Fréttablaðið - 18.05.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 18.05.2013, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGÚtskrift LAUGARDAGUR 18. MAÍ 20134 Líf Elísu Dagmarar Andrésdóttur tók miklum breytingum þegar hún settist aftur á skólabekk eftir margra ára fjarveru. Hún útskrifað- ist úr náms- og starfsendurhæfingu Hringsjár fyrr í vikunni auk þess sem hún lauk námsbrautinni Skrifstofu- braut 1 frá Menntaskólanum í Kópa- vogi. „Ég lenti í ýmsum áföllum fyrir nokkrum árum og var greind með áfallastreituröskun í kjölfarið. Um árið 2009 fór ég að vinna í sjálfri mér og fór fyrst í endurhæfingu hjá Janus endur- hæfingu. Þar frétti ég af náminu hjá Hringsjá og ákvað að sækja um.“ Námið hóf hún síðasta haust en hafði áður sótt tvö námskeið fyrr um vorið. „Í heildina er þetta þriggja anna nám þar sem farið er vítt og breitt yfir mörg ólík fög eins og stærðfræði, ís- lensku, félagsfræði og bókfærslu. Þetta var virkilega mikil áskorun fyrir mig og í raun vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í. Ég féll á samræmdu prófunum í 10. bekk en tók þau upp síðar í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Á þeim tíma hafði ég engan áhuga á frekara námi enda átti ég alltaf erfitt með nám sem barn. Seinna kom í ljós að ég var með athyglisbrest sem auðvitað hefur háð mér mikið í námi þegar ég var yngri þótt hann geri það ekki með sama hætti í dag.“ Sjálf segist hún hafa verið sannfærð um að hún gæti ekki lært stærðfræði en annað hafi komið á daginn. „Mér gekk mjög vel í stærðfræði sem kom mér skemmtilega á óvart. Sama má segja um mörg önnur fög. Námið hefur bara gengið mjög vel og miklu betur en ég átti von á. Það fór svo sannarlega fram úr öllum væntingum mínum. Ég brill- eraði til dæmis í bókfærslu en ég átti aldrei von á að ég myndi hafa gaman af slíkum fögum. Svona kemur lífið manni sífellt á óvart.“ Góður andi og frábærir kennarar Elísa gefur kennurum skólans og starfs- mönnum bestu einkunn. „Þetta er yndis legt fólk. Ég held að ég hafi aldrei komið inn á stað með jafngóðu and- rúmslofti áður. Ég hefði aldrei trúað því fyrir fram. Allt starf kennara einkenn- ist augljóslega af gleði og ánægju yfir kennslunni.“ Hópurinn sem hóf námið taldi 22 manns en sextán útskrifuðust í vikunni. „Andinn var mjög góður í hópnum og við náðum strax mjög vel saman þótt við kæmum úr ólíkum áttum og værum á ólíkum aldri.“ Næsta haust ætlar Elísa að halda áfram í Menntaskólanum í Kópavogi og klára Skrifstofubraut 2 sem hún lýkur vorið 2014. „Síðan er stefnan sett á að ljúka prófi til viðurkennds bókara en það er starfsvettvangur sem ég hrífst mikið af. Um jólin 2014 ætti ég því að vera búin að klára skólagöngu mína, að minnsta kosti í bili.“ Fjölskylda Elísu hefur staðið vel við bakið á henni á meðan skólaganga hennar hefur staðið yfir. „Þau hafa hvatt mig til dáða og stutt mig í náminu. Maðurinn minn hefur sérstaklega staðið eins og klettur mér við hlið.“ Svona kemur lífið sífellt á óvart Fjöldi nemenda útskrifaðist úr náms- og starfsendurhæfingu Hringsjár í vikunni. Námið er ætlað fólki sem vill komast út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Námið er persónulegt og hentar fólki með ólíkan bakgrunn. Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, og Elísa Dagmar Andrésdóttir. MYND/GVA Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Þar er boðið upp á einstaklingsmiðað nám í heimilislegu og notalegu umhverfi með góðri stoðþjónustu. Áhersla er lögð á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra og fái aðstoð við hæfi. Markmiðið er að gera nemendur færa um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og/eða fjölbreytt störf á almennum vinnumark- aði. Samkvæmt árangursmælingu sem gerð var árið 2012 eru 79% útskrifaðra nemenda í námi eða starfi að hluta til eða fullu. Hægt er að sækja um nám eða námskeið hjá Hringsjá í Hátúni 10 d, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.hringsja.is. HRINGSJÁ Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Námskeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Auk námskeiða býður Hringsjá líka fullt nám í 3 annir. Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510-9380 eða á hringsja.is. Bókhald og Excel Grunnur í bókfærslu og Excel fyrir þá sem vilja vinna við bókhald eða færa eigið. Stærðfræði fyrir byrjendur Beitt er nýjum aðferðum til að skapa áhuga og jákvætt við horf til stærðfræði. ÚFF - Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frest- unar, einkenni og afleið- ingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Enska fyrir byrjendur Beitt er nýjum aðferðum fyrir þá sem hafa átt erfitt með að læra ensku / önnur tungumál. Sjálfstyrking Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öruggari framkomu og almennt vera til! Í Fókus - Að ná fram því besta með ADHD Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti / ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD. Fjármál á mannamáli Fjármál einstaklinga á mannamáli! Eykur skilning á fjármálum, bæði eigin og almennt. Tölvubókhald Dýpkar þekkingu á bókhaldi almennt og kynnir tölvufært bókhald. TÁT – Tök á tilverunni Bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og hindranir sem upp koma. Minnis- tækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða. Tölvugrunnur Tölvunotkun fyrir byrjendur. Unnið á eigin hraða með aðstoð. Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.