Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 47

Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RÉTTINDI ERLENDRA LÆKNA Ljósmynd frá Ijósmyndadeild Landspítala Hringbraut. því það telst tæknileg hindrun, en hins vegar geti vinnuveitandi gert slíka kröfu. Ennfremur er varnagli í tilskipunum þeim sem styðjast má við ef þörf krefur. Hann er sá að ef léleg tungumálakunnátta hefur áhrif á starf læknis, þá getur læknirinn átt von á formlegum aðfinnslum í gistiríkinu eða í alvarlegri tilvikum misst leyfisbréf sitt. Hvaða reglttr gilda um lækna utan EES? Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á heimasíðu ráðuneytisins og ætlaðar eru erlendum læknum gilda eftirfarandi reglur: í fyrsta lagi þarf læknirinn að framvísa sambærilegum gögnum og læknar innan EES, en frá heimalandi sínu. Hæfni umsækjanda er auk þess metin af sérstakri nefnd á vegum læknadeildar Háskóla íslands, sem hefur yfirumsjón með mati á læknanámi á Islandi. Nefndin hefur samband við háskóla umsækjanda og því er nauðsynlegt að umsókninni fylgi fullt heimilisfang og síma- og símbréfanúmer. í sumum tilvikum er beðið um fleiri gögn. Þegar staðfesting umsækjanda liggur fyrir verður hann að standast próf deildarinnar, eins og rakið er í samtali við prófessora Háskólans aftar í greininni. Að afloknum prófum læknadeildar getur deildin mælt með veitingu lækningaleyfis til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins eða hafnað umsókninni að svo stöddu. Ákvæðin sem farið er eftir í þessum tilvikum er að finna í 3. grein læknalaganna en þar segir meðal annars: „... skal leita umsagnar lœknadeildar Háskóla Islands sem getur sett sem skilyrði að viðkomandi gangi ttndir próf í lögum og reglttm er varða störf lœkna hér á landi og sanni kunnáttu í mœltu og rituðu íslensku máli. Lœknadeild Háskóla íslands getur krafist þess að umsœkjandi sanni kunnáttu sína í lœknisfrœði með því að gangast undir próf.“ Talsvert af fyrirspurnum og formlegum um- sóknum berast ráðuneytinu á ári hverju. Ekki er til yfirlit yfir hversu margar þær eru eða hvernig þeim hefur lyktað. Þær verklagsreglur sem að framan greinir gefa góða mynd af venjulegu ferli og þeim mun sem er á umsóknum lækna sem hafa ríkisfang innan EES-svæðisins og utan þess. Læknar með ríkisfang utan EES sem hafa stundað nám í EES- landi geta búist við að njóta einhvers góðs af því að hafa próf þaðan, meðal annars vegna þess að kröfur um læknanám hafa verið samræmdar innan svæðisins, en þeirra málum er vísað lil læknadeildar eins og öðrum sem varða umsækjendur með ríkisfang utan EES. aob ítarefni Sveinn Magnússon: Áhrif EES-samningsins á starf íslenskra lækna. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 8/1992; Sveinn Magnússon: EES-samningurinn genginn í gildi. Hvernig snertir það íslenska lækna, menntun þeirra og störf. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 12/1994; Læknar og EES. Upplýsingar um réttindi íslenskra lækna. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið/Læknafélag íslands; 1997. General information for doctors about working conditions in Iceland. Vefsíða Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/docicel Læknablaðið 2001/87 239

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.