Fréttablaðið - 01.08.2013, Page 16

Fréttablaðið - 01.08.2013, Page 16
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FERÐIR | 16 UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á ÍSLANDI KERLINGARFJÖLL VEÐUR HÁLENDIÐ Útihátíðir um verslunarmannahelgina Fjölbreytt dagskrá verður á útihátíðum um allt land um eina helstu ferðahelgi ársins. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir kjósa að halda sig í heimabyggð eða leggja land undir fót. Besta veðrið verður sunnanlands en kaldara fyrir norðan og austan. Föstudagur 7-17°C HLÝJAST SV-LANDS Skýjað en úrkomulítið á N- og A-landi en bjartviðri S- og V-lands. Hvessir og rignir A-lands með kvöldinu. Laugardagur 7-17°C BJARTAST S- OG V-LANDS Rigning NA-lands en bjart með köflum S- og V-lands. Norðan 8-15 m/s, hvassast austast. Sunnudagur 5-15°C HLÝJAST SV-LANDS Bjart veður SV- og V- lands en annars skýjað en úrkomulítið. Norðlæg átt 5-13 m/s. Mánudagur 6-14°C SVALAST NA-LANDS Hæg austlæg eða breytileg átt og birtir víða til en stöku skúrir SV-lands síðdegis. Heimild: vedur.is Velflestir hálendisvegir eru nú opnir en akstur er þó enn bannaður á Dyngjuleið (vegi F910 milli Sprengisands og Öskju), en búið er að opna gömlu Gæsavatnaleiðina og er hún fær jeppum. Nánari upplýsingar á Vegagerdin.is eða í síma 1777. Fjölskylduhátíð á Úlfljótsvatni Leikir og skemmtun 2.-5. ágúst. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er kyrrð á svæð- inu frá miðnætti. Ölvun er ekki leyfileg á svæðinu. VERÐ Dagskrárpassi 2.000 krónur fyrir alla helgina. Innipúkinn í Reykjavík Tónlistarveisla, föstudags- og laugardagskvöld, 2. og 3. ágúst. Hátíðin í ár fer fram víða um Reykjavík, en aðaldagskráin verður á Faktorý. VERÐ Tveggja daga passi á Faktorý 4.900 krónur. 1 dags passi 3.000 krónur. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Sunnudaginn 4. ágúst kl. 20 Stuðmannatónleikar VERÐ 1.500 krónur. Í forsölu 1.000 krónur fyrir 12 ára og eldri. Sæludagar í Vatnaskógi Hátíðin hefst að kvöldi 1. ágúst og henni lýkur á hádegi á mánudegi 5. ágúst. Fjölskylduhátíð sem er vímulaus valkostur. VERÐ 4.500 krónur. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Dagsheimsókn 2.500 krónur. Mýrarboltinn Ísafirði Vinsælt íþróttamót. VERÐ Þátttökuarmband 9.500 krónur, veitir jafnframt aðgang að böllunum á Ísafirði um helgina. Ballarmband 7.500 krónur. Síldarævintýrið Siglufirði 1. til 5. ágúst. Fjölskylduhátíð með menn- ingarbrag. Fjöldi listamanna úr heimabyggð kemur fram. Ein með öllu Akureyri Fjölskylduhátíð, hefst 1. ágúst. Þúsundir gesta hafa sótt hátíðina undan- farin ár. VERÐ Aðgangur að böllum og tónleikum 1.000 til 1.500 krónur. Neistaflug Neskaupstað Fjölskyldu- skemmtun hefst 2. ágúst. VERÐ Aðgangur á dansleiki 2.000 til 2.500 krónur. Unglingalandsmót UMFÍ Hornafirði Dagskrá hefst 1. ágúst og lýkur mótinu 4. ágúst. Auk keppni er fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti. Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum Hápunktar í dag- skrá Þjóðhátíðar 2. til 5. ágúst eru hefðbundnir, það er brenna á Fjósakletti á föstudagskvöldi, vegleg flugeldasýning á laugardagskvöldi, brekkusöngur og blys á sunnudagskvöldi. VERÐ 18.900 krónur. Í forsölu 16.900 kr. Ókeypis fyrir ellilífeyrisþega og 12 ára og yngri. Stakur sunnudags- miði í dalinn 11.900 krónur. Fjölskylduhátíð SÁÁ á Laugalandi Edrúhátíðin á Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu 2. til 5 ágúst. 12 spora fundir, hugleiðslur, úti- og innitónleikar, brenna, jóga, dans, göngur, barnaball, barnalistasmiðja o.fl. VERÐ Aðgangur 6.000 krónur fyrir þá sem ætla að dvelja á svæðinu alla dagana. Dagpassar 2.500 krónur. Færeyskir dagar Stokkseyri Færeyskir fjölskyldu- dagar 1.- 5. ágúst. Boðið verður upp á skemmtun með fjöl- breyttri færeyskri tónlist, kynningu á Færeyjum, sagðar sögur frá Fær- eyjum gamlar og nýjar, kynning á skerpikjöti og gefið smakk. Bee on ice sjá um fjörið á laugardagskvöldið á Draugabarnum og fram á nótt. Jógvan Hansen og Vignir Snær sjá svo um að skemmta á sunnudags- kvöldið og fram á nótt á Draugabarnum. VERÐ Aðgangur er ókeypis á fjölda við- burða. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? GÆÐA TÚNGIRÐINGANET Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Gæða galvaniserað túngirðinganet 3 mm 69 cm x 50 metrar, 8 strengir 4.690,- Gaddavír 3 mm 14x14x10 300 m. 4.995,- TILBOÐ í ÁGÚST Meðan birgðir endast ! „Uppáhaldsstaðurinn minn er Kerlingarfjöll. Faðir minn stofnaði skíðaskála við fjöllin um það leyti sem ég var að fæðast og þar eyddi ég öllum mínum sumrum alveg þangað til ég var komin á þrítugsaldurinn,“ segir matreiðslumeistarinn og veitingahúsaeigandinn Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla á Gló eins og hún er gjarnan kölluð. „Á mínum yngri árum var þar ekkert rafmagn og einungis kalt vatn og þarna upp- götvaði ég hvað krafturinn úr náttúrunni nærir mann á margan hátt,“ segir Solla, sem stefnir á að fara í lok sumars að sækja sér orku. „Þarna er náttúran í öllu sínu veldi, ísinn, eldurinn og alls kyns jurtir. Ósnortin og ómenguð náttúran í Kerlingarfjöllum nærir mig meira en nokkur annar staður.“ - le SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Þarna er náttúran í öllu sínu veldi, ísinn, eldurinn og allt þar á milli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.