Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2001, Page 44

Læknablaðið - 15.03.2001, Page 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR 1 LÆKNASTÉTT metnum kennslustöðum. I grein Carol Nadelson í PCNA 1989, Professional Issues for women, koma fram svipaðar hugmyndir og hjá Eisenberg. Þar kemur einnig fram að yfirgnæfandi hluti kennara í læknaskólum voru karlar eða rúm 87% og telur Nadelson að menntun kvenna og starfsval, skortur á fyrirmyndum og fjölskyldumálin dragi úr mögu- leikum þeirra til metorða innan stéttarinnar. Hún veltir því fyrir sér hvort mismunandi uppeldi drengja og stúlkna verði stúlkunum síðar fjötur um fót. Þær fái ekki sömu hvatningu og drengir til að vera ákveðnar, metnaðargjarnar og kappsamar, því slíkir eiginleikar þyki ekki prýða góðar konur. Hún bendir á leiðir til úrbóta og leggur áherslu á að eldri konur í stéttinnni styðji hinar yngri og hvetji til frekara náms. Janet Bickel bar saman feril kvenna og karla sem ráðin voru til kennslu árið 1976. Ellefu árum síðar höfðu aðeins 3% kvennanna fengið fullgildar prófessorsstöður en 12% karlanna. Þegar kannað var hvaða ástæður gætu legið að baki þessum mun, þótti Ijóst að konurnar höfðu fengið minni þjálfun til rannsókna. Þær stunduðu minna rannsóknir og rituðu færri greinar en báru jafnmikla ábyrgð og karlarnir á umönnun sjúklinga og stjórnun. Bickel taldi að eina leiðin til þess að breyta þessu væri að ráða fremur konu en karl, ef bæði eru hæf. Aukinn fjöldi kvenna ofar í metorðastiganum muni síðar leiða til breytinga á vinnutilhögun lækna, breytinga sem bæði konur og karlar mundu fagna. Það væru í raun engin sérstök forréttindi kvenna að fá dagheimili, veikindafrí eða lífeyri, heldur almenn og sjálfsögð mannréttindi. A sama tíma birtust nokkrar greinar í BMJ um álag á konum í námi og starfi og hvaða leiðir væru færar til úrbóta. Firth-Cozens athugaði álagsþætti meðal yngri kvenlækna. Hún komst að því að nær helmingur kvennanna sýndi merki um þunglyndi. Þær kvörtuðu mest undan of miklu vinnuálagi, sem skapaði streitu, og neikvæðum áhrifum starfsins á einkalíf. Þá voru einnig erfiðleikar við ákvarðana- töku og í samskiptum við aðstandendur sjúklinga. Og hvað varðar kynbundna streituþætti bættist við kynferðisleg áreitni á vinnustað og fordómar sjúk- linga gagnvart kvenlæknum. Firth-Cozens lagði til að komið væri til móts við konur varðandi skipulag sérnáms og sérfræðistarfa og með ráðgjöf fyrr í náminu. Fiona Godlee benti á að um 10 ára skeið hafi helmingur læknanema í Bretlandi verið konur. Þær séu einnig fjölmennar á lægri stigum sérfræðináms og sérfræðistarfa en á háskólasjúkrahúsum sé einungis einn af hverjum fimm læknum kona. Konur mæti meiri erfiðleikum varðandi stöðuveitingar en karlar. Vegna heimilisstarfa hafi konur að meðaltali 17 færri frístundir á viku en karlar og telur Godlee að sveigjanlegur vinnutími eða hlutastöður geti enn frekar dregið úr möguleikum kvenna í framtíðar- stöður. Godlee hafnar því sem sagt að konur þurfi sérreglur varðandi stöðuveitingar en hins vegar megi gjarnan fjarlægja ónauðsynlega þröskulda sem geri konum frekar en körlum lífið leitt. Þorgerður Einarsdóttir lektor í HÍ hefur kannað stöðu sænskra lækna, sérgreinaval og aðstöðumun kynja. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að konur velji fremur sérgreinar sem krefjast mikilla samskipta og umönnunar en lítillar vaktabyrði. Þær eru flestar í lyflækningum, heimilislækningum og öldrunar- lækningum, en fæstar í skurðlækningum og rann- sóknarlækningum. Innan læknisfræðinnar sé skýr virðingarröð innan sérgreina og milli kynja. Sér- greinar að mestu mannaðar körlum njóti mestrar virðingar og greinar að mestu mannaðar konum njóti minnstrar virðingar. Nokkur munur er á vinnutíma karla og kvenna, þar sem karlar vinna lengri vinnudag, og karlar eru oftar á háskólasjúkrahúsum en konur á minni stöðum. Ekki var munur á sérgreinavali eða vinnutíma kvenna eftir barnafjölda þeirra. Þorgerður telur að staða íslenskra lækna í dag sé svipuð og var meðal sænskra lækna um 1970. Eins og sést af tilvitnunum hér að framan hafa orðið svipaðar breytingar á hlutfalli kvenna í læknisfræði hér á landi og vestan hafs og austan, einungis nokkru síðar. Og íslenskar konur í læknastétt eru að fást við sömu vandamálin og starfssystur þeirra erlendis, það er erfiðleika við að komast í sérfræðistöður, fá kennslustöður og rannsóknastöður. Nýlegar stöðuráðningar við lækna- deild Háskóla íslands sýna að enn er langt í land að konur standi jafnfætis körlum innan lækna- stéttarinnar á Islandi. Nauðsynlegt er því fyrir konur að huga að leiðum til þess að hvetja og styrkja konur í læknisnámi og starfi. Konur í læknastétt þurfa einnig að leita leiða til þess að láta til sín taka í þjóðfélaginu og efla þekkingu og fræðslu á heilsu kvenna og bama. Sem hópur geta konur í læknastétt orðið hvetjandi afl fyrir starfssystur sínar. Ef litið er til kenninga um starfshvatningu sést að þær geta komið að liði við eflingu kvenna innan læknastéttarinnar. Miðað við þarfapýramída Maslows ættu konur að geta náð frama í starfi þegar grundvallarþörfum hefur verið fullnægt, grundvallar- þörfum sem varða starfsöryggi, afkomu, eigið öryggi og fjölskyldu og félagsleg tengsl. Þannig ætti ekkert að standi í vegi fyrir konu á frambraut í læknisfræði ef launin eru þokkaleg, aðgangur er að bamagæslu og skólum og innihaldsríku félagslífi. Hið sama gildir í raun um þriggja þrepa kenningu Alderfers. Sam- kvæmt henni eru engir steinar í götu kvenna ef frumþörfunum um tilvist og tengsl er fullnægt. En raunveruleikinn segir okkur að þetta dugi ekki til. Því þrátt fyrir aukna hlutdeild maka í heimilisstörfum og umönnun bama og reksturs sérstaks barnaheimilis fyrir börn lækna tókst konum ekki að rjúfa glerþakið á 10. áratugnum. En þegar hugmyndir Herzbergs em skoðaðar má 236 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.