Fréttablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 2
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BRASILÍA Á síðustu fimm árum hafa 35 þúsund manns horfið sporlaust í Rio de Janeiro í Brasilíu, samkvæmt opinberum skrám. Meðal þeirra er 42 ára gamall múrari, sex barna faðir, sem lögregl- an handtók vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Hann var látinn laus nokkrum dögum síðar en síðan hefur ekkert til hans spurst. Mannréttindasamtök í Brasilíu hafa reynt að vekja fólk til umhugs- unar um öll þessi mannshvörf, meðal annars með uppákomu á Copa- cabana-ströndinni í Rio í gær. - gb Tíðum mannshvörfum mótmælt í Brasilíu: Tugir þúsunda horfnir sporlaust MÓTMÆLI Á STRÖNDINNI Á ströndinni við Rio de Janeiro stóðu þrjár manneskjur vafðar í hvít klæði til að vekja athygli á mannshvörfum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Til skoðunar er í fjármálaráðuneytinu að leggja til hækkun á lífeyrisaldri opinberra starfsmanna í 67 ár til að bjarga fjárhag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hækkunin myndi bæta fjárhag A-deildar sjóðsins um 60 milljarða króna og fara langleið- ina með að leysa vanda hans. „Auðvitað er það ein leið sem myndi gera mikið til framtíðar litið,“ segir Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra en tekur þó fram að ekki sé tímabært að segja til um hvaða leiðir sérstak- ur starfshópur ráðuneytisins um málið mun leggja til. - þþ Reyna að leysa vanda LSR: Skoða hækkun lífeyrisaldurs Eiríkur, færðu nokkuð Svans- merkið með þessum aðgerð- um? „Nei, enda sækist ég ekki eftir því. Vildi heldur fá frið frá þessum blessuðu álftum.“ Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum, vill fá leyfi til þess að skjóta álftir þar sem þær leggjast á repjuakra hans. Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlanda. LÖGREGLUMÁL Vél Icelandair á leið frá Keflavík til Seattle var snúið við eftir tæplega klukku- stundarlangt flug og lenti á Kefla- víkurflugvelli um gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir ástæðuna vera „óásættanlega hegðun“ farþega, sem var hand- tekinn við lendingu. Að sögn ann- ars farþega reyndi maðurinn að opna útgöngudyr vélarinnar, en Guðjón gat ekki staðfest það. Öryggisreglur kveða á um að skipta þurfi um áhöfn í tilfellum sem þessum og urðu því frekari tafir á fluginu. - hva Hegðaði sér óásættanlega: Vél snúið við vegna flugdólgs KJARAMÁL Samningsaðilar í deilu geislafræðinga mættu á Eiríksstaði upp úr klukkan ellefu í gærmorgun og stóðu fundahöld fram eftir degi. Gert var fundarhlé en aftur verður sest að samningaborðinu klukkan sjö til að ræða nýjar hugmyndir. Ekki náðist í fulltrúa samnings- aðila áður en Fréttablaðið fór í prentun, en bæði Katrín Sigurðar- dóttir, formaður Félags geisla- fræðinga, og Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, kváðust í kvöldfréttatíma Stöðvar tvö vera bjartsýn. Samningar þurftu að takast fyrir miðnætti í gær, því þá áttu upp- sagnir 46 geislafræðinga við Land- spítalann að taka gildi. Katrín sagði mjög alvarlega stöðu skapast ef geislafræðingar gengju út en hún veit ekki hvað felst í neyðaráætlun spítalans sem þá tekur við. Hún segir að geislafræðingar vilji fá það metið að þeir séu mjög sérhæfð starfsstétt. Hún vildi þó ekki ræða nánar í hverju hinar nýju hugmyndir til lausnar deilunni væru fólgnar. - hþ, gb Samningsaðilar í deilu geislafræðinga sátu á fundum í gærkvöldi: Bjartsýni á að saman næðist KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Formaður Félags geislafræðinga sagði mjög alvar- lega stöðu skapast ef geislafræðingar gengju út. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EGYPTALAND, AP Stuðningsmenn Múhameds Morsí höfðu hreiðr- að um sig í götuvígjum í Kaíró í gærkvöld, en bráðabirgðastjórn landsins hafði skipað lögreglunni að láta til skarar skríða og fjar- lægja mótmælendur af götum borgarinnar. Múhamed Ibrahím innanríkis- ráðherra sagði að gengið yrði til verks í áföngum en vonaði að mótmælendur myndu sjálfir fara af vettvangi svo að ekki kæmi til átaka. - gb Umsátursástand í Kaíró: Mótmælendur reistu götuvígi SPURNING DAGSINS www.fronkex.is Súkkulaðibitakökur kemur við sögu á hverjum degi DÓMSMÁL Íslenskur héraðsdómslögmaður, sem sætti fyrr á árinu gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann tengdist innflutningi á tæpum 300 grömmum af kóka- íni til landsins, var ekki ákærður í málinu. Í dómi yfir einum smyglaranna segir að margt styðji þann fram- burð lögmannsins að hann hafi aldrei hitt smyglarann. Dómurinn yfir manninum, hinum þýska Andreas Michael Leyendecker, var kveðinn upp í gær, degi eftir 53 ára afmælisdag hans. