Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RETTINDI ERLENDRA LÆKNA Lýtaskurðlæknirinn Mohammed Faraooq Nasseri talar ágæta dönsku eftir eins og hálfs árs dönskunám en hann telur sig ekki tilbúinn í tilskilið próf. Hann er að falla á tíma, því skurðlæknisstörf krefjast stöðugrar þjálfunar. Við blasir að dönskunám hans taki að minnsta kosti þrjú ár. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi góðrar tungu- málakunnáttu þar sem reynir á samskipti, eins og oft er í læknisstarfinu. Hins vegar fer því fjarri að löggjöf landanna innan Evróska efnahagssvæðisins sé sjálfri sér samkvæm í þessum efnum. Læknar frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa sums staðar ekki að uppfylla nein þeirra skilyrða sem krafist er að læknar utan svæðisins uppfylli. Kröfurnar sem gerðar eru til lækna frá svæðum utan EES eru eftirfarandi í Danmörku: 1. Menntun sem er sambærileg við danska læknaprófið. 2. Staðfesting á að hafa staðist staðlað dönskupróf (Dansk Pröve 2). 3. Að hafa staðist hæfnispróf í tryggingalöggjöf, læknalöggjöf og lyfseðlaútgáfu við danskan háskóla. 4. í flestum tilvikum er þess einnig krafist að farið sé í hæfnispróf í klínískri læknisfræði og skurð- lækningum við danskan háskóla. Læknar frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins eru undanþegnir þessum skyldum. Þeir þurfa ekki að læra dönsku, ekki að sanna að þeir hafi sambærileg próf á við danskt læknapróf og ekki að kynna sér danska læknalöggjöf eða útgáfu lyfseðla. Litið er á slíkar kröfur sem samkeppnishindranir og þar með brot á reglum um frjálst flæði vinnuafls. í tilskipun nr. 16 frá 1993 eru talin upp þau próf sem teljast jafngild á Evrópska efnahagssvæðinu. Nokkrar þversagnir eru í gildandi reglum. Þannig getur franskur læknir með franskt læknapróf gengið óhikað í starf í Danmörku en hins vegar getur íranskur læknir með nákvæmlega sama franska læknaprófið ekki gert það. Hann þarf að fara próf í lækningum og stunda dönskunám í allt að þrjú ár og uppfylla öll þau skilyrði sem Iæknar með ríkisfang utan EES eiga að uppfylla. Franski starfsbróðirinn, með sömu menntunina, sleppur við allt þetta. Svíþjóð í Svíþjóð eru tvær leiðir færar fyrir lækna utan EES að öðlast læknisréttindi. Allir þurfa að standast sér- stakt sænskupróf í læknisfræðilegum hugtökum. Þeir sem hafa sérfræðingspróf fara að því loknu á sex mánaða reynslutíma og fá læknisréttindi ef þeir þykja standast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra á þeim tíma. Þeir sem ekki hafa lokið sérfræðinámi þurfa á hinn bóginn að standast hæfnispróf til að sanna að þeir standi jafnfætis sænskum læknum að þekkingu. Að því loknu geta þeir sótt um almennt lækn- ingaleyfi. Ákvæði Læknalaga um lækningaleyfi erlendra lækna Læknalög 1988 nr. 53 19. maí með síðari tíma breytingum (innan hornklofa). I. kafli. Lækningaleyfi og sérfræðileyfi. l.gr. [Rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hefur: 1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. og 3. gr„ 2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á lækningaleyfi i landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega lækningar hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.](l) l.L. 116/1993, l.gr. 2.gr. [Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi frá læknadeild Háskóla íslands svo og viðbótarnámi í heilbrigðisstofnunum hér á landi eftir reglum(l) sem ráðherra setur að fengnum tillögum læknadeildar Háskóla íslands. Viðbótamámi skv. 1. mgr. má ljúka erlendis við heilbrigðisstofnanir sem fullnægja skilyrðum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, læknadeildar Háskóla íslands og landlæknis. Aður en leyfi er veitt samkvæmt þessari grein skal leita umsagnar landlæknis og læknadeildar Háskóla íslands. Oheimilt er að veita manni lækningaleyfi ef 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans eða ef landlæknir eða læknadeild telja hann óhæfan vegna heilsubrests, t.d. vegna áfengis- eða eiturlyfjaneyslu, eða vegna þess að hann hafi kynnt sig af alvarlegu hirðuleysi eða ódugnaði í störfum.[(2) 1. Rg. 305/1997, sbr. 340/1999. 2. L. 116/1993,1. gr. 3.gr. [Veita má manni, sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 1. mgr. 2. gr. í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis, leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. uppfylli hann skilyrði 2. gr. að öðru leyti. Áður en slíkt leyfi er veitt skal leita umsagnar læknadeildar Háskóla íslands sem getur sett sem skilyrði að viðkomandi gangi undir próf í lögum og reglum er varða störf lækna hér á landi og sanni kunnáttu í mæltu og rituðu íslensku máli. Læknadeild Háskóla íslands getur krafist þess að umsækjandi sanni kunnáttu sína í læknisfræði með því að gangast undir próf.](l) 1. L. 116/1993,1. gr. Læknablaðið 2001/87 241
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.