Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2013, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 18.05.2013, Qupperneq 76
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Út að leika Teikningar og texti Bragi Halldórsson 44 „Hvað er nú þetta eiginlega?“ spurði Róbert. „Lísaloppa,“ sagði Kata. „Þú veist allt, er það ekki, getur þú sagt okkur hvað þessi ólífa er að gera þarna með þessum eldspýtum?“ „Þetta er eldspýtnaþraut,“ sagði Lísaloppa. Konráð horfði hissa á þrautina. Ekki gat hann séð hvað ólífa kæmi eldspýtnaþraut við. „Sjáið þið til,“ sagði Lísaloppa. „Eldspýturnar eru glas á fæti og ólífan er ofan í því. Getið þið fært tvær eldspýtur svo ólífan sé ekki lengur inni í glasinu.“ Þau horfðu öll þegjandi á þrautina góða stund. „Þetta er ómögulegt,“ sagði Kata loksins. „Nei, nei,“ sagði Lísaloppa. „Ég held að ég sé meira að segja búin að fatta lausnina.“ „Það var svo sem auðvitað,“ sagði Kata ólundarlega. “Jæja, leysum þetta,“ sagði hún ákveðin. „Allir saman nú, við getum leyst þetta líka.“ Getur þú leyst þessa eldspýtnaþraut? Fallin spýta Einn leikmaður „er’ann“. Hann þarf að telja upp í 50 áður en hann má hefja leit að hinum þátttakendunum, sem fela sig fyrir honum. Síðan hefst leitin. Ef sá sem leitar finnur einhvern sem hefur falið sig hleypur sá fyrrnefndi að spýtunni, sem stillt hafði verið upp við vegg, fellir hana og segir: „fallin spýta fyrir … 1, 2 og 3“ og nefnir nafn þess sem fannst. Þá verður sá sem fannst úr leik. Ef sá sem fannst er á undan að komast að spýtunni og fella hana sleppur hann í borg og er hólpinn það sem eftir lifir leiksins. Sá sem spýtan er fyrst felld fyrir leitar í næsta leik. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ylfa Marín. Sansai, það þýðir þriggja ára á japönsku. Iðunn Heiður er eins árs, hún er systir mín. Hvar átt þú heima? Ég á heima í borg sem heitir Nishinomiya, í Japan. Hvað heitir leikskólinn þinn? Nigawa youchien. Kennar- inn minn heitir Mai. Hún er skemmtileg. Hvað gerir þú á leikskólanum? Leik mér með vinum mínum. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera á daginn? Elda og teikna og syngja í karókí með mömmu og pabba. Ertu búin að læra einhverja japönsku? Já. Okasan (mamma), Otosan (pabbi), kawaii (sætt) og fullt, fullt meira. Hvernig segir maður „góðan daginn“ á japönsku? Ohayou gozaimasu. „Ohæjó gosæmas“. Finnst krökkunum ekkert erfitt að segja nafnið þitt? Nei. Hvað heita bestu vinir þínir í skólanum? Vinkonur mínar heita Saiyuri, Miku og Kanako. Vinur minn heitir Junsei. Ég á líka vinkonur sem heita Mary og Sakura, þær eru ekki í leikskól- anum mínum. Ohayou gozaimasu! Ylfa Marín Nökkvadóttir fl utti með foreldrum sínum og litlu systur sinni til Japan í lok ágúst í fyrra. Þar byrjaði hún í nýjum leikskóla og hefur nú eignast marga japanska vini. Í LEIKSKÓLA ER GAMAN Ylfa Marín á marga vini í leikskólanum. YLFA MARÍN NÖKKVADÓTTIR Það skemmtilegasta sem hún gerir er að teikna og syngja í karíókí með mömmu og pabba. Japan er eyjaklasi í Kyrrahafinu í Austur- Asíu. Höfuðborgin heitir Tókýó og í landinu er töluð japanska. Íbúar landsins eru næst- um 128 milljónir, eða um fjögur hundruð sinnum fleiri en Íslendingar. Þjóðarfáninn er hvítur með rauðum hring, en hringurinn táknar sólina. Japanskar teiknimyndir eru afar vinsælar um allan heim, til dæmis svokallaðar manga-teiknimyndir, en þær eru til bæði í formi bóka og sjónvarpsþátta. Þar eru persónurnar gjarnan með stór augu og tilfinningar ýktar. Bardagaíþróttir eru margar vinsælar í Japan, til dæmis karate, júdó, kendó og aikidó. Meðalaldur íbúa Japans er sá hæsti í heimi, eða rúmlega 82 ár. Elsti maður heims er japanskur og hann er hvorki meira né minna en 116 ára! Vissir þú þetta um Japan? Hollí hú Þátttakendur standa hlið við hlið nema einn sem stendur andspænis hópnum og heldur hann á litlum bolta. Hann hugsar sér karlmanns- eða kven- mannsnafn, til dæmis Agnar. Síðan kastar hann boltanum til þess sem er lengst til vinstri í röðinni og kallar: „A karlmannsnafn!“ Á þá sá eða sú, sem fékk boltann, að reyna að geta einu sinni upp á nafninu, sem byrjar á A, og kasta um leið til baka. Sé nafnið rangt er boltanum kastað til næsta þátttakanda í röðinni. Sé getið upp á réttu nafni fær stjórn- andinn boltann aftur, kastar honum í jörðina, kallar „hollí“ og hleypur sem lengst frá boltanum áður en sá sem gat upp á nafninu grípur hann og kallar „hú!“ Á stjórnandinn þá að nema staðar og mynda „körfu“ með báðum handleggjum. Sá sem gat upp á nafninu fær að taka þrjú stór skref og þrjú „hænuskref“ í áttina að stjórnandanum og reyna að hitta með boltanum ofan í „körfuna“. Takist það verður hann næsti stjórnandi en takist það ekki fær sá sem er næstur í röðinni að spreyta sig. Heimild: Umboðsmaður barna/krakkaleikir Leikir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.