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm fyrir að standa að innflutningi á kóka- íninu, alls 283 grömmum. Annar Þjóðverji, sem flutti efnin til landsins innvortis, hafði áður játað sök og verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi. Við komuna til landsins í byrjun mars sagðist Leyen- decker ætla að færa fíkniefnin íslenskum lögmanni, Snorra Sturlusyni, sem var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Snorri neitaði hins vegar sök frá upphafi, sagði þann þýska hafa komist í samband við hann í gegnum skjól- stæðing hans sem nú byggi í Suður-Ameríku, og að hann hafi talið að Leyendecker vildi koma hingað til lands til að eiga viðskipti með ávaxtakaffi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness segir að fram- burður Leyendeckers hafi „í öllum atriðum verið með ólíkindum, reikull og misvísandi þannig að erfitt er að henda reiður á hann“ og í ósamræmi við framburð allra annarra. Þá hafi lýsing hans á útliti Snorra verið „í algjörri andstöðu við raunveruleikann“, sem styðji þann fram- burð Snorra að þeir hafi aldrei hist. - sh Þýskur fíkniefnasmyglari sagðist ætla að færa efnin íslenskum lögmanni: Lögmaðurinn ekki ákærður LEIFSSTÖÐ Þjóðverjarnir tveir voru handteknir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ATVINNUMÁL Mannekla hjá lögregl- unni á Selfossi og í Borgarnesi er farin að setja mark sitt á löggæsl- una á svæðunum. Á báðum svæð- unum verða lögregluþjónar að for- gangsraða. „Það geta liðið klukkustundir áður en við komumst á vettvang þar sem tilkynnt er um innbrot og stundum eru slík tilfelli látin bíða til næsta dags,“ segir Frímann Baldursson, varðstjóri hjá lögregl- unni á Selfossi. Theodór Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, segir lög- gæsluna í sínu umdæmi mun slak- ari en metnaður hans manna standi til. Hann segir ástandið brothætt. „Við erum að skrölta þetta á einum lögreglubíl meðan við ættum að hafa þrjá,“ segir hann. Þar að auki er oft einn lögregluþjónn á kvöld- vöktum. „Það er talsvert á þann lögreglumann lagt í átta þúsund ferkílómetra umdæmi og með hundrað kílómetra af þjóðvegi eitt,“ segir Theodór. Hann segir það einnig leiðinlegt hlutskipti að þurfa að kalla á lögreglumenn úr fríum til að hlaupa undir bagga. „Við gerum það náttúrulega ekki að gamni okkar að kalla menn úr fríum. Við leitum ýmissa leiða áður, en þó er þetta nokkuð sem við þurfum að búa við þar sem við höfum ekki fengið að ráða afleys- ingamenn núna fjórða sumarið í röð,“ segir hann. Þar að auki segir hann að lög- regluembættið hafi ætlað að leita í veikindasjóð til að taka á málum þegar veikindi bar að í röðum lög- reglumanna en þá var ráðuneytið búið að ráðstafa þeim sjóði til ann- arra nota. „Ég held að þetta sé ekki lögbundið af hafa þennan sjóð en áður var það svo að hægt var að leita í hann,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að þeir sem leiti til lögreglunnar hafi sýnt þessu mikinn skilning. „Fólk veit bara hvernig þetta er. En svo eru það hinir kúnnarnir okkar sem kvarta náttúrulega aldrei. Þá á ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna, þeir kvarta náttúrulega ekkert þótt við höfum ekki uppi á þeim. En viljum við hafa það svoleiðis?“ Sjö fastráðnir lögregluþjónar starfa í Borgarnesi en voru níu fyrir tveimur árum. „En við höfum farið þetta langt á jákvæðninni, þetta er bara harð- duglegt fólk hérna,“ segir Theodór. jse@frettabladid.is Lögreglan hringir út menn í sumarfríum Lögreglumenn á Selfossi og Borgarnesi komast oft ekki á vettvang vegna mann- eklu. Innbrotstilkynningar bíða oft afgreiðslu til næsta dags. Lögreglan í Borgar- nesi ætlaði að leita í veikindasjóð en búið var að ráðstafa honum í annað. THEODÓR ÞÓRÐARSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Til eru margar lögregluhúfur á lögreglustöðinni í Borgarnesi en það vantar höfuðin til að fylla þær. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR En svo eru það hinir kúnnarnir okkar sem kvarta náttúrulega aldrei. Þá á ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefni, þeir kvarta náttúrulega ekkert þótt við höfum ekki uppi á þeim. En viljum við hafa það svoleiðis? Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.