Fréttablaðið - 18.05.2013, Side 6

Fréttablaðið - 18.05.2013, Side 6
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ð þ ð ð ð ð Reykjavíkurborg ı 411 1111 ı www.reykjavik.is/eignir Re yk ja ví ku rb o rg 1 7. m aí 2 01 3 / JH J með talsverða sérstöðu Til sölu: Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Þekkt pípulagningarfyrirtæki Núverandi eigandi vill hætta vegna aldurs en er til í að starfa tímabundið með nýjum eiganda. Um er að ræða rótgróið fyrirtæki með fjölda fastra viðskipta- vina og góða afkomu árum saman. Joma hefur góð sambönd við erlenda framleiðendur og hefur flutt inn mikið af þeim vörum sem fyrirtækið notar og selur. Tilvalið tækifæri fyrir duglega pípara eða aðra iðnaðarmenn sem treysta sér í eigin rekstur. Auðveld kaup. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Jens Ingólfsson í síma 414 1200 og 820 8658, jens@kontakt.is H a u ku r 0 5 .1 3 VIÐSKIPTI Nokkur fjöldi þeirra sem gerðu tilboð í hluti í TM í hlutafjár- útboði félagsins stóð að lokum ekki við tilboð sitt. Um 2% af þeim hluta- bréfum sem selja átti í útboðinu var því skilað til Stoða sem seldu hluti sína í útboðinu. Viðskiptablaðið greindi frá þessu á fimmtudag en um er að ræða hlutabréf að verðmæti ríflega 90 milljóna króna sé miðað við útboðs- gengið sem var 20,1 króna á hlut. Eftirspurn eftir hlutabréfum í TM var 357 milljarðar króna í útboðinu en hlutaféð sem var til sölu var 4,4 milljarða virði. Eftir- spurn var því áttatíuföld en talið er að fjöldi fjárfesta hafi sett inn tilboð langt umfram greiðslugetu til að bregðast við fyrirsjáanlegri skerð- ingu á veittum hlutum. FME hefur að þessum sökum tekið verklag við hlutafjárútboð til skoðunar en stofnunin telur að sú hegðun að fjárfestir leggi inn hærra tilboð en hann getur staðið við geti talist vera markaðsmisnotkun í skilningi laga. - mþl Ekki var staðið við tilboð í um 2% þess hlutafjár sem seldur var í útboði TM: 90 milljónir fóru aftur til Stoða EFTIRSÓTT BRÉF Þeir sem stóðu ekki við tilboð sín sjá væntanlega eftir því þar sem verð hluta í TM hafði í gær hækkað um 27,6%. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLAMÁL Hvalarannsóknarbauja, álagsgreining fyrir loftfimleika, sjálfvirkt iðnvélmenni í fullu fjöri, teslaspóla sem spilar tónlist, jeppakerra með krana og rafdrifið gasgrill sem hægt er að færa með fjarstýringu eftir hentisemi voru meðal þess sem nemendur á tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík kynntu á uppskeruhá- tíð sem haldin var hátíðleg í gær. „Þetta er í rauninni kynning nemenda á verkefnum sem þeir hafa verið að vinna í þriggja vikna námskeiðum,“ segir Guðrún Sæv- arsdóttir, forseti tækni- og verk- fræðideildar Háskólans í Reykja- vík. „Tilgangur námskeiðsins er að nemendur fái hugmynd, útfæri hana, hrindi henni í framkvæmd og fylgi henni svo eftir. Þannig eflum við áhuga nemenda á fræði- lega efninu, eftir þessum prakt- ísku leiðum. Með því að leyfa þeim að prófa sjálfum. “ Guðrún var að vonum ánægð með nemendur sína. „Krakkarnir eru í skólanum næstum allan sól- arhringinn á meðan á þessu nám- skeiði stendur. Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni, fyrir kenn- ara og nemendur, og afraksturinn náttúrulega rosalega áhugaverður og skemmtilegur.“ olof@frettabladid.is Fjarstýrt gasgrill og sjálfvirkt vélmenni Nemendur í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík kynntu í gær tæki og tól sem þeir hafa verið að vinna að síðustu vikur. Þar mátti meðal annars sjá fjar- stýrt gasgrill og jeppakerru með krana. Eflir áhugann, segir forseti deildarinnar. EINBEITTUR Birgir Hallgrímsson sést hér með teslaspólu sem spilar tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÆKNITRÖLL Sjálfstýrt vélmenni sem keyrir sjálft, forðast hindranir og spilar tónlist. Nemendur fylgjast spenntir með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUMARUPPFINNING Gísli Freyr, ábyrgðarmaður vélaverkstæðis HR, grillar hér pylsur á rafdrifnu gasgrilli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK Sara Nassim, kvikmyndagerðarkona á Íslandi, komst nýlega inn í meistaranám í framleiðsludeild American Film Institute í Los Angeles. „Það er náttúru- lega frábært að komast þarna inn, og ég hlakka til að byrja í ágúst,“ sagði Sara í samtali við Fréttablaðið. American Film Institute er einn virtasti kvikmyndahá- skóli í heimi og því ljóst að það er mikill heiður að hljóta inngöngu. Á meðal útskrifaðra nemenda AFI eru Darren Aronofsky og David Lynch. „Ég bjóst ekkert við því að komast inn enda fáir teknir inn á hverju ári.“ Sara hefur verið iðin við kolann síðastliðin ár og hefur komið að gerð fjölda kvikmynda, auglýsinga og sjónvarps- þátta á Íslandi. Ljóst er að mikill missir verður að Söru í stéttinni. „Ég hlakka til að fara í skóla og veit að ég mun læra margt sem getur nýst mér í starfi. Kvikmyndagerð er skemmtileg, en á köflum krefjandi vinna. Ég vil halda áfram á sömu braut, en það verður ekkert verra að skipta aðeins um umhverfi þótt ég muni sakna allra sem ég er vön að vinna með hér heima,“ sagði Sara. „Ég vona bara að íslensk kvikmyndagerð haldi áfram að þróast á þeim hraða sem hún hefur verið að gera undanfarin ár. Hver veit? Kannski kem ég heim og loksins verður búið að rétta hlut kvenna í bransanum,“ sagði Sara kímin. - ósk SARA NASSIM Hlakkar til haustsins þegar hún hefur nám við AFI. MYND/ÚR EINKASAFNI Íslensk kona kemst inn í hina virtu framleiðsludeild American Film Institute: Vonar að hlutur kvenna aukist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.