Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2001, Side 29

Læknablaðið - 15.03.2001, Side 29
FRÆÐIGREINAR / LJÓSAÐLÖGUN KEILNA Ljósaðlögun keilna í kanínum og marsvínum Anna Möller, Þór Eysteinsson Lífeðlisfræðistofnun læknadeild HÍ. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þór Eysteinsson, Lífeðlisfræðistofnun læknadeild Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16,101 Reykjavík. Netfang: thoreys@hi.is Lykilorö: sjónhimnurit, keilur, Ijósaðlögun, marsvín, kanínur. Ágrip Tilgangur: Þegar sjónhimna er aðlöguð að ljósi er hægt að skrá sjónhimnurit (electroretinogram, ERG) keilna. Vitað er að við ljósaðlögun verða miklar breytingar í sjónhimnuriti keilna hjá mönnum, öpum og músum. Þessar tegundir hafa æðar í sjónhimnu. I þessari rannsókn var athugað hvort sama eigi við um tegundir spendýra með lítið af æðum í sjónu (kanínur) eða engar (marsvín) æðar í sjónu og sem hafa tvær tegundir keilna en alls ólík sjónhimnurit í rökkri. Efniviður og aðferðir: Sjónhimnurit voru skráð frá svæfðum kanínum og marsvínum með skrán- ingarskautum úr stálvír, sem staðsett voru á horn- himnu augans. Koparvír staðsettur í munni var notaður sem viðmiðunarskaut og nál undir húð sem jarðtenging. Skráning var mögnuð 1000-falt, með bandvídd 1-1000 Hz, og niðurstöður fluttar í tölvu með A/D breytikorti. Hornhimna var staðdeyfð með próparakaíni, sjáaldur víkkað með trópikamíð dropum. Sjónhimnurit var vakið með stuttum (lOpsek) ljósblikkum, og sjónhimna aðlöguð að stöðugu hvítu bakgrunnsljósi. Niðurstöður: I rökkri er b-bylgja meir en helmingi stærri en a-bylgja í sjónhimnuriti kanína, en b-bylgja aðeins eilítið stærri en a-bylgja hjá marsvínum. í sjónhimnuriti keilna er hins vegar b-bylgja helmingi stærri en a-bylgja hjá báðum tegundum. Eftir að kveikt er á bakgrunnsljósi eftir aðlögun að rökkri hækkar spenna svara og nær hámarki eftir um 10 mínútur í báðum tegundum. Dvöl b-bylgju styttist hjá kanínum, en ekki hjá marsvínum. í sjónhimnuriti keilna hjá kanínum eru sveifluspennur (oscillatory potentials), sem stækka að spennu við aðlögun að ljósi. Sveifluspennur eru í sjónhimnuriti marsvína, þegar það er skráð í rökkri, en engar í sjónhimnuriti keilna. Alyktanir: Spendýr með æðalausa sjónhimnu og engar langbylgjukeilur sýna ljósaðlögun sjónhimnu- rits keilna. í marsvínum eykst sjónhimnurit keilna að spennu án þess að dvöl breytist við ljósaðlögun. Þessar breytingar eru svipaðar í tíma í kanínum og marsvínum. Sveifluspennur aukast að spennu í kanínum en ekki marsvínum. Niðurstöður benda til að önnur ferli ráði ljósaðlögun sjónhimnurits keilna hjá marsvínum en kanínum. ENGLISH SUMMARY Möller A, Eysteinsson Þ Light adaptation of cones in rabbits and guinea pigs Læknablaðiö 2001; 87: 221-6 Objective: During light adaptation of the retina, cone electroretinograms (ERGs) can be obtained. It is known that during light adaptation considerable changes occur in the cone ERGs of man, monkeys and mice. All these species have vascular retinae. In the present study we examined whether the same applies to mammalian species with a limited retinal vasculature (rabbits) or avascular retinae (guinea pigs), and which both have two types of cones but scotopic ERGs with completely different morphology. Material and methods: ERGs were recorded from anaesthetized rabbits and guinea pigs with corneal electrodes made from steal wire. Copper wire placed in the mouth of the animal served as reference electrode, and a subcutaneous needle as ground. Recordings were amplified 1000-fold, with bandwidth settings at 1-1000 Hz, and fed into a computer via an A/D converter. Corneas were anaesthetized with a topical application of proparacaine, and pupils dilated with topical application of tropicamide. ERGs were elicited with brief (10 psec) light flashes, and the retina light adapted with a steady white background light. Results: The scotopic b-wave is more than twice the amplitude of the a-wave in rabbits, while the scotopic b- wave in guinea pigs is only slightly larger than the a-wave. The b-wave of the cone ERG is twice the amplitude of the cone a-wave in both species. Once a background light has been turned on, the amplitude increases in both species and the process of light adaptation reaches a peak about 10 minutes thereafter. The b-wave implicit time is shortened by light adaptation in rabbits, but not in guinea pigs. Oscillatory potentials are present in guinea pig ERGs when recorded in dark but not when recorded in light. Conclusions: Mammals that have avascular retinae and which are without long-wavelength cones show evidence of light adaptation of the cone ERG. In guinea pigs the cone ERG increases in amplitude during light adaptation without concomitant shortening of the implicit time. These changes occur at similar rate in rabbits and guinea pigs. The oscillatory potentials in rabbits increase in amplitude but not in guinea pigs. These results suggest that different mechanisms determine the light adaptation of the cone ERG in guinea pigs than in rabbits. Key words: ERG, avascular retina, cones, light adaptation, rabbit, guinea pig. Correspondence: Þór Eysteinsson. E-mail: thoreys@hi.is Læknablaðið 2001/87 221

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.