Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 34

Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 34
FRÆÐIGREINAR / LJÓSAÐLÖGUN KEILNA raunhæf líkön til grunnrannsókna á ljósaðlögun, og geti hvort með sýnunt hætti gefið nánari upplýsingar um þau ferli sem liggja að baki. Þau líffræðilegu ferli sem eiga sér stað í sjónhimnunni við Ijósaðlögun eru ekki að fullu þekkt, en munur á áhrifum ljósaðlögunar á spennu og dvöl sjónhimnurits keilna í marsvínum og kanínum bendir til þess að ólíkir ferlar liggi þar að baki. Það gæti orsakast af einhverjum mun í lífeðlislegum ferlum í keilum þessara tegunda eða mun í ferlum í taugamótum af því tagi sem fundist hafa (8) með innanfrumuskráningum í froskdýrum. Ein leið til að prófa þessar tilgátur er að breyta starfsemi taugamóta í sjónhimnu lyfjafræðilega, og athuga hvort ljósaðlögun sjónhimnurits keilna breytist við það. Eru slíkar athuganir nú í gangi á rannsóknarstofu okkar. Klínísk gagnsemi sjónhimnuritsmælinga við ljós- aðlögun felst í mögulegu notagildi þeirra í greiningu á ákveðnum augnsjúkdómum. Samkvæmt alþjóð- legum staðli fyrir skráningu sjónhimnurits frá fólki, ber að aðlaga að ljósi í minnst 10 mínútur til að fá raunhæfa raflífeðlisfræðilega mynd af starfsemi keilna (16). Samt geta breytingarnar í sjónhimnuriti við ljósaðlögun sem slíkar gefið vísbendingar um starfsemi keilna í sjúkdómum. Ljóst er að breytingar í starfsemi stafa er ekki orsakaþáttur (12). Vitað er að í sjónufreknum (retinitis pigmentosa) er ljósaðlögun sjónhimnurits keilna, ef það svar er fyrir hendi, óeðlilega hæg og tekur lengri tíma að ná hámarki (6,17). í kynbundnu sjónurofi (retinoschisis) er ljósaðlögun sjónhimnuritssvars við 30 riða áreitum eðlileg (18), en engin ljósaðlögun sjónhimnurits keilna mælist ef notuð er lægri ertingartíðni en 8 Hz (óbirt gögn höfunda). Er það hugsanlega vegna þess að Muller-frumur, sem eru þáttur í myndun b-bylgju við lága ertingartíðni, eru sundraðar í sjónurofi (19). Niðurstöður frá sjúklingum með sjúkdóma í miðgróf eru misvísandi; ljósaðlögun sjónhimnurits er eðlileg í Sjúkdómi Bests (18) en í sjúkdómi Stargardts (fundus flavimaculatus) ýmist óeðlileg eða ekki fyrir hendi (óbirt gögn höfunda). Ófullkomin (incomplete-type) meðfædd staðbundin náttblinda, (I-CSNB) er arfgengur augnsjúkdómur, þar sem sjónhimnurit stafa er „neikvætt“, sem þýðir að a- bylgja er stærri að spennu en b-bylgja, en sjónhimnurit keilna er oft eðlilegt (18). Talið er að um sé að ræða óeðlileg taugatengsl milli stafa og keilna annars vegar og tvískautafrumna (bipolar cells) hins vegar. Sjúkdómurinn einkennist af nátt- blindu og rýru sjónhimnuriti í rökkri. Við ljósaðlögun með bakgrunni á sama hátt og notað var í þessari rannsókn, eftir rökkuraðlögun á undan, sýna þessir sjúklingar aftur á móti of-eðlilega (supernormal) aukningu í spennu við 30 riða blikkandi áreiti, þar sem spennan er mjög lítil í upphafi en eykst mikið við aðlögun að ljósi (18). Þessi of-eðlilega aukning í svörun og kerfisbundnu breytingar í lögun bylgja við aðlögun koma ekki fram í eðlilegri sjónhimnu og hafa ekki sést í öðrum sjúkdómum í sjónhimnu sem hafa verið skoðaðir. Hvort ástæðan fyrir of-eðlilegri ljósaðlögun sjónhimnurits í ófullkominni meðfæddri staðbundinni náttblindu felst í starfsemi keilna eða annarra taugafrumna í sjónhimnu er óljóst. Af öllu er þó ljóst að í ofangreindum sjúkdómum er munur í aðlögun keilna að ljósi. Þar sem sjónskerpa ræðst af starfsemi keilna er ástand þeirra mikilvægt atriði þegar meta á horfur varðandi sjón, til dæmis í hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu. Ljósaðlögun keilna tryggir að sjónskerpa haldist jöfn við mismunandi birtumagn í umhverfi. Niðurstöður okkar benda til að önnur ferli ráði ljósaðlögun sjónhimnurits keilna hjá marsvínum en kanínum. Heimildir 1. Armington JC, Biersdorf WR. Long-term light adaptation of the human electroretinogram. J Comp Physiol Psychol 1958; 51:1-5. 2. Peachey NS, Alexander KR, Fishman GA, Derlacki DJ. Properties of the human cone system electroretinogram during light adaptation. Appl Optics 1989; 28:1145-50. 3. Murayama K, Sieving PA. Different rates of growth of monkey and human photopic a-, b-, and d-waves suggest two sites of ERG light adaptation. Clin Vis Sci 1992; 7: 385-92. 4. Peachey NS, Goto Y, Ubaidi MRA, Naash MI. Properties of the mouse cone-mediated electroretinogram during light adaptation. Neurosci Letters 1993; 162: 9-11. 5. Jakobs GH. The distribution and nature of color vision among the mammals. Biol Review 1993; 68: 413-71. 6. Gouras P, MacKay CJ. Light adaptation of the electroretinogram: diminished in retinitis pigmentosa. Invest Opthalm Vis Sci 1989; 30: 619-24. 7. Matthews HR, Fain GL, Cornwall MC. Role of cytoplasmic calcium concentration in the bleaching adaptation of salamander cone photoreceptors. J Physiol 1996; 490:293-303. 8. Yang XL, Wu SM. Response sensitivity and voltage gain of the rod- and cone horizontal cell synapses in dark- and light adapted tiger salamander retina. J Neurophysiol 1996; 76: 3863-74. 9. Schaepdrijver LD, Simoens P, Lauwers H, Geest JPD. Retinal vascular patterns in domestic animals. Res Vet Sci 1989; 47:34- 42. 10. Eysteinsson Þ, Frumkes TE. Light adaptation of the cone system electroretinogram in dichromats and anomalous trichromats [abstract]. Invest Ophthalm Vis Sci 1995; 36: abstract 2067. 11. Goto Y. An electrode to record the mouse corneal electroretinogram. Doc Ophthalmol 1993; 91:147-54. 12. Peachey NS, Alexander KR, Derlacki DJ, Fishman GA. Light adaptation, rods, and the human cone flicker ERG. Visual Neurosci 1992; 8:145-50. 13. MiIIer RF, Dowling JE. Intracellular responses of the MuIIer cells of mudpuppy retina: their relation to the b-wave of the ERG. J Neurophysiol 1970; 33: 323-41. 14. Arnarsson Á, Einarsson JM, Eysteinsson Þ. Sveifluspennur í sjónhimnu: Áhrif GABA-agonista. Læknablaðið 1995; 81: 412-6. 15. Wachtmeister L. Oscillatory potentials in the retina: what do they reveal. Progr Ret Eye Res 1998; 17: 485-521. 16. Marmor MF, Zrenner E. Standard for clinical electroretinography (1994 update). Doc Ophthalmol 1995; 89: 199-210. 17. Miller S, Sandberg MA. Cone electroretinographic change during light adaptation in retinitis pigmentosa. Invest Ophthalm Vis Sci 1991; 32:2536-41. 18. Miyake Y, Horiguchi M, Ota I, Shiroyama N. Characteristic ERG flicker anomaly in incomplete CSNB. Invest Ophthalm Vis Sci 1987; 28:1816-23. 19. Condon GP, Brownstein S, Wang NS, Kearns AF, Ewing CC. Congenital hereditary (juvenile x-linked) retinoschisis. Histopathological and ultrastructural findings in three eyes. Arch Ophthalmol 1986; 104: 576-83. 226 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.