Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 55

Læknablaðið - 15.03.2001, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / S-MERKT LYF Ágreiníngur um S-merkt lyf Stjórn Læknafélags Íslands mótmælti nýverið reglugerð Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem meðal annars felur það í sér að aðgegni að S- merktum lyfjum, en þeirra á meðal eru krabba- meinslyf, verður mun erfiðari en áður. Ályktunin, sem samþykkt var á fundi stjórnar þann 23. janúar síðastliðinn, var á þessa leið: Þátttaka almannatrygginga í greiðslu lyíja kostnaðar Ný reglugerð „Stjórn Læknafélags íslands mótmælir eindregið setningu nýrrar reglugerðar Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 948/2000 um greiðslur almannatrygginga í lyfja- kostnaði, sem tók gildi hinn 1. janúar síðast- liðinn. Reglugerðin felur í sér stórvægilegar breytingar á afgreiðslu og aðgengi fjölmargra lyfja sem leiðir til mismununar milli fólks eftir því hvaða sjúkdómum það er haldið og eftir búsetu. Engin rök hafa komið fram sem réttlæta slíkar breytingar og átelur stjómin, að ekkert samráð skuli vera haft við samtök sjúklinga, lækna eða lyfjafræðinga í svo veigamiklu máli.“ Aðdragandi Aðdragandi þessa máls eru lagabreytingar á síðastliðnu ári, þegar almannatryggingalögum og lyfjalögum var breytt og aðgegni að S-merktum lyfjum gerð torveld að mati þeirra lækna sem gerst þekkja. Hér var um að ræða lög nr. 108/2000 sem eru breyting á lyfjalögum (93/1994) og almanna- tryggingalögum (117/1993). Samkvæmt laganna hljóðan og túlkun reglugerðar er óheimilt að afgreiða S-merktu lyfin annars staðar frá en frá sjúkra- húsapótekum og læknar utan sjúkrahúsa eiga ekki að hafa leyfi til að ávísa þeim. í 8. grein lyfjalaga segir: „Heimilt er að binda veitingu markaðsleyfis lyfs við notkun eingöngu á sjúkrahúsum, sérstökum sjúkra- deildum og/eða við ávísun sérfrœðinga í einstökum greinum lœknisfræði. “ Reglugerðin tarkmarkar með vísan í þessa lagagrein ávísun S-merktra lyfja við afgreiðslu frá sjúkrahúsapótekum (9. grein). Trygg- ingastofnun hættir alfarið að taka þátt í kostnaði við lyfin samkvæmt reglugerðinni og þess í stað eiga sjúkrahúsin að greiða hann og ennfremur að sjá um afgreiðslu lyfjanna. Því er ljóst að bæði læknum og sjúklingum er gert mjög erfitt fyrir með þessari lagasetningu. Þetta á ekki síst við um fólk sem býr úti á landi og lækna sem ekki starfa í tengslum við sjúkrahúsin. Læknar telja að hér sé um grund- vallaratriði að ræða, sem ekki sé hægt að sveigja með túlkunum. Þeir eru því ekki sáttir við þá leið sem ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála hefur valið, að beina tilmælum til sjúkrahúsapóteka um að gera þjónustusamninga við apótek annars staðar á landinu, eins og fram kom í yfirlýsingu ráðuneytisins þann 30. janúar síðastliðinn. Staða málsins í lok febrúar 2001 Viðræður hafa farið fram á milli fulltrúa Læknafélags íslands annars vegar og Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis, Lyfjastofnunar og Trygginga- stofnunar ríkisins hins vegar til að reyna að leysa málið. Meðal fulltrúa Læknafélagsins í viðræðunum er Már Kristjánsson. Hann sagði í spjalli við Læknablaðið að brýnt væri að lögin væru ótvíræð svo ekki þyrfti að sveigja þau til að bæta aðgengi að Iyfjunum. Viðræður þær sem þá voru í gangi munu vonandi skila sameiginlegri niðurstöðu beggja aðila og lagabókstaf sem allir geta verið sáttir við. aób Læknablaðið 2001/87 247

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.