Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2001, Side 33

Læknablaðið - 15.03.2001, Side 33
FRÆÐIGREINAR / LJÓSAÐLÖGUN KEILNA við aðlögun að ljósi, eins og í mönnum, músum og öpum, og er það í samræmi við hraðari svörun keilukerfis heldur en stafakerfis. Dvöl styttist mest fyrstu mínútu eftir að kveikt hefur verið á bak- grunnsljósi og áframhaldandi aðlögun hefur takmörkuð áhrif fremur í þá veru að stytta dvöl. Hjá mönnum er misjafnt hvernig og hvort dvölin styttist eftir því hversu björt áreiti eru notuð (12). Það kann að skýra hvers vegna dvölin styttist ekki hjá marsvínum, þar sem þær eru kannski næmari fyrir önnur ljósáreiti, en í þessari rannsókn var aðeins notaður einn ljósstyrkur áreitis til að vekja sjón- himnurit keilna. Svar við stuttum ljósblikkum vekur afmarkaðar, aðgreinanlegar bylgjur í sjónhimnuriti og við aðlögun að ljósi eru það keilur sem miðla ljóssvöruninni. Við háa tíðni ertingar, 20-30 rið í þessari rannsókn, eru það einnig keilur sem miðla svöruninni en ekki er hægt að aðgreina a- og b-bylgjur í því svari. í báðum tilvikum var notað sams konar stöðugt bakgrunnsljós til að útiloka stafi og aðlaga keilur að ljósi. Samt sést nokkur munur í aðlögunarferli b-bylgju og sjón- himnuritssvars við hárri tíðni ertingar, fyrst og fremst sá að við háa tíðni ertingar fylgir aðlögunarferlið veldisfalli hjá báðum tegundum, en ekki b-bylgja. Einfaldasta skýringin á þessum mun er sú, að það sjónhimnurit sem er vakið með stuttum ljósblikkum á sér að einhverju leyti aðrar uppsprettur en það sjónhimnurit sem vakið er með hárri tíðni ljósertingar. Talið er víst að b-bylgja, vakin með stuttum ljósblikkum, eigi sér að hluta uppsprettu í himnuspennubreytingum Muller-frumna, en þar sem þær himnuspennubreytingar eru mjög hægar er mjög ólíklegt að þær séu þáttur í sjónhimnuritssvari við 20- 30 riða ljósertingu (13). Ljósaðlögun hefur mun meiri áhrif á sveiflu- spennur hjá kanínum en marsvínum. I upphafi aðlögunar að ljósi eru sveifluspennur hjá hvorugri tegund, þijár slikar birtast síðar hjá kanínum og stækka að spennu og ná hámarksspennu eftir um 15 mínútur í birtu. Þessar sveifluspennur eru vegna ljóssvörunar keilna, en talið er að rafvirkni flókafrumna (amacrine cells) og milliflókafrumna (interplexiform cells) séu raflífeðlisfræðileg upp- spretta þeirra (14,15). Einfaldasta skýringin á þeim muni sem er á áhrifum ljósaðlögunar á sveifluspennur í þessum tegundum er að starfsemi þessara frumna sé ólík í kanínum og marsvínum, eða taugatengsl við keilur séu ólfk. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda því til að bæði kanínur og marsvín séu Time in light 0.5 min. 15 min. 20 |iV 25 msec Figure 6. Examples oftwo ERG recordings obtained from one rabbit during light adaptation, in response to 30 Hz stimulation. The upper record was obtained 30 seconds after turning on an 1.7 log cd/m2 white background light, and the lower record 15 minutes after turning on the background. O O !ZJ 38 36 34 0> £ 32 £ 30 - 28 - 26 a O O oo o o o, o o o o o _oQ ^oo o o • • •• •••• •• • • • 2 4 6 8 10 12 14 Time in light (minutes) 16 Table I. Comparison between the ERGs (mean ± standard error) of guinea pigs and rabbits before (background on for 0.5-1 min.) and after (background on for 10-15 min.) light adaptation with 1.7 iog cd/m2 background light. Paired t-test for comparison between means. Guinea pigs Rabbits Before After Before After B-wave 25 ± 6 gV 40±8gV* 103 ±16 11V 124±22pV* 20 Hz 30 Hz 29 + 7 g V 45 ± 11 g V* 70 ± 13 g V 102 ± 19 g V * Latency 35 + 1 ms 37 + 2 ms 35 + 2 ms 29 ±3 ms ** * p < .05 ** p = .05 Figure 7. Changes in implicit times ofthe ERG b-wave during light adaptation. Open circles represent the implicit time in guinea pig, while filied circles represent the b-wave implicit time in rabbit. Læknablaðið 2001/87 225

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.