Læknablaðið - 15.03.2001, Side 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN
Matthías
Halldórsson
Höfundur er
aðstoðarlandlæknir.
• •
Ororka og öryrkjar
Ekki er allt sem sýnist í heilbrigðistölfræði fremur en
í annarri tölfræði. Ymsum brá í brún við að skoða
greinargott línurit yfir fjölda öryrkja á 15 ára
tímabilinu 1985 til 1999, sem birt var í síðasta hefti af
ritinu Staðtölur almannartrygginga 1999. Þar gaf að
líta að öryrkjum með 75% örorku eða meira hafði
fjölgað úr 3456 í 8673 á tímabilinu. Sé fjölda
einstaklinga með endurhæfingarlífeyri, sem var
tekinn upp árið 1990 og jafngildir fullri örorku hvað
upphæð snertir, bætt við, en þeir voru 279 árið 1999,
verður fjölgunin enn meiri eða alls 8952 árið 1999.
Fréttamenn og aðrir spuðu á hvaða leið heilsufar
þjóðarinnar væri með bættum aðbúnaði og aukinni
tækni og framförum á öllum sviðum
Eins og fram kemur í rannsókn Sigurður
Thorlacius tryggingayfirlæknis og félaga í þessu hefti
Læknablaðsins, en hún nær yfir annað og lengra
tímabil, eða 1976-1996, segja hráar tölur um fjölda
örorkulífeyrisþega ekki alla söguna. Að minnsta
kosti þrjú atriði þarf að taka með í reikninginn: í
fyrsta lagi fjölgun þjóðarinnar, í öðru lagi breytta
aldurssamsetningu og í þriðja lagi innbyrðis skiptingu
á fjölda öryrkja með hærra og lægra örorkustig.
Augljóst er að eftir því sem landsmönnum fjölgar má
búast við fleiri örokubótaþegum að öðru jöfnu. Áhrif
breyttrar aldurssamsetningar eru ekki eins augljós.
Almennar örorkubætur voru greiddar á aldursbilinu
16-66 ára, en eðli málsins samkvæmt eru örorkulíf-
eyrisþegar fleiri í eldri aldurshópum. Þannig var
fjöldi örorkulífeyrisþega í yngsta aldurshópi öryrkja
um 1% af yngsta aldurshópnum, það er 16-19 ára,
árið 1999, en um 15% af körlum og 25% af konum í
elsta aldurshópnum sama ár.
Sú spurning vaknar hvað tölur sem þessar segja
okkur eftir að þær hafa farið gegnum hreinsunareld
hinnar tölfræðilegu aðferðar. Svarið er að þær benda
til þess að ekki hafi í raun orðið mikil breyting á
þessu tímabili á hlutfallslegum heildarfjölda öryrkja,
en heldur hefur fjölgað í hópi þeirra sem fá fulla
örorku, en fækkað í hópi þeirra, sem fá einungis
örokrustyrk (eru metnir 50-65% öryrkjar). Það
styrkir niðurstöður rannsóknarinnar að engin
grundvallarbreyting varð á matsaðferðum á ofan-
greindu tímabili; þær breytingar sem urðu síðar, eða
1998, á matsaðferðum verða til þess að torvelda
samanburð í framtíðinni. Mismunandi matsaðferðir
gera okkur einnig örðugt um vik við samanburð við
aðrar þjóðir.
Erum við að þessu sögðu í stakk búin til þess að
lesa breytingar á heilsufari þjóðarinnar úr umræddri
rannsókn á 20 ára tímabili? Svarið við því er neitandi.
Hér er of stórt spurt. Breytingar á örlæti (sumir
myndu segja nísku) kerfisins kunna að hafa orðið,
svo og á ytri aðstæðum, til dæmis möguleikum á
vinnumarkaði og fleira af þeim toga, sem vitað er að
hefur áhrif á eftirspurn. Þá kunna viðhorf til örorku
að hefa breyst á tímabilinu. Aðrir þættir kunna
einnig að hafa áhrif, ekki síst milli hlutfallslegs fjölda
örorkulífeyrisþega annars vegar og örorkustyrksþega
hins vegar, svo sem fríðindi sem voru tengd hærra
örorkustiginu árið 1980.
Höfundar ofangreindrar greinar þakka í lokin
framsýni þeirra sem stóðu fyrir tölvuvæðingu
örorkuskrárinnar fyrir rúmum aldarfjóðungi, sem
gerði rannsókn þeirra mögulega og skal tekið undir
þau orð. Tölvudeild Tryggingastofnunar virðist öflug.
En henni er ekki ætlað að safna nema takmörkuðum
upplýsingum á sviði heilbrigðismála. Rannsókn, eins
og að ofan er greint frá, getur ekki svarað - og er ekki
ætlað að svara - hinni víðtækari spurningu um
breytingar á heilsufari þjóðarinnar. Til þess þarf
endurtekna upplýsingasöfnun af öðrum toga, sem
leiðir hugann að almennri stöðu upplýsinga um
heilbrigðismál og heilbrigðistölfræði hér á landi.
Landlæknisembættinu ber að fylgjast með heilsufari
landsmanna. Vegna skorts á mannafla til að vinna að
þessum málum er nú svo komið að við erum orðnir
eftirbátar annarra þjóða og dálkar Islands eru auðir á
vettvangi þar sem þjóðir bera saman bækur sínar.
Hér virðast allir bíða eftir Godot (eða deCODE).
Dómur Hæstaréttar
Gagnrýnt hefur verið að þeir öryrkjar sem meira
bera úr býtum hagnist mest á niðurstöðu Hæstaréttar
í öryrkjamálinu svokallaða. Svo kann að vera um
sinn, en vonir standa til að sú umræða sem fram hefur
farið um kjör öryrkja hér á landi í kjölfar dómsins
opni augu almennings fyrir bágri stöðu þessara mála
hér á landi. Þá má nefna að kröfurnar snerust ekki
eingöngu um bótaupphæðir heldur um mannréttindi
og ákvæði um einstaklingsbundin félagsréttindi
samkvæmt stjórnarskrá, sem meirihluti Hæstaréttar
taldi ekki fullnægt.
í ágætri bók Stefáns Ólafssonar prófessors um
almannatryggingar á Islandi í fjölþjóðlegum saman-
burði, sem kom út á vegum Tryggingastofnunar
ríkisins árið 1999, kemur fram að íslenska kerfið er
mun snautlegra en almannatryggingakerfi nágranna-
landanna hvað varðar bótaupphæðir. Þeir sem ein-
ungis lifa af framfærslulífeyri almannatrygginga hafa
mun lakari stöðu en sambærilegir hópar í nágranna-
löndunum. Meðalörorkulífeyrir er svo lágur hér á
Læknablaðið 2001/87 201