Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 20
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 ● Hraði netþjóna fyrir hvern USD sem notkun þeirra kostar lækkar um helming á 18 mánuðum ● Það er þrefalt dýrara að eiga netþjón en að leigja þjónustu netþjóna í gegnum skýið ● Notendur tölvupóst- þjóna í gegnum ský, til dæmis Gmail, Yahoo og Hotmail, eru 2 milljarðar talsins ● 80% stofnana í Bandaríkjunum annaðhvort nota netþjónabú eða hyggjast gera það ● 1.700 milljarðar USD eru sá hluti landsframleiðslu heimsins sem tengist internetinu beint ● Á hverju ári verja fyrirtæki heims 3.000 milljörðum USD í upplýsinga- tækni Skýringar tákna: Hraði framfara Dæmi um hópa, vörur eða auðlindir sem gætu orðið fyrir áhrifum Framfarir í olíu- og gasvinnslu Nýjar aðferðir við olíu- og gasleit sem og nýjar aðferðir til að vinna olíu og gas sem gera það hagkvæmara að vinna olíu og gas á óhefðbundnum stöðum. ● Nýtni í bandarískri gasvinnslu þrefaldaðist milli 2007 og 2011 ● Nýtni í bandarískri olíuvinnslu tvöfaldaðist milli 2007 og 2011 ● Á hverju ári er unnið gas að jafngildi 22 milljarða tunna af olíu ● Á hverju ári eri unnar 30 milljarðar tunna af hráolíu ● Tekjur vegna sölu á gasi eru 800 milljarðar USD á ári ● Tekjur vegna sölu á hráolíu eru 3.400 milljarðar USD á ári Háþróuð vélmenni Sífellt fjölhæfari vélmenni sem geta ýmist verið búin öfl- ugum skynjurum, þróaðri gervigreind eða miklum hreyfan- leika notuð til að vinna sífellt flóknari störf eða til að auðvelda störf manna. ● Nýlegt og fj ölhæft framleiðsluvél- menni sem nefnist Baxter og var þróað af sprotafyrirtækinu Rethink Robotics er 75% til 85% ódýr- ara en hefðbundnir framleiðsluþjarkar ● Selt magn fram- leiðsluþjarka jókst um 170% milli 2009 og 2011 ● 320 milljónir manna vinna við framleiðslustörf ● 250 milljón stórar skurðaðgerðir eru framkvæmdar á hverju ári ● Kostnaður við fram- leiðslustörf er 6.000 milljarðar USD á ári ● Kostnaður við stórar skurðaðgerðir er 2.000 til 3.000 milljarðar USD á ári Næsta kynslóð erfðamengjafræði Hraðvirk og ódýr greining á erfðaefni einstaklinga, ofurstór erfðagagnasöfn sem sífellt öflugri tölvur geta unnið úr og aukin geta til að búa til sérhannað erfðaefni. ● Sá tími sem það tekur að kortleggja erfðamengi helmingast á tíu mánaða fresti fyrir hvern USD ● Það svæði sem erfðabreyttum fræjum er sáð á hundraðfaldaðist frá 1996 til 2012 ● Á hverju ári deyja samanlagt 26 milljón mans úr krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki 2 ● 2,5 milljarðar manna vinna við landbúnað ● Kostnaður við heil- brigðisþjónustu í heiminum er 6.500 milljarðar USD á ári ● Samanlagt virði árlegrar framleiðslu hveitis , hrísgrjóna, maís, soja og byggs í heiminum er 1.100 milljarða USD Færanlegt internet Sífellt ódýrari og öflugri færanlegar tölvur með sífellt betri internettengingu ● Hraðasta ofurtölva í heimi árið 1975 kostaðii 5 milljónir USD. iPhone 4-síminn kostar 400 USD í dag og er jafn öfl ugur. ● Sölumagn snjall- síma og spjaldtölva hefur sexfaldast frá 2007 ● Enn eru 4,3 millj- arðar manna ekki tengdir internetinu ● 1 milljarður manns vinnur við störf sem færanlegt internet gæti haft verulega áhrif á ● 1.700 milljarðar USD eru sá hluti landsframleiðslu heimsins sem tengist internetinu beint ● 25.000 milljarðar USD er kostnaður við þau störf sem færanlegt internet gæti haft veruleg áhrif á Tölvur taka yfir þekkingarstörf Greind hugbúnaðarkerfi sem geta framkvæmt einföld þekkingarstörf. ● Watson-tölva IBM er hundrað sinnum öfl ugari en Deep Blue-tölva IBM sem sigraði heims- meistarann í skák árið 1997 ● Notendum greinds hugbúnaðar* hefur fj ölgað um rífl ega 500 milljónir á fi mm árum ● Rífl ega 230 milljónir manna vinna við þekkingarstörf ● Notendur snjallsíma eru 1,1 milljarður talsins ● Kostnaður við þekkingarstörf í heiminum er rífl ega 9.000 milljarðar USD Skýjatækni Háþróaðar tölvur sem keyra hugbúnað eru notaðar eins og þjónusta í gegnum internetið. VIÐSKIPTI Þeirri skoðun hefur vaxið ásmegin meðal hagfræðinga síðustu ár að hægst hafi nokkuð á hraða tækniframfara. Hefur þessi kenning verið sett fram til að skýra hvers vegna framleiðni og millistéttarlaun í þróuðum ríkjum hafa vaxið mun hægar frá 1980 en hundrað árin þar á undan. Samkvæmt kenningunni er stærsta framfaraskeiði mann- kynssögunnar lokið þar sem mun flóknara sé að stíga næstu fram- faraskref en þau sem mannkynið hefur stigið síðustu 200 árin. Úr þessum jarðvegi sprettur ný skýrsla McKinsey Global Institute (MGI), rannsóknarstofnunar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækis- ins MckKinsey, sem nefnist „Dis- ruptive Technologies: Advances that will transform life, business, and the global economy.“ Í skýrslunni reynir stofnun- in að bera kennsl á þær tækni- framfarir sem líklegastar eru til þess að breyta lífi, viðskiptum og hagkerfum nútímans til ársins 2025. Kemst MGI að þeirri niður- stöðu að andstætt kenningunni sem reifuð var hér að ofan séu ýmsar ástæður til bjartsýni um þá möguleika sem felst í nýrri tækni á næstu tólf árum. Telur MGI að tækniframfarir næstu ára séu klárlega þess megnugar að auka framleiðni og bæta lífskjör um allan heim. Tækniframfarir sem gjörbreyta lífi fólks Í nýrri skýrslu rannsóknarstofnunarinnar McKinsey Global Institute er greint frá tólf tækniframförum sem munu mögulega gjörbreyta lífi, viðskiptum, lífskjörum og mannlífi í heiminum til ársins 2025. TÓLF HELSTU TÆKNINÝJUNGARNAR ÁÆTLUÐ HAGRÆN ÁHRIF TÆKNIFRAMFARA ÁRIÐ 2025 Í MILLJÖRÐUM US DOLLARS Færanlegt internet Tölvur taka yfir þekkingarst. Hlutir tengdir internetinu Skýjatækni Háþróuð vélmenni Næsta kynslóð erfðamengjafr. Næsta kynslóð orkugeymsla Þrívíddarprentun Háþróuð efni Framfarir í olíu- og gasvinnslu Endurnýjanleg orka Bílar sem keyra sig sjálfir 0 3000 6000 9000 12000 15000 Neðri mörk Efri mörk (1.–5. ÁGÚST) Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. -10KR. ELD SNE YTIS AFS LÁT TUR MEÐ ÓB- LYKL INUM Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti eða American Express vildarkorti. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi Í skýrslu MGI er kastljósinu beint að tólf tækniframförum sem stofnunin telur líklegastar til þess að raska skipan hlutanna í viðskiptum og mannlífi til ársins 2025, þær tækniframfarir sem mikilvægast er fyrir fólk að vera meðvitað um. Stutta umfjöllun um hverja og eina af þessum tólf tæknifram- förum má sjá hér að ofan og hér til hliðar en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera tengdar upp- lýsingatækni. MGI valdi þessar tólf tækni- framfarir úr hópi hundrað sem komu til greina eftir að hafa farið í gegnum fjölda fræðirita, viðskipta- og tæknitímarita og opinber eignasöfn framtaks- fjárfestingarsjóða (e. venture capital funds) auk þess að taka viðtöl við hundruð sérfræðinga á ýmsum sviðum. Eiga þessar tólf tækni framfarir það sameiginlegt að uppfylla fjögur skilyði; tækninni sem um ræðir fleygir fram á mjög miklum hraða, hún getur haft veruleg áhrif á mörgum sviðum, hún getur haft veruleg efnahagsleg áhrif og að lokum geta þau efna- hagslega áhrif verið raskandi, þ.e. þau geta búið til nýja markaði eða gjörbreytt öðrum þannig að eldri tækni úreldist. - mþl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.