: óvæntar breytingar í heiminum. Arið sem þeir skiptu fimm sinnum um afgreiðslustúlkur í mjólkurbúðinni leið henni aldrei fyllilega vel. En börnin stækkuðu. Hún vaknaði við vondan draum þegar elzta barnið, hann Stjáni, tók að setja niður í ferðatösku sína til að fara út í heiminn. I stjórnlausum ákafa fleygði hún sér á þröskuldinn til að varna honum útgöngu; það heyrðist soghljóð þegar pilturinn steig ofan á hana á leið sinni út. Þá hélt hann að hún væri að kveinka sér og hann staldraði við og sagði að hún gæti sjálfri sér um kennt. Enginn hefði beðið hana að leggjast þarna. Hún brosti við þegar hún reis upp því að þetta var ekki alveg rétt hjá honum. Hjartað hafði sagt henni að leggjast þarna. Hún hafði heyrt röddina greinilega og nú, er hún horfði á eftir honum ganga niður götuna, talaði röddin enn og sagði að hún gæti þó glaðzt yfír því að hafa mýkt fyrstu sporin hans út í heim. Síðan fóru þau hvert af öðru og hún varð ein. Engin erindi átti hún lengur inn í barnaherbergin og oftast sat hún í hægindastól í stofunni. Liti hún upp blasti glerkrukkan við á hillunni þar sem heilinn hafði legið öll þessi ár og raunar að mestu gleymdur. Vaninn hafði gert hann hversdagslegan. Stundum virti hún hann fyrir sér. Hún fékk ekki betur séð en hann hefði varðveitzt vel. En hún hafði æ minni ánægju af að horfa á hann. Hann minnti hana á börnin hennar. Og smám saman fann hún að enn átti breyting sér stað innra með henni en hún kom sér ekki að því að nefna það við manninn sinn. Hún sá hann svo sjaldan nú orðið og þegar hann birtist heima reis hún í flýti upp úr hægindastólnum eins og kominn væri gestur. Hann vakti sjálfur máls á því einn daginn hvort henni liði ekki vel. Hún leit fegin upp, en þegar hún sá að hann nýtti jafnframt tímann til að reikna út hagskýrslur fipaðist henni í svarinu (hún hafði aldrei verið sérlega góð í reikningi). 1 vandræðum sínum sagðist hún ekki hafa nóg að gera. Hann leit undrandi á hana og sagði að nóg væru verkefnin ef fólk bara notaði heilann. Þetta sagði hann auðvitað í hugsunarleysi. Hann vissi mætavel að hún hafði engan heila, en hún tók svar hans bókstaflega. Hún tók krukkuna ofan af hillunni, fór með hana til læknisins, og spurði hvort hann héldi að heilinn væri not- hæfur. Læknirinn taldi ekki útilokað að hann kæmi að einhverju gagni, en hins vegar rýrnuðu öll líffæri við langa geymslu í spíritus. Það væri því álitamál hvort borgaði sig að hrófla við honum; auk þess hefði heldur illa verið gengið frá nervi cerebri og læknirinn spurði hvort það hefði verið einhver klaufi sem skar. Hann var nú svo lítill þá, auminginn, sagði konan. En hvernig er það, sagði læknirinn, mig minnir að þér hafið haft háþróað hjarta? Konan leit undan rannsakandi augnaráði læknisins og vanmáttugt samvizkubit greip hana. Og hún hvíslaði að lækninum því sem hún hafði ekki þorað að ympra á við manninn sinn: Rödd hjartans er þögnuð. Um leið og hún sagði þetta vissi hún tii hvers hún var hingað komin. Hún hneppti blússunni frá sér, fór úr henni og lagði hana snyrtilega á stólbakið. Brjóstahaldið fór sömu leið. Síðan stóð hún nakin að ofan og reiðubúin frammi fyrir lækninum. Hann greip hníf og skar og andartaki síðar rétti hann henni rautt og gljáandi hjartað. Varfærnislega lagði hann það í lófa hennar og hendur hennar lukust um það. Tvílráður sláttur þess minnti á flögrandi fugl í búri. Hún bauð lækninum borgun en hann hristi höfuðið og hjálpaði henni að klæðast, sá að hún átti erfitt með það. Síðan bauðst hann til að hringja á bíl, hún hefði svo mikið að bera. Hún afþakkaði, en skorðaði heilakrukkuna í innkaupatöskunni og smeygði henni upp á handlegginn. Síðan gekk hún út með hjartað í höndunum. Nú hófst hin langa ganga mikli barnanna. Hún fór fyrst til sona sinna, en hitti engan þeirra heima. Þeir höfðu allir fengið rúm á þjóðarskútunni og ómögulegt að segja hvenær þeir kæmu; auk þess stönzuðu þeir aldrei það lengi í heimahöfn að tími gæfist til annars en geta börn. Hún hrökklaðist undan beizkju tengdadætra sinna til elztu dóttur sinnar sem 38 opnaði sjálf fyrir henni dyrnar. Svipur undrunar og viðbjóðs kom á andlitið þegar hún sá rautt, slímugt hjartað kvika í lófa móður sinnar og hún skellti í ofboði aftur hurðinni. Að vísu voru þetta ósjálfsráð viðbrögð og hún opnaði fljótlega aftur, en hún kom móður sinni í skilning um að hún kærði sig ekki um hjartað; hún var ekki viss. um að það færi vel við nýju húsgögnin í stofunni. Þá vissi móðirin að þýðingar- laust væri að halda göngu sinni áfram því að yngri dæturnar áttu enn nýrri húsgögn. Og hún hélt heim. Þar fyllti hún krukku af spíritus og sleppti hjartanu niður. Djúpt soghljóð, líkt og andköf í mennsku brjósti heyrðist er hjartað sökk til botns. Og nú stóðu þau hvort í sinni krukku á hillunni, heilinn og hjartað. En enginn kom til að skoða. Og börnin komu aldrei í heimsókn. Þau báru við annríki. En sannleikurinn var sá að þeim féll illa hin steríla lykt sem loddi við allt á heimilinu. VIÐARKLÆÐNINGAR Á LOFT OG VEGGI Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir s.s.: FURU OREGON PINE LERKI EIK ÁLM ASK CHERRY CAVIANA GULL-ÁLM TEAK HNOTU HARÐVIÐARSALAN S.F. Þórsgötu 13 — Símar 11931 og 13670

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.