Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 8

Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 8
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 UTANRÍKISMÁL Gríðarleg uppbygg- ing er fyrirsjáanleg á Grænlandi á næstu árum í tengslum við auð- lindanýtingu. Helsta markmið Grænlendinga með framkvæmd- unum er ekki ríkidæmi heldur sjálf- stæði. Þá felast tækifæri í uppbygg- ingunni fyrir Ísland. Þetta segir Svend Hardenberg, sveitarstjóri í Qaasuitsup í Græn- landi og stofnandi Greenland Invest. Hardenberg var meðal ræðumanna á fundi VÍB, eignastýr- ingarþjónustu Íslandsbanka, um tækifæri á norðurslóðum í Hörpu á fimmtudag. „Það er óumdeilt að það eru mikil fjárfestingartækifæri á Grænlandi. Þar er að finna olíu og gas og þá má byggja upp stóriðju í tengslum við virkjun vatnsfalla. Námavinnsla er þó það sem sennilega liggur bein- ast við,“ segir Hardenberg og held- ur áfram: „Það eru mikil verðmæti í grænlenski jörð og þau er að finna á stöðum þar sem fólk býr ekki. Það er því heppilegra að stunda náma- vinnslu á Grænlandi en til dæmis í Evrópu þar sem fólk er alls staðar skammt undan.“ Ljóst er að mikil tækifæri felast í uppbyggingu á Grænlandi og getur hin fámenna þjóð Grænlendinga fljótt orðið mjög auðug gangi hug- myndir um fjárfestingarnar þar eftir. Hardenberg segir að þegar sé undirbúningur vegna nokkurra stórra fjárfestingarverkefna hafinn en bætir við að ríkidæmi sé ekki markmið Grænlendinga í sjálfu sér. „Sjálfstæði er mjög ofarlega í huga Grænlendinga og það er lík- lega helsta ástæðan fyrir því að við viljum setja þessi verkefni af stað. Þau geta gert okkur kleift að fá efnahagslegt sjálfstæði en jafn- vel þó að lífskjör hér mundu versna myndum við heldur kjósa sjálfstæð- ið,“ segir Hardenberg sem bætir við að Grænland hafi fengið heima- stjórn fyrir ríflega 30 árum og að hann vonist til þess að fullt sjálf- stæði fáist fyrr en eftir önnur 30 ár. Spurður hvort Grænlendingar óttist umhverfisleg áhrif stórfram- kvæmdanna eða að alþjóðleg fyrir- tæki njóti alls ágóðans svarar Har- denberg: „Við gefum engan afslátt af kröfum um hvernig skuli staðið að þessum framkvæmdum þann- ig að umhverfið beri sem minnst- an skaða af. Þá erum við meðvituð um að þessi fyrirtæki eru að koma hingað til að græða peninga. Við hins vegar krefjumst þess að fá sanngjarnan skerf af því sem er til skiptanna. Þá leitum við liðsinnis færustu sérfræðinga í okkar sam- skiptum við fyrirtækin og lítum einnig til reynslu annarra þjóða.“ magnusl@frettabladid.is Mikil uppbygging í vændum á Grænlandi Svend Hardenberg, stofnandi Greenland Invest, segir Íslendinga geta notið góðs af mikilli uppbyggingu sem fyrirsjáanleg sé á Grænlandi á næstu áratugum. Hann segir efnahagslegt sjálfstæði markmið Grænlendinga með auðlindanýtingu sinni. SVEND HARDENBERG Í erindi sínu í Hörpu í gær fjallaði Hardenberg um fjár- festingartækifæri á Grænlandi en mikil uppbygging stendur þar fyrir dyrum á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hardenberg segir að ýmis tækifæri geti falist á Grænlandi fyrir Íslendinga. Hann leggur þó áherslu á að Íslendingar geti ekki einungis staðið á hliðarlínunni, þeir þurfi að vera tilbúnir að fjárfesta í verkefnunum. „Ef Íslendingar vilja koma að til dæmis verktakastörfum í Grænlandi eða taka þátt í uppbyggingarverkefnum að öðru leyti verða þeir einnig að líta á fjárhagslega hlið þeirra. Því ef Íslendingar eru ekki tilbúnir að fjárfesta í Grænlandi munu samningarnir líklega fara annað.“ Hardenberg segir að Bandaríkjamenn og Kínverjar vilji fjárfesta á Græn- landi og hafa áhrif á það hvernig framkvæmdirnar verði boðnar út. „Þeirra fyrirtæki munu njóta góðs af því. Ég segi því við Íslendinga: Ef þið viljið taka þátt í þessu með okkur þá ættuð þið að fjárfesta í Grænlandi.“ Tækifæri fyrir Íslendinga á Grænlandi Sjálfstæði er mjög ofarlega í huga Grænlend- inga og það er líklega helsta ástæðan fyrir því að við viljum setja þessi verkefni af stað. Svend Hardenberg EVRÓPUMÁL Þýskaland og Frakkland, stærstu hagkerfi evrusvæðisins, viðurkenna að samstarf þeirra sé lykillinn að því að ráða fram úr erfiðri stöðu evrulandanna. Ráða- menn eru enn ósammála um forgangsröð- un verkefna. Forseti Frakklands, François Hollande, vill að öll sautján ríki evrusvæðis- ins samþætti skuldir sínar og vill leyfa hag- kerfinu að blómstra, án þess að ráðist sé í niðurgreiðslu skulda af hálfu stjórnvalda, sem myndi skila sér í hærri sköttum, skerð- ingu á þjónustu og færri tækifæri á atvinnu- markaði. Angela Merkel er ekki sammála forseta Frakklands um að samþætta skuldir þjóðanna sautján. Hún vill að ríkisstjórnir ráðist í niðurfellingu skulda ríkissjóða áður en lengra er haldið. Nýjustu tölur sýna að hagkerfi evrusvæðis- ins hefur dregist stöðugt saman síðasta eitt og hálft ár, og níu af sautján Evrulöndum eru í kreppu, þar af er eitt landanna Frakkland. Hollande, sem er sósíalisti, vill stefna að því til langs tíma að búa til eina allsherjar ríkisstjórn yfir öllu evrusvæðinu. Merkel óttast að slík áform gætu orðið til þess að Þýskaland endi á að borga brúsann fyrir lönd sem standa ekki jafn vel að vígi fjárhagslega. - ósk Merkel og Hollande ósammála um aðgerðir til að leysa evruvandann: Níu af sautján evrulöndum eiga í kreppu LEIÐTOGARNIR Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og François Hollande, forseti Frakklands, leggja á ráðin. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Sala á farsímum jókst um tæp 70 prósent, eða 68,7 pró- sent, í apríl miðað við sama tíma á síðasta ári og sala á tölvum um 40,9 prósent á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsókn- arsetri verslunarinnar. Mest jókst sala á þessum tveimur vörum. Sala á fötum jókst um 5,5 prósent í apríl miðað við sama tíma í fyrra en verð á fötum hækkaði um 0,7 prósent frá sama mánuði fyrir ári. Í tilkynn- ingunni kemur jafnframt fram að verð á skóm hafi lækkað um 2,4 prósent síðan í apríl í fyrra en velta skóverslunar jókst um 1,7 prósent á sama tíma. Sala áfengis minnkaði um átta prósent í apríl miðað við sama tíma í fyrra en verð á áfengi hefur hækk- að um 1,3 prósent síðan í fyrra. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að almennt séu ekki miklar breytingar í kaupmætti og neyslu. Þannig var kaupmáttur launa í mars 1,5 prósentum meiri en í sama mán- uði í fyrra, samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Nýjasta þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir 2,5 prósenta vexti í einkaneyslu á þessu ári. Fram kemur í tölum Seðlabank- ans að greiðslukortavelta heimil- anna var 5,5 prósentum meiri í apríl en í sama mánuði í fyrra. - hó Vísitala Rannsóknarseturs versluninnar sýnir fram á aukinn kaupmátt: Mikill vöxtur í sölu farsíma MIKIL SALA Sala á farsímum hefur aukist um tæp 70 prósent miðað við sama tíma í fyrra. MYND/ÚR SAFNI Áhugasamir aðilar hafi samband við gunnar@kontakt.is eða í síma 414 1200. Miðbæjarradíó Eigendur Miðbæjarradíós horfa nú til þess að draga sig í hlé frá rekstri fyrirtækisins og hafa falið Kontakt að kanna með sölu á því. Reksturinn hefur gengið vel, veltan stöðug og hagnaður góður. Miðbæjarradíó (sjá www.mbr.is) flytur inn íhluti, varahluti, aukahluti, kapla, tengla, verkfæri, mælitæki og fleira á rafeindasviði og selur til endursölu og í smásölu. Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is H a u ku r 0 5 .1 3 LÖGREGLUMÁL Ökumaður bifhjóls lést á Landspítalanum í Fossvogi á fimmtudag eftir slys á Akra- nesi fyrr um daginn. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, missti stjórn á hjólinu á leið austur Faxa braut á fjórða tímanum síð- degis á fimmtudag. Hjólið hafnaði á grjótgarði með þeim afleiðingum að maður- inn kastaðist yfir hann og niður í fjöruna á Langasandi. Hann var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss- ins á Akranesi og síðan áfram á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lést síðar um daginn. Málið er í rannsókn. - sh Hafnaði á grjótgarði: Lést í vélhjóla- slysi á Akranesi VIÐSKIPTI Hagar högnuðust um rétt tæplega 3 milljarða króna á rekstrarárinu 2012 til 2013. Til samanburðar var hagnaður rekstrarársins á undan ríflega 2,3 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta fór úr 4,2 milljörðum í rétt tæp- lega 5 milljarða. Stjórn Haga leggur til að alls 586 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa. - mþl Gott uppgjör hjá Högum: Stefnir í 568 milljónir í arð FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ FME athugar reglulega starfsemi lífeyrissjóða lands- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Fjármálaeftirlitið hefur gert nokkrar athugasemdir við starfsemi Lífeyrissjóðs bænda að lokinni athugun á sjóðnum. FME gerði meðal annars athuga- semd við lánveitingar til tveggja sjóðfélaga með lánsveði í eignum einkahlutafélags þeirra. Þá taldi FME rétt að verklagsreglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna sjóðsins yrði betur fylgt eftir. FME kannar reglulega starfsemi lífeyrissjóða landsins og gerir að slíkri könnun lokinni tillögur að úrbótum. - mþl Athugun Fjármálaeftirlitsins: Snuprar lífeyris- sjóð bænda LÖGREGLUMÁL Dómari í Héraðs- dómi Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglunnar á Eskifirði um að framlengja gæsluvarðhald yfir grunuðum morðingja um fjórar vikur. Maðurinn, sem er 24 ára, er talinn hafa orðið Karli Jónssyni, 59 ára, að bana með hnífi í fjöl- býlishúsi á Egilsstöðum aðfara- nótt 7. maí. Hann var úrskurðaður í tveggja vikna varðhald kvöldið eftir sem hefði runnið út nú eftir helgi. Hann hefur ekki játað. Árásin á Karl var ofsafengin og er ungi maðurinn talinn hafa reynt að brenna föt sem fundust í rusla- tunnu fyrir húsið. - sh Grunaður um morð: Ungi maðurinn lengur í haldi LEIDDUR FYRIR DÓMARA Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands fyrir hálfri annarri viku. AUSTURFRÉTT/GUNNAR DÖKK FEGURÐ Um þessar mundir stendur yfir hátíð gotneskra lista í Leipzig í Þýskalandi. Þessi gestur féll vel inn í hópinn. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.