Fréttablaðið - 18.05.2013, Side 38

Fréttablaðið - 18.05.2013, Side 38
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 hefur haldið með í þrjá ára- tugi. „Áður fyrr lögðust heilu helgarnar undir pirring og vonbrigði ef City tapaði,“ segir Gulli sem tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að hætta að svekkja sig á þessu. Hann myndi fagna ef liðið ynni en „ef þeir tapa þá tapa þeir bara“. „Ég ætla ekki að láta það bitna á fjölskyldu minni, vinum eða öðru fólki í kringum mig ef fótboltaliðið mitt tapar.“ Því er þó fjarri að áhugi hans á íþróttinni fögru sé minni fyrir vikið. „Ég og þú, fótbolta- menn og fjölmiðla- menn, við lifum fyrir fótboltann. Við hugs- um um hann, tölum um hann, horfum á hann og spilum hann. Ég sé ekki eftir neinu á fótbolta- ferlinum og það gerði mig að því sem ég er í dag. Ég er ánægður með mig í dag.“ eigi stóran þátt í hvernig hann hafi þróast sem markvörður. Hann segist vel hafa vitað að Kristján væri aðal- markvörður KR en lítið spáð í því. „Ég var hrokafullur á þessum tíma og taldi að ekkert myndi stoppa mig,“ segir Gulli. Um mitt sumar fékk Gulli tækifærið sem hann nýtti heldur betur. Hann hélt markinu hreinu í 641 mínútu og KR var hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum. Frammistaða Gulla í markinu spurðist út og fór hann til Wimbledon á reynslu. Þá greindu fjölmiðlar frá því að Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefði auga- stað á Gulla. „Mér fannst þetta svakafínt og tal- aði um þetta um allan bæ. Þetta var skemmtilegt og mikið hrós,“ segir Gulli. „En það hafa verið hæðir og lægðir í þessu,“ segir Gulli sem var kominn á bekkinn sumarið 1999 þegar KR vann langþráðan Íslandsmeist- aratitil og vann einnig bikarinn. „Það fannst mér mjög erfitt og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar.“ Svo fór að Gulli samdi við Keflavík og lék með liðinu næstu tvö tímabil. Konan sem bjargaði Gulla Þótt gengið á knattspyrnuvellinum suður með sjó hafi verið með ágætum var einkalífið hjá markverðinum í molum. Hann segist hafa verið að blekkja sjálfan sig þegar hann flutti suður. Hann hafi verið kærulaus, við- horf sitt hafi ekki verið rétt og hann hafi ekki borið ábyrgð á neinu. „Mér fannst bara tímaspursmál þar til ég færi út í atvinnumennsku og yrði milljónamæringur,“ segir Gulli. Athyglin sumarið 1998 hafi stigið honum til höfuðs og hann hafi verið kominn í mjög slæm mál fjárhagslega séð. Hann spilaði sína fyrstu landsleiki á þessum tíma, kynntist vinum fyrir lífstíð í Keflavík en leið ekki vel. Hann sagði skilið við Keflavík haustið 2001 og hélt í heimahagana í HK. „Ég var ekki á góðum stað þegar ég hætti í Keflavík og ég og þáverandi eigin kona mín skildum,“ segir Gulli. Í kjölfarið fór hann að reikna dæmið upp á nýtt. Hann fór að vinna hjá HK ásamt því að spila með félaginu og kynntist núverandi eiginkonu sinni, Hildi Einars dóttur, sumarið 2002. Um annan tímapunktinn var að ræða. „Eftir að við kynntumst fór ég að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Gulli og er greinlegt að Hildur, sem spilaði um tíma sem framherji með Breiða- bliki, hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi Gunnleifs. „Hún er mín helsta fyrirmynd í líf- inu,“ segir Gulli. „Hildur er mun yngri en ég en algjörlega mín stærsta og besta fyrirmynd,“ segir Gulli en tíu ára aldursmunur er á þeim. Þau gengu í það heilaga árið 2009 og eiga saman þrjú börn sem fæddust með tveggja ára millibili