Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 53

Hrund - 01.12.1967, Qupperneq 53
Viö rákumst á þennan sænska kertastjaka í Nálinni. Hann er rauður aö lit og geröur fyrir fimm kerti og fjögur epli. Verö: kr. 890. Magnús E. Baldvinsson, úra- og skartgripaverzlun, hefur á boðstólum sænska keramikmuni. Á myndinni er smjörskál á tekkdiski og fylgir hnifur. Verð: kr. 274.- Krúsina má nota undir sultutau, marmelaði eða sykur. Hún kostar kr. 224 — Þeir, sem hafa áhuga á íslenzkri skartgripasmíði, ættu að líta inn hjá Jóhannesi Jóhannessyni. Þar er ýmislegt fallegt og sérkennilegt að sjá, svo sem hringurinn á myndinni. Hann er úr silfri og kostar kr. 820,— Þrátt fyrir svartasta skammdegi desem- bermánaðar, eru jólin í hugum flestra hátið Ijósa og gleði. Frá aldaöðli hefur það tiðkast að gefa vinum og vandamönnum smá gjafir í tilefni hátíðarinnar. Þessi siður hefur haldizt, þó ýmislegt annað gamalt og gott hafi farið I glatkistuna. Þetta er fallegur siður, því ef vel er valið, gleður það jafnt þann sem gjöfina gefur og hinn sem gjöfina fær. Ekki er hægt að fá rússneskar vörur í hverri verzlun I Reykjavík, en í verzlun- inni Istorg getur að líta ýmsa þarlenda muni, t.d. handmálaða prjónastokka á kr. 55,- og litlar skálar með líku mynztri, sem kosta kr. 40,- Ódýrir og fallegir munir til gjafa. Þó siðurinn með jólasokkinn sé ekki íslenzkur, birtum við hér mynd af íslenzkum sokk úr verzluninni Hallveigu. Hann kostar kr. 115.- London, dömudeild, býður upp á portúgalskar svuntur, sem kosta kr. 193— Svuntan á myndinní er grá, útsaumuð með fallegum rauðum litum. Forráðamenn Húsgagnaverzlunar Árna Jónssonar hafa fengið þá góðu hugmynd að flytja inn afsteypur af ýmsum frægum listaverkum. Á myndinni er „Konuhöfuð" eftir ítalska listamanninn Amedeo Modigliani og kostar hún kr. 960,- I Tösku- og hanzkabúðinni fást hand- unnar töskur frá Marokkó. Sú á myndinni kostar kr. 350- Og þetta er hún Mjallhvít, ævintýraprinsessan, sem öll börn þekkja. Hún fæst í Tómstundabúðinni og kostar kr. 224,- 53

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.