Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 13 Bjarni Jónasson Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfasíma 564 4106 eða á netfang: bjarni.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Umsjónarmaður er heilsugæslulæknir í Garðabæ og stjórnarmaður í Nordisk Selskap for Medisinsk Humor. Af myndarlegum læknum og megrun Gat ekki gengið Tveir strákar, annar fimm ára og hinn sex, tóku tal saman á biðstofunni hjá Rósmundi skurðlækni. Sá eldri hallaði sér að hinum og spurði: „Hvað á að gera við þig?“ „Það á að umskera mig,“ sagði sá fimm ára. „Blessaður láttu þá ekki gera það,“ sagði sá eldri og reyndari. „Þeir umskáru mig fyrir löngu síðan og ég gat ekki gengið í heilt ár á eftir.“ Ein pirruð „Það eru allir svo pirrandi," sagði spennt kona við lækni sinn. „Ég þoli bókstaflega ekki annað fólk.“ Læknirinn skrifaði upp á geðlyf handa konunni og bað hana að koma aftur til sín að viku liðinni. Konan birtist á umsömdum tíma. „Hefur þú tekið eftir einhverri breytingu á líðan þinni frá því við hittumst síðast?,“ spurði læknirinn. „Nei, það hefur sko ekkert breyst hjá mér. Ég verð hins vegar að segja að fólk í kringum mig er mun skárra í viðmóti.“ Einn myndarlegur Hjúkka sem vann á stofu með lækni var gagntekin af því að læknirinn vissi allt, væri moldríkur og bráðmyndarlegur. Hún sagði bestu vinkonu sinni frá lækninum og dró ekkert undan varðandi ágæti hans. „Hann er alveg frábær," sagði hjúkkan. „Þú ættir eiginlega að panta tíma hjá honum á stofunni.“ „Ég get ekki verið að panta tíma hjá honum á stofunni, það er ekkert að mér,“ sagði vinkonan. „Þú ættir nú samt að koma og hitta hann.“ „Já, en elsku besta, ég var að segja þér að það er ekkert að mér.“ Hjúkkan gaf sig ekki og sagði: „Hafðu engar áhyggjur af því. Hann finnur örugglega eitthvað að þér.“ Annar myndarlegur Það var einu sinni læknir sem var svo upptekinn af eigin útliti og sjarma að í hvert skipti sem hann taldi hjartslátt konu dró hann frá tíu slög vegna þeirra áhrifa sem nærvera hans hefði á konuna !! Einn myrkfælinn Mamman kom með litla drenginn sinn til læknisins. „Hann er svo rosalega myrkfælinn,“ sagði mamman. „Hann neitar að sofa í rúminu sínu og heldur vöku fyrir okkur hjónunum með stöðugu væli allar nætur. Hvað getum við eiginlega gert ?“ „Hafið ekki áhyggjur af þessu,“ sagði læknirinn. „Flest börn vaxa upp úr myrkfælninni. Áður en langt um líður verður hann farinn að nauða í ykkur að fá að vera úti í myrkrinu.“ Megrun Læknirinn: „Nú er offitan alveg að fara með þig, Svunta mín og ég er hræddur um að nú verðir þú að fara í megrun." Svunta: „Ég hafði á tilfinningunni að þú mundir segja þetta.“ Læknirinn: „I þessu megrunarátaki, sem hefur ekkert með vitundarvakningu um vélindabakflæði að gera, máttu borða allt sem hugurinn girnist." Svunta (himinlifandi): „í alvöru? Ég ætti nú auðveldlega að ráða við slíkan megrunarkúr.“ Læknirinn: „Já, þú mátt snæða allan mat, en þú verður að borða hann nakin fyrir framan spegil." Tók magnyl Konan: „Þegar ég vaknaði í morgun leið mér svo illa að mig langaði ekki til að lifa lengur. Eg ákvað því að taka inn þúsund magnyltöflur." Læknirinn: „Hvað segirðu? Og hvað gerðist svo?“" Konan: „Mér leið miklu betur eftir fyrstu tvær töflurnar og hætti því við restina.“ Eitt og annað, stutt og laggott Tveir geðlæknar mættust á gangi. „Blessaður," sagði annar. „Hvað skyldi hann hafa átt við?“ hugsaði hinn. Þegar læknirinn segir: „Þetta verður ekkert sárt,“ meinar hann í rauninni: „Þetta verður virkilega sársaukafullt." Hefurðu heyrt um plastikkírúrginn, sem sat svo nálægt arninum að hann bráðnaði? „Læknir, ég fæ svakalegan verk í augað í hvert skipti sem ég fæ mér kaffisopa." „Hefurðu prófað að taka skeiðina úr bollanum, þegar þú sýpur?“ „Læknir, ég er svo illan haldinn af déja vu.“ „Sáumst við ekki í gær?“ „Læknir, hvað sást á röntgenmyndinni, sem þú lést taka af höfðinu á mér?“ „Ekkert.“ „Er hóstinn nokkuð betri, Jóna mín?“ „Hann ætti að vera það. Ég er búin að æfa mig í alla nótt.“ Hvers vegna fer fólk með langvinnan hósta aldrei til læknis? Af því að það er svo upptekið við alls konar athafnir, á hljómleikum, í jarðarförum, í kirkjum, leikhúsum og bíó. Læknablaðið 2001/87 255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.