árin 2006, 2008 og 2010. Auk þess á Gulli dóttur úr fyrra sambandi sem fædd er árið 2001. Á sökin á ríg Breiðabliks og HK Gunnleifur stendur í dag á milli stang- anna hjá Breiðabliki, erkifjendum HK- inga. Það vakti eðlilega mikla athygli þegar hann gekk í raðir Blika síðast- liðið haust en hann segist umfram allt halda með einu liði, fjölskyldu sinni. Þriggja ára samningur var í boði og ekki hafi verið erfitt að ganga í raðir Blika. „Ég á sennilega mesta sök á þessum ríg HK og Breiðabliks,“ segir Gulli og hlær. Hann segir sig og félaga sína meðvitað hafa eflt ríginn á milli HK og Breiðabliks þegar hann sneri aftur í HK eftir árin tvö í Keflavík. „Við vildum efla hjartað og sálina í HK. Auka félags- kenndina og ná okkur þannig á flug,“ segir Gulli. Óhætt er að segja að HK hafi farið á flug því fimm árum síðar lék liðið í deild þeirra bestu í fyrsta skipti. Þrátt fyrir áhuga annarra félaga hélt Gulli tryggð við sitt félag. Í febrúar 2009 stóð Gulla til boða að spila með liði FC Vaduz í svissnesku deildinni en liðið er staðsett í Liechtenstein. „Það var frábært í Liechtenstein,“ segir Gulli um hálfa árið sem hann dvaldi í dvergríkinu ásamt fjölskyldu sinni. Guðmundur Steinarsson, fyrr- verandi liðsfélagi úr Keflavík, mælti með honum og auk þess lék Skagamað- urinn Stefán Þórðarson með liðinu. „Við skelltum okkur á þýskunám- skeið og vorum orðnir þokkalega góðir,“ segir Gulli aðspurður hvern- ig gengið hafi að tala þýskuna. Hann spilaði þó minna en hann reiknaði með og ber knattspyrnugoðsögninni þýsku, Pierre Littbarski, ekki vel söguna. „Hann var ekki starfi sínu vaxinn sem þjálfari eins og hann var góður leik- maður.“ Gulli spilaði síðustu leikina með HK í 1. deildinni um sumarið og skömmu síðar kom kallið frá FH. Hann varð bikarmeistari með FH sumarið 2010 og fyrirliði þegar liðið varð Íslandsmeist- ari í fyrra. „Það var risastórt augnablik fyrir mig. Að vera fyrirliði besta liðs landsins og taka á móti titl- inum sem við unnum með þessum yfirburðum.“ Gulla bauðst að vera áfram í eitt ár hjá FH en var í leit að lengri samningi sem hann fékk hjá Breiða- bliki. Hætti að blóta Foreldrar Gulla létust vegna veik- inda fyrir aldur fram með mánaðarmillibili árið 2007. „Það var síð- asti tímapunkturinn enn sem komið er,“ segir Gulli. Þá hafi hann farið að velta fyrir sér hvað skipti raun- verulegu máli í lífinu. Hann hafi farið að rækta sjálfan sig og tekið nokkrar ákvarðanir um líf sitt. „Ég reyni að vera almennilegur við fólk, góð manneskja, blóta ekki og vil láta gott af mér leiða úti í sam- félaginu,“ segir Gulli. Hann er stöð- ugt að minna sig á þessa hluti en telur sig betri mann í dag. Það hjálpi honum líka á knattspyrnuvellinum. Spurður hvort ekki hafi verið erfitt að hætta að blóta, í umhverfi knattspyrnumanna sem láta ýmislegt flakka hvort sem er á æfingum eða leikjum, segist hann eiga auðvelt með að standa við ákvarð- anir sínar. Hann tekur sem dæmi uppá- haldslið sitt Manchester City sem hann SÁ LANGÞRÁÐI Gulli með Íslandsmeistarabikarinn 2012 sem FH-ingar unnu með miklum yfirburðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hildur er mun yngri en ég en algjörlega mín stærsta og besta fyrir- mynd. Ég ætla ekki að láta það bitna á fjölskyldu minni, vinum eða öðru fólki í kringum mig ef liðið mitt tapar. American Express Valid Thru Member Since American Express Valid Thru Member Since F ÍT O N / S ÍA er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.