Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2001, Side 48

Læknablaðið - 15.03.2001, Side 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RÉTTINDI ERLENDRA LÆKNA Háskólinn sér um próf erlendra lækna Læknablaðið leitaði til Hrafns Tuliniusar og Gunnlaugs Geirssonar prófessora við læknadeild Háskóla Islands og fékk upplýsingar um hvernig læknadeildin tekur á þeim málum erlendra lækna sem til hennar er vísað. Læknadeild setti sér fyrir 15- 20 árum ákveðnar vinnureglur varðandi lækninga- leyfi erlendra lækna. Tekið var mið af því í hvaða löndum væri boðið upp á læknisfræðinám sem teldist hliðstætt námi í læknadeild HI. Meðal þeirra landa sem uppfylla þær kröfur eru nágrannalöndin, til dæmis Norðurlönd og Bandaríkin. Þeir læknar sem koma frá þessum löndum þurfa aðeins að taka próf í heilbrigðisfræði og réttarlæknisfræði. Prófið í réttar- læknisfræði er munnlegt. Meðal þess sem próf- dómarar taka tillit til við mat á frammistöðu er hæfni til að tjá sig á íslensku. Læknar frá öðrum löndum en þeim sem deildin viðurkennir taka þessi tvö próf og auk þess verkleg og munnleg próf í lyflæknisfræði og handlæknisfræði. I þeim er fyrst og fremst könnuð þekking og færni í læknisfræði en tungumálakunnátta hefur einnig nokkurt vægi. Prófin þykja gefa góða mynd af því hve vel viðkomandi ræður við mælt og ritað íslenskt mál. Það er vitaskuld nauðsynlegt til að geta meðtekið og gefið frá sér eðlileg skilaboð í starfi sínu. Þeir sem standast prófin fá íslenskt lækningaleyfi. Þeim sem ekki standast prófin, gefst kostur á að þreyta þau aftur eftir ár. Hvort tveggja getur ráðið úrslitum um Ljósmynd frá Ijósmyndadeild Landspítala Hringbraut. hvort viðkomandi stenst próf, hæfni og þekking í læknisfræði og tungumálakunnátta. í sumum löndum uppfyllir læknisfræðimenntun ekki þær kröfur sem gerðar eru hér á landi. Dæmi eru einnig um það frá fyrri árum að læknar frá löndum sem bjóða upp á menntun sem talin er sambærileg læknisfræði- menntun á Islandi standist ekki próf. Með aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu koma umsóknir lækna innan svæðisins ekki til kasta læknadeildarinnar lengur, eins og fram kemur í svörum ráðuneytisins við spurningum Lækna- blaðsins. Réttindi erlendra lækna í nokkrum ESB-löndum Talsverð umræða hefur verið að undanförnu í nágrannalöndunum um réttindi lækna sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. EES samningurinn kveður á um að allir innan EES eigi að hafa fullgild starfsréttindi óháð þjóðerni og öll frávik frá því eru talin brot á reglum Evrópska efnahags- svæðisins um frjálst flæði vinnuafls. Öðru máli gegnir um lækna sem koma frá löndum utan svæðisins. Danmörk í Danmörku eru margir læknar af erlendu bergi brotnir, sumir þeirra landflótta. Til að fá danskt lækningaleyfi þurfa þeir að standast dönskuprófið Dansk Pröve 2. Sama námsefni er fyrir þá sem bíða í ofvæni eftir að komast á vinnumarkaðinn og fólk sem hefur lítinn sem engan áhuga á að læra dönsku og er skyldugt til að sækja námskeiðin. Hraðinn markast af þeim áhugalausu. Þeim læknum sem sækja nám- skeiðið svíður sárt að þurfa að eyða tíma sínum á gagnslitlum dönskunámskeiðum á meðan þeir þurfa að draga fram lífið og brauðfæða fjölskyldur sínar á félagslegum bótum. Afganski læknirinn Said Amin Hashemi er landflótta vegna stjórnmálaástandsins heima fyrir. A meðan á tungumálanámi stendur verður hann að neita syni sínum um jafn sjálfsagðan hlut og reiðhjól með ómældum sorgum sem það veldur ungri sál. Afgönskum fjölskyldum þykir niðurlæging í því að þiggja bætur. „Ætla mætti að ... læknismenntaðir flóttamenn þyrftu í mesta lagi að taka hraðnámskeið í dönsku til að fá starf í dönsku heilbrigðiskerfi, þar sem bráðvantar lækna,“ segir blaðamaðurinn Jesper Haller í danska læknablaðinu Ugeskriftfor lœger þann 2. október síðastliðinn. Sú er þó ekki raunin, því það tekur að minnsta kosti þrjú ár fyrir flesta þeirra að afla sér læknisréttinda í Dan- mörku. 240 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.