Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2001, Page 43

Læknablaðið - 15.03.2001, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKNASTÉTT Ingibjörg Georgsdóttir Enn eru steinar í götu kvenna Umræðan um erfiðleika við að ná starfsframa hefur verið fyrir hendi meðal kvenna í læknastétt hérlendis um alllangt skeið. Fyrir um 10 árum voru þessi mál nokkuð til umfjöllunar og tók undirrituð þátt í starfi nefndar LÍ um jafnrétti kynjanna. A þeim tíma voru einnig haldnar tvær ráðstefnur, sú fyrri haustið 1989 og sú síðari vorið 1991 og í júní 1990 gekkst „Jafnréttisnefnd LÍ“ fyrir könnun meðal kvenlækna um hug þeirra til stöðu sinnar innan stéttarinnar og átti að segja til um þörf á nauð- synlegum aðgerðum vegna aukinnar ásóknar kvenna í læknanám og læknastétt. Þótt þátttaka kvenna í könnuninni væri dræm, því aðeins um fjórðungur svaraði spuringunum, fengust ýmsar ábendingar um það sem væri konum sérlega erfitt í námi og starfi og hvernig mætti betur koma til móts við sérþarfir kvenna, til dæmis í tengslum við vinnutíma, vinnuálag, sérnám og fjölskyldumál svo sem barneignir. Einnig komu fram margar ábendingar um jafnrétti kynja við stöðuveitingar, að auka þyrfti sjálfstraust kvenna, hvetja þær til að axla ábyrgð, fá þær til þátttöku í skipulagningu og stjórnun og að eldri kvenlæknar styddu við yngri konur. Á ráðstefnunni vorið 1991 var bent á það að ungum konum væri ef til vill mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stunda nám sitt vel og undirbúa sérnám vandlega. Ekki mætti slá af kröfum um rannsóknarvinnu eða skorast undan tækifærum sem fælu í sér stjórnun og ábyrgð. Bent var á nauðsyn þess að konur í læknastétt sýndu yngri starfssystrum sínum stuðning í námi og starfi og varpað var fram hugmyndum um sérstakt félag fyrir konur í læknastétt. En ekki fékkst fylgi við þær hugmyndir þá og félag kvenna í læknastétt fékk ekki brautargengi þetta vor. Á síðustu árum hafa konur í auknum mæli lokið námi frá læknadeild Háskóla Islands og eru þær nú um helmingur útskrifaðra lækna, voru þriðjungur fyrir 10 árum og einungis um 10% fyrir 20 árum. Þessi aukning innan læknadeildar endurspeglast þó ekki ennþá nema að hluta í auknum fjölda kvenna innan stéttarinnar, því af 1049 læknum á íslandi eru nú 217 konur eða rúmlega 20%. Margar af konunum hafa í kjölfar almenns læknanáms lokið sérfræðinámi og komið til starfa innan hinna ýmsu sérgreina læknisfræðinnar hér á landi. Á árunum 1917-1970 luku 24 íslenskar konur sérfræðinámi í læknisfræði og á árunum 1971-1990 luku 43 konur til viðbótar sérfræðinámi. í dag eru konur alls 149 af 839 sérfræðingum í læknastétt eða um 18%. í sérfræði- námi erlendis eru alls 474 læknar þar af 128 konur eða 28%. Af þessum tölum má sjá að hægt og bítandi fjölgar konum meðal lækna á íslandi og mun hlutfall þeirra vaxa áfram á komandi árum. En þrátt fyrir aukna sókn kvenna í læknis- og sérfræðinám hefur ekki gengið sem skyldi fyrir konur að fá störf á sjúkrahúsum við kennslu eða stjórnun. Því hefur verið haldið fram að eftir því sem ofar dregur í metorðastiganum hafi lítið breyst varðandi skiptingu milli kynja, þar ríki hin hefðbundnu viðhorf, þar sem konur fá ekki aðgang og karlar halda um stjórnvölinn. Þar sé komið að hinu svokallaða gler- þaki. Upplýsingar um hlutfall kvenna í sérfræðistörfum liggja ekki á lausu en í tengslum við kjarasamninga lækna í febrúar 1991 fengust upplýsingar um kynjaskiptingu sérfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og reyndust 89% sérfræðilækna á Ríkisspítulunum vera karlar, 91 % á Borgarspítala og 92% á Landakoti. Átta árum síðar eða haustið 1999 hafði hlutur kvenna meðal sérfræðinga stóru sjúkrahúsanna vaxið töluvert og voru þær nú 102 af 442 sérfræðingum sjúkrahúsanna eða um 23%. Sama hlutfall var meðal sérfræðimenntaðra lækna á Landspítalanum haustið 2000. En þegar skoðað er hvernig konum hefur gengið að fá kennslustöður innan Háskólans kemur á daginn að einungis ein kona hefur gegnt prófessorsstöðu við læknadeild Háskóla íslands og fáeinar fengið kennslustöður. Athugun Guðrúnar Agnarsdóllur haustið 2000 leiddi í ljós að einungis 18% dósenta og 17% lektora við læknadeild Háskóla Islands eru konur. Glerþakið virðist því birtast einna skýrast í Háskólanum. Rifjum upp nokkrar af þeim greinum sem vitnað var í á ráðstefnu LÍ um jafnréttismál í Rúgbrauðs- gerðinni vorið 1991: Erfiðleikar kvenna í læknastétt eru ekki sér- íslenskt fyrirbæri, síður en svo. í mörgum tímaritsgreinum austan hafs og vestan hafa konur varpað fram hugmyndum sínum um kynjamisréttið. Carola Eisenberg sagði í grein sinni í NEJM 1989, Medicine is no longer a man 's profession, að í raun og veru hafi aukinn straumur kvenna í bandaríska læknaskóla gert skólunum kleift að halda uppi miklum kröfum varðandi námsgetu hinna verðandi læknanema. Á þeim tíma var þriðjungur bandarískra læknanema konur. Hún benti einnig á að fjöldi kvenna við kennslu hefði á 20 árum aukist úr 13% í 19% en jafnframt að flestar væru þó konurnar í lægra Læknablaðið 2001/87 235

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.