Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / LJÓSAÐLÖGUN KEILNA
plötu með yfirborðshita um 37 gráður.
Unnið var úr gögnum með tölfræðiforritinu Instat
(útgáfa 2.01). Beitt var pöruðu t-prófi við
tölfræðilega greiningu og miðað við marktektarmörk
a = 0,05 (öryggismörk 95%). Spennuútslag rafsvara
er gefið upp sem meðaltal ± staðalvilla (SEM).
Nidurstöður
Áður en áhrif ljósaðlögunar voru mæld voru
sjónhimnurit í rökkri (scotopic ERG) skráð. Mynd 1
sýnir að eftir aðlögun að rökkri eru sjónhimnurit
kanínu og marsvíns ólík að lögun, en sýna bæði a- og
b-bylgjur eins og sýnt er á myndinni. Sjónhimnurit
kanínu er svipað og hjá mönnum, músum og öpum,
með stóra a-bylgju, en enn stærri b-bylgju (b/a
hlutfall = 2,3 að meðaltali). Aftur á móti er
sjónhimnurit marsvína mjög lágt að spennu og
næstum neikvætt, hefur stóra a-bylgju en aðeins
eilítið stærri b-bylgju (b/a hlutfall =1,3 að meðaltali).
Þegar áhrif ljósaðlögunar voru skoðuð kom í ljós
að sjónhimnurit keilna hjá marsvínum eykst að
spennu við aðlögun að ljósi, en er háð tíðni ertingar
(mynd 2). Ef tíðni ertingar er hærri en 20 Hz lækkar
spenna sjónhimnurits hjá marsvínum verulega og er
nánast ómælanlegt við 30 Hz. B-bylgja sem svar við
stuttum ljósblikkum var að meðaltali 25 ± 6 pV rétt
eftir að kveikt hafði verið á bakgrunnsljósi, en eftir
um 10 mínútna aðlögun að ljósinu jókst spennan að
meðaltali í 40 ± 8 pV. Þessi munur í spennu er töl-
fræðilega marktækur (p = ,0178).
Svar við 20 Hz ljósblikkum var að meðaltali 29 ± 7
pV rétt eftir að kveikt hafði verið á bakgrunnsljósi,
en jókst að spennu í 45 ± 11 pV að meðaltali eftir um
10 mínútna aðlögun að ljósi, og er þessi munur
marktækur (p = ,0236). Aukning í spennu b-bylgju
var svipuð og í spennu svars við 20 Hz ljósblikkum
við aðlögun að ljósi. Það er hins vegar eftirtektarvert
af mynd 2 að aukningin í svari við 20 Hz ljósblikkum
fylgir veldisfalli, en ekki b-bylgja. Á mynd 3 eru
sýndar tvær skráningar sjónhimnuritssvara frá
marsvíni við stuttum ljósblikkum 30 sekúndum eftir
að kveikt var á bakgrunnsljósi og eftir 10 mínútna
stöðuga aðlögun að sama ljósi.
Sjónhimnurit keilna er stærri að spennu í kanínum
en marsvínum. Sjónhimnurit keilna hjá kanínum
eykst að spennu við aðlögun að ljósi, en er háð tíðni
ertingar. Sjónhimnurit keilna hjá kanínum er mælan-
legt með tíðni ertingar allt að 50 Hz. Mynd 4 sýnir
breytingar í spennu sjónhimnurits sem fall af tíma frá
því kveikt var á bakgrunnsljósi fyrir kanínur. B-
bylgja sem svar við stuttum ljósblikkum var að
meðaltali 103 ± 16 pV en jókst við ljósaðlögun í 124 ±
22 pV að meðaltali. Þessi munur í spennu er
tölfræðilega marktækur (p = ,0221).
Svar við 30 Hz ljósblikkum var að meðaltali 70 ±
13 pV en jókst við aðlögun að ljósi í 102 ± 19 pV að
meðaltali, sem er marktækur munur (p = ,0273). Það
Scotopic electroretinograms
Figure 1. Electroretinogram (ERG) recordings under scotopic conditions from a rabbit
(upper record) and guinea pig (lower record) in response to a 1.8 log cd x sec/m2 stimulus,
whose presentation is indicated by arrows. Note the different calibrations for voltage ofthe
two recordings. The a- and b-waves of the rabbit ERG are marked "a" and "b",
respectively.
50
45
> 40
=L 35
30
3
• rm 25
’a
E 20
< 15
10
2 4 6 8 10 12 14 16
Time in light (minutes)
Figure 2. Changes in the amplitude ofthe guinea pig ERG in response to individual brief
light pulses (filled cirles) and a train of20 Hz flashes ("flicker", open diamonds), as a
function of time from turning on an 1.7 log cd/m2 white steady background light.
Læknablaðið 2001/87 223