Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 42

Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 42
HVERNIG LÝSA STJÖRNURNAR ÞÉR? DREKA- MERKIÐ 23. október — 22. nóvember JÁKVÆÐIR EIGINLEIKAR: Þinn hlutur er ómissandi í mannlífinu. Þú ert alvörugefin og hugrökk, en þó varfærin. Þegar þú hefur sett þér markmið, vinnur þú að því sleitulaust að ná því. Þú ert baráttukona og neitar að gefast upp, þótt móti blási. A yfirborðinu ertu köld og hörð, en undir niðri leynist viökvæmni, djúp samúð og sannur skilningur. Venjulega ertu alvarleg í tali og háttum og erfitt er að kæta þig, jafnvel í samkvæmum. Þú annt allri dul og hefur yndi af að grafast fyrir um leyndardóma og komast að innsta kjarna hvers máls. NEIKVÆÐIR EIGINLEIKAR : Veikari gerð Drekans er fífldjörf, framhleypin og slæg. Hún á engar djúprættar tilfinningar, elur á beiskum endurminningum og er afar hefnigjörn. Hún ímyndar sér, að henni sé sýnt ó- réttlæti, hún sé ofsótt og vanmetin af öllum. Oft hefur hún áhyggjur af atburðum. sem aldrei gerast. Hún er svartsýn, og þessi svartsýni litar allt hennar líf. Oft koma þessir neikvæðu eigin- leikar fram í bernsku, en hverfa með tímanum. Meginregla : Misstu aldrei sjónar á mark- inu. Heppileg störf: Rannsóknarstörf, lækning- ar og lögfræði. Vinnutilhögun: Þér fellur bezt að stjórna öðrum. Helztu einkenni: Stjórnsemi og miskunnar- leysi. Bezti eiginmaður: Stoltur og stjórnsamur. Bezta eiginkona: Er sú, sem les hugsanir manns síns og hlýðir hon- um í einu og öllu. Stjörnurnar ráða: Blaðra, gallblaðra, kynfæri. Gimsteinar Drekans eru: Tópas, tinna og segul- steinn. Litir Drekans eru brúnt, dökkrautt og blágrænt. Tala Drekamerkisins er níu. Þriðjudagur er vikudagur Drekans. SKAPGERÐ: Þú ert öfgavera á öllum sviðum, drottnunargjörn og viljasterk. Þú hefur sterk- an persónuleika. Fólki kann að líka illa við þig, en það lítilsvirðir þig ekki. Þú heimtar vilja þínum fram- gengt, og kærir þig koll- ótta, þótt það taki langan tíma. Þú lítur á lífið sem baráttu, stríð, og þeir, sem mót- mæla þér, eru andstæð- ingar, sem þú verður að sigra. Þú ert kraftmikil, eljusöm og hefur enga samúð með tilfinningum annarra. Þú átt bágt með að sýna hluttekningu og bitur allt af þér með nöpru háöi og kaldhæðni. Þú ert skarpgáfuð og stundum eru hugsanir þín- ar of djúpar til að unnt sé að orða þær. Hluta lífs þíns lifir þú í eigin heimi. Þú ert heimspekilega sinn- uð, og leyndardómar lífs og dauða og alls hins ó- þekkta töfra þig. Þótt mik- ið reyni á þig, heldurðu venjulega rólyndi þínu. Þú verður að fá útrás fyrir þrek þitt og ert aldrei ánægð með að hætta við hálf- unnið verk. Þú ert skapheit og upp- stökk en ekki langrækin. Þú ert hreinskilin, þver- móðskufull og kaldhæðin. Þú stefnir markvisst að því að ná völdum og lætur ekkert standa í vegi fyrir þér. Þú hikar aldrei við að kasta frá þér gömlum venj- um, aðferðum og kunn- ingjum til að fá þér aðra nýja og áhrifamikla. HEILSA: Líkami þinn er sterkbyggð- ur og hraustur. Þú dekrar aldrei við sjálfa þig og ættir satt að segja að hugsa betur um heilsu þína. Oft skeytir þú engu um smávegis veikleika, fyrr en heilsutjón hlýzt af. Þú ert afar þróttmikil, hefur yndi af íþróttum og þolir áreynslu ákaflega vel. Verr átt þú með að slaka á og hvlla þig. Bæði karlar og konur þessa merkis eru oftast þrekin og stórbeinótt. Karlmaðurinn er venjulega döjdtur á hör- und , kjálkabreiður með festulega drætti í kringum munninn. Augabrúnir eru oft þykkar og augun djúp- stæð og kuldaleg. Konur Drekans eru oft munaðar- gjarnar, dimmraddaðar með egglaga andlit og þykkar varir, fagrar á sinn eigin hátt. I æsku sýnist þú eldri en þú ert — í elli ert þú ungleg og hress. VINNA: Þú ert eljusamur starfs- kraftur og vinnur ætíð verk þín vel. Þú ert framagjörn, og þér fellur sjaldan verk úr hendi. Þú tekur oft að þér verkefni, sem aðrir gefa frá sér, af viljastyrk einum og löngun til að sigrast á þeim. Þú gefst aldrei upp og vilt ekki láta sjást, að starfið sé þér ofvaxið. Þú ert ekki sjálfselsk i starfi og vinnur oft fyrir aðra, án þess að búast við þakk- læti. Leynilögreglustörf og alls kyns rannsóknarstörf eiga vel við þig. Þú vekur alltaf tilfinningar hjá þeim, sem þú vinnur með allt frá hatri til tilbeiðslu, og þér er alltaf hlýtt skilyrðis- laust. Þú vinnur og nærð árangri löngu eftir að aðrir hafa gefizt upp. Vinna und- ir þinni stjórn er ávallt vel unnin, aldrei miður. Þú krefst þess, að aðrir leggi fram fullan skerf. PENINGAR: Þú hefur heppnina með þér í peningamálum og ert jafn séð i sambandi við þau og þú ert i að sjá í gegnum fólk og geta þér til um ætlun þess. Gættu þess þó að eyða ekki heimskulega, því að þú ert að eðlisfari eyðslusöm. HEIMILI: Skaplyndi þitt gerir þig lítt hæfa til að semja þig að rólegum háttum heimilis- lifs. En umhverfi á stóran þátt í frama þinum, og ást og umhyggja fjölskyldu er þér nauðsyn. Þú ert stjórn- söm á heimili þínu og vilt alltaf eiga siðasta orðið í hverjum umræðum. Þér finnst raunar engin skoð- un eins heilbrigð og þín eigin. Heimili þitt er þægi- legt og oft skrautlegt, og þú hefur gaman af að sýna það öðrum. VINÁTTA: Yfirleitt allir I þessu merki eiga óvini. Þú hefur yndi af allri baráttu — allt frá stríði niður í rifrildi. Þú ert trygg vinum þínum, en verði þeir uppvísir að ó- tryggð, hefnir þú þess grimmilega. Þú vilt ekki að vinátta verði of náin, nema vinurinn skilji eðli þitt til fullnustu og fyrirgefi þér mistök þin. Þú gerir gjarnan áhrifa- mikið fólk að vinum þin- um af hagkvæmisástæð- um. Ef þú temur þér meiri sjálfsstjórn, gætirðu orðið vinsælli. Það er oftast ó- gerlegt að deila við þig, þvi að þú sættir þig aldrei við að lúta i lægra haldi. Venjulega ertu rólynd og ferð langtímum einförum, þótt þú hafir einnig gaman af samkvæmislifi. Það er gagnstætt eðli þínu að eignast yfirborðskunningja eða ræða fram og aftur um ekki neitt. Vinum þinum kann að finnast þú tor- skilin. ASTIR: Ástin er stór og mikilvæg- ur þáttur i lifi þinu. Þú þarfnast samúðar, skiln- ings og ástúðar, ef llf þitt á að vera eðlilegt. Þú þráir skjall frá ástvinum þínum, en verður fúl við ásakanir. Þú daðrar ekki, til þess eru tilfinningar þinar of heitar. Þú ert ástriðufull og hneigð til afbrýðisemi. Maki þinn þarf að vera alinn upp á svipaðan hátt og þú, hafa líka menntun og líka skap- gerð — sömu þrár, til- finningar og áhugamál. Þá náið þið langt saman. HJÓNABAND: Þú ert trúr maki, en ekki ánægð með að sitja heima og láta lifið ganga fram hjá þér. Þú ert á móti því að skilja við maka þinn, þegar þú einu sinni hefur gefið ást þina, og þú vinn- ur ötullega að þvi að lag- færa allar misfellur í hjóna- bandinu. Eiginmaðurinn, fæddur í þessu merki, er ástríkur heimilisfaðir, en oft sjálfselskur og þrjósk- ur. Það er allt annað en auðvelt að búa með hon- um á stundum, hann getur verið kröfuharður, afbrýði- samur og óvæginn. Eiginkonan, fædd i þessu merki, hefur mikla ábyrgð- artilfinningu gagnvart hjónabandinu, og ber gamaldags virðingu fyrir heimilisstörfum. Hún er góður kokkur og lætur sér ekki bregða, þótt eigin- maðurinn komi með ó- vænta gesti til kvöldverð- ar. Hún er raunsæ og sér ástvini sína alls ekki um- vafða dýrðarljóma. Hún fylgir hjarta sínu án þess að óttast afleiðingarnar. Börn, fædd í þessu merki, eru viljasterk, kæn og sjá auðveldlega i gegnum öll svik. Foreldrar verða að vera afar hreinskilnir við þau. Þau hafa sterkar til- finningar og sálarlíf þeirra er viðkvæmt, þótt líkam- inn sé hraustur. Brjóstnála Hálsmen Lyklahringar, Viðhengi Bókahnífar Bókamerkr J eskeióar o.fl. .úr silfri nteö stjörnumerkjum fást í skartgripa 'verzluninni 'Skólavöróustig 21 SKAPGERÐ: Þú býrð yfir góðri greind, og ert viðsýn, þroskuð og raunsæ. Þú hefur mikla að- lögunarhæfileika, og ert fljót að átta þig á nýjum hugmyndum og venjum. Sú lýsing, sem hæfir þér bezt, er „heilbrigð og skyn- söm". Þú unir þér vel úti í náttúrunni. Þú ert greind, en það er ekki þar með sagt, að sú greind afli þér mikilla auðæfa. Þú ert þolinmóð, spaug- söm og einlæg í fram- komu. Hreinskilni þín get- ur oft haft hinar óþægileg- ustu afleiðingar. Fæstum likar að heyra sannleikann um sjálfa sig, að minnsta kosti ekki eins og þú slærð honum fram. Og þar sem þú ert mjög hreinskilin gagnvart öðrum, þá viltu að aðrir séu hreinskilnir gagnvart þér. Og jafnvel þeir, sem ekki kunna að meta þig, verða að viður- kenna, að ef allir væru eins og þú, væri einfaldara að lifa. Þú virðist hafa fullt jafn- vægi, bæði andlega og líkamlega. Þú elskar að breyta til, þú hefur yndi af útilífi, námi og lestri. Þú gefur þér tima til að sækja leikhús og kynna þér aðrar listgreinar. Einn af helztu kostum þín- um er réttlætiskennd. Hún kemur þér oft i vanda, en þú hefur rlka þörf fyrir að virða lög og reglur og vilt, að aðrir geri það einnig. Þú hefur samúð með hin- um kúguðu. Þú hefur hæfi- leika til að verða mjög góð- ur lögfræðingur. Þú hefur mikla útþrá og langar til að kanna ókunn- ar slóðir. Þú kannt aldrei við þig í borginni, þú elsk- , ar sveitina og skepnurnar, einkum hunda og hesta. Hundar og hestar laðast að þér. Þú gætir orðið góð bóndakona eðalandkönn- uður. Það er stundum erfitt að átta sig á þvi, hvort þú talar i gamni eða alvöru. Þér finnst gaman að deila við fólk, og hefur lag á að koma viðræðandanum að óvörum. Þú getur verið mjög fyndin og orðheppin. HEILSAN: Þeir, sem fæddir eru undir merki Bogmannsins eru yfirleitt glæsilegt fólk, há- vaxið og fjaðurmagnað í hreyfingum. Það tekur á verkefnunum af lifandi á- huga og er gefið fyrir úti- 42

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.