Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 46

Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 46
Kljásteinavefstóll Talið er að fornmenn hafi haft með sér til landsins vefstóla á- þekka þeim sem sýndur er hér að ofan. Vitað er að þessir vef- stólar voru i notkun hér á landi langt fram á 19. öld. Sennilegt er, að fyrsti visir að fjöldaframleiðslu á teppum hér á landi hafi verið teppavefnaður fanganna í Hegningarhúsinu í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar. Bárust teppi fanganna víða um land og líkuðu vel. Nú er nýr timi genginn i garð, tími tækni, hraða og framfara. Nú eru það ekki fangar sem vefa teppin góðu. Gamli kljásteinavefstóllinn er orðinn safngripur en í staðinn eru komn- ir stórir og fullkomnir vefstólar eins og þeir sem notaðir eru í gólfteppaverksmiðju AXMINSTER. Eins og forfeður okkar, notar AXMINSTER einungis íslenzka ull i framleiðslu sína. Reynslan hefur kennt okkur að gæðum íslenzku ullarinnar má treysta, enda hefur ekki enn fundist gerviefni sem er betra til gólfteppagerðar en íslenzka ullin. Þetta vita íslenzkar húsmæður. Það undrar því engan, að þær eigi sér þá ósk heitasta af fá AX- MINSTER alullarteppi á öll gólf. Þær vilja AXMINSTER, annað ekki. Axminster GÓLFTEPPAVERKSMIÐJA GRENSÁSVEGI 8 SÍMl 30676

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.