Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 98

Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 98
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 62 Þegar í Róm...Horfði á Eyþór Inga syngja sér líf á breiðtjaldi á Hamborgarafa- brikkunni ásamt tveggja ára dóttur minni. Á meðan Eyþór söng neyddist hún til þess að færa sig úr útgáfunni „Ég vil ís, ég vil ís. Pabbi gefðu mér nú ís“ yfir í orginalinn. Hollensku hjónin á næsta borði horfðu í forundran á þegar Íslendingar lögðu frá sér kassalaga borgarana og störðu á dalvíska handflakar- ann og kunnu ekki við annað en að klappa með þegar Eyþór lagði frá kreppti hnefann í lokin. „Þetta var flott hjá okkur,“ sagði barnið. Ég held að hún hafi ekki talið þetta „okkur“ vera íslensku þjóðina. Meira hana og bakröddina hennar á breiðtjaldinu. Helgi Seljan Jibbí. Fæ vinnu í Malmöbæ aðeins lengur. Love you all. Pétur Örn (annar höfunda Ég á líf ) Ég hef eiginlega mestar áhyggjur af enska laginu í Evrovision, vinur minn samdi það, þarf eiginlega að komast áfram. Egill Helgason Glæsilegt Eurokvöld! Til hamingju Eyþór Ingi og Pétur Örn, atriðið var stórkostlegt og aldrei spurning um að Ísland kæmist áfram. Virkilega spennt fyrir laugardeginum! (og nenn- iði að skila kveðju frá mér til Drakúla og gamla bassakrúttsins) Unnur Eggertsdóttir Áfram íslenska! Svavar Halldórsson Vá, hvað ég var stolt af því að vera Íslendingur í kvöld. Þvílík frammi- staða, Eyþór Ingi. Elin Hirst Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þann styrk sem býr innra með okkur öllum. Á námskeiðinu er tvinnað saman gjörhygli og samkennd, byggt er á þekkingu á því hvernig hugurinn hefur þróast og hvernig hann starfar. Þetta er ný meðferðarleið sem þegar hefur verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu, sjálfsgagnrýni og erfiðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm, reiði, kvíða og depurð. Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð á mann 119.900 kr. Námskeiðið verður haldið dagana 18.-25. júní. Compassionate mind training „Ég er enn þá þeirrar skoðunar að Eyþór Ingi hefði aldrei átt að fara í Eurovision. Hann er besti söngvari sem ég hef heyrt í á Íslandi og mér finnst Eurovision ekki vera réttur vettvangur fyrir hann,“ segir Bubbi Morthens. Eyþór Ingi kom fyrst fyrir augu lands- manna þegar hann tók þátt í raun- veruleikaþáttunum Bandinu hans Bubba árið 2008 og vann. Margir muna eftir því í einum þættinum þegar Bubbi bað Eyþór Inga vinsamlegast um að gera sér þann greiða að fara aldrei í Eurovision. Eyþór hefur látið hafa eftir sér í viðtölum síðan að á þeim tímapunkti þótti honum tilhugsunin um að hann myndi nokkurn tíman taka þátt í keppninni vera hlægileg. - trs „Eyþór hefði ekki átt að fara í Eurovision“ Bubbi Morthens hefur ekki skipt um skoðun. Þá er loksins komið að Eurovision-hátíðinni sjálfri. Stærsti dagur ársins að mínu mati – að jólum, pásk- um og afmælisdeginum meðtöldum. Frá því að ég nýtti hálf mánaðarlaunin í að kjósa Eyþór Inga til sigurs í Söngvakeppninni í febrúar hef ég verið fullviss um að hann væri að fara að fljúga í gegnum forkeppnina og ná á topp 10 í aðalkeppninni. Brennd börn Þegar kemur að Eurovision eru margir Íslendingar eins og brennt barn. Þeir þurfa alltaf að búa sig undir það versta en þegar vel gengur eru þeir ekki lengi að snúast í 180 gráður og fyllast stolti. Svo er fólk eins og ég. Við sem höfum barist með kjafti og klóm allan tímann og sagt að við komumst víst áfram. Fólk eins og ég átti góðan dag í gær þar sem við fengum að benda á ykkur hin og segja: Ég sagði ykkur það! Ég klæddist kjól og hælum í gær til að halda upp á daginn. Alvöru áhugaleysi Síðustu vikum hef ég að mestu varið með fólki héðan og þaðan úr Evrópu og eins og sönnum Eurovision-aðdáenda sæmir hef ég verið dugleg að leyfa þeim að hlusta á íslenska lagið. Sérstaklega hafði ég gaman af því þegar stúlka frá Rússlandi var enn raul- andi lagið tveimur tímum eftir að hafa hlustað á það. Það sem mér þótti samt merkilegast var fólkið sem hafði ekki áhuga á keppninni. Hér á Íslandi eru ófáir sem vilja meina að þeir falli í þann hóp. Samt sem áður er erfið leitin að þeim ein- stakling sem ekki kann íslenska lagið (þið getið reynt að neita því, en þið getið öll raulað með því) og götur bæjarins voru furðu- tómar á fimmtudagskvöldið. Ég held að þær verði alveg auðar í kvöld. Í útlöndum fann ég samt fólk sem virkilega hefur ekki áhuga á keppninni. Úkraínsk vinkona mín vissi ekki einu sinni hvort þau væru með í ár og margir Bretanna misstu hökuna í gólfið af undrun þegar ég tilkynnti þeim að Bonnie Tyler væri þeirra fulltrúi í ár. Einn þeirra trúði mér ekki fyrr en hann hafði gúgglað það. Freyðivínið klárt Eyþór Ingi verður 19. atriðið á svið í kvöld. Fræðin eru ekki sammála um hvort það sé gott eða slæmt. Mitt mat er að þetta sé kjörinn staður fyrir lag sem þetta. Ég er þó ekki alveg jafn ánægð með að við skulum koma beint á eftir danska laginu. Ég er samt viss um að hjartað eigi eftir að springa úr stolti þegar Eyþór stígur á svið. Ég hvet ykkur öll til að taka af ykkur grímuna, njóta hátíðar- innar og leyfa gæsahúðinni að brjótast fram. Það er ekkert vit í öðru. Ég verð með freyðivínið tilbúið til að skála fyrir mínum manni, sama hvernig fer! Aðalkeppni Eurovision er í dag Ég sagði ykkur það! „Fiðrildin gerðu vart við sig rétt áður en ég steig á svið en þegar ég heyrði fagnaðarlætin og fann fyrir stuðn- ingnum fannst mér ég svo velkominn að það var ekki annað hægt en að vera afslappaður,“ sagði Eurovision-stjarn- an Eyþór Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Eyþór heillaði Evrópu upp úr skón- um í undankeppninni á fimmtudaginn og fleytti íslenska framlaginu, Ég á líf, áfram í úrslitin sem fara fram í kvöld. Hann átti greinilega stóran aðdáenda- hóp í salnum því þakið ætlaði að rifna af höllinni þegar hann steig á sviðið og að flutningnum loknum tók ekk- ert minna við. „Fyrir okkur er mest- ur sigur að við höfum komist áfram á íslenskunni,“ sagði Eyþór sem tók sigurkvöldinu rólega. „Ég fór beint á blaðamannafund og í alls konar við- töl. Það saug upp það sem eftir var af orkunni svo ég fór beint heim á hótel eftir það. Þar beið fjölskyldan eftir mér svo það var aðeins knúsast og svo henti ég mér beint í bólið,“ sagði hann. Það vakti mikla athygli hversu duglegur Eurovision-hópurinn var á Facebook á meðan á keppni stóð og sagðist Eyþór nokkuð viss um að þeir verði í beinni í kvöld líka. „Hvenær er Pétur ekki duglegur á Facebook,“ sagði hann og hló. „Við tókum mynd af okkur í kosningar-pásunni á fimmtu- daginn og skelltum á Facebook. Á örfáum mínútum fékk hún einhver 8.000 læk. Það var ómetanlegt að finna stuðninginn svona beint í æð. Við hvetjum fólk bara til að halda áfram að fylgjast með okkur á like- síðunni á Facebook,“ bætti hann við. Eyþór sagðist ekki velta sér mikið upp úr úrslitunum. „Fyrst og fremst er bara ógeðslega gaman að fá þrjár mín- útur í viðbót á sviðinu. Ég ætla að setja allan fókus á að skila laginu vel,“ sagði hann og skilaði góðri kveðju heim til Íslands. tinnaros@frettabladid.is Ómetanlegt að fi nna fyrir stuðningnum Eyþór Ingi söng sig inn í hjörtu Evrópubúa og keppir í úrslitum Eurovision í kvöld. NÓG AÐ GERA Eyþór fór beint á blaðamannafundi eftir undankeppnina á fimmtudaginn. Hann hefur haft í nógu að snúast síðustu tvær vikurnar. NORDICPHOTOS/GETTY Eyþór varði góðum tíma í gær í æfingar á opnunaratriði kvöldsins. Þar verða fánar allra keppnisþjóða notaðir og Abba-stjörnurnar Benny Andersson og Björn Ulvaeus hafa skellt í nýtt lag til að nota í atriðið. „Þetta verður rosaflott, með risakór og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Eyþór. ➜ Tekur þátt í opnunaratriðinu Eyþór hefur verið kallaður ýmsum nöfnum í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum á undanförnum dögum. Margir hafa líkt honum við guðinn Þór og aðrir við álfinn Legolas úr Hringadróttinssögu. Mest áberandi hefur þó verið líkingin við frelsarann sjálfan Jesú Krist. „Það eru alltaf allir að reyna að vera fyndnir og finna sniðugar samlíkingar og það er bara partur af þessu og gaman að því,“ segir Eyþór. „Sú sem stjórnaði aðalblaðamannafundinum hérna í höllinni var til dæmis rosalega upptekin af þessari Jesú-líkingu og spurði mig hvort ég væri minn eigin guð. Ég svaraði henni um hæl og sagði að ég væri hennar guð. Hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að taka því,“ bætir hann við og hlær. ➜ „Ég er þinn Guð“ tinnaros@frettabladid.is TINNA TÆKLAR EUROVISION ENN SÖMU SKOÐUNAR Bubbi bað Eyþór um að fara aldrei í Eurovision. Geir Ólafs er fínn með sítt hár #egalif Tobba Marinós Djöfull ertu hest- fallegur elsku Eyþór Ingi Gunnlaugsson.... knús Einar Ágúst Skipti um skoðun. Við komumst áfram. Djöfull var hann flottur! Sóley Tómasdